Heima er bezt


Heima er bezt - 02.01.2007, Blaðsíða 17

Heima er bezt - 02.01.2007, Blaðsíða 17
Kaupfélag Héraðsbúa, Borgarfirði eystra, kjörbúð. Mœðgur í Argarði, Borgarfirði eystra. Svandís Geirsdótt- ir og Brynja Sverrisdóttir, nemandi í skólanum. húsglugganum, í verstu veðuráttinni. Þennan hlera, sem var þungur og mikill fyrirferðar, hugðumst við Emil sonur minn, flytja meðfram vesturhlið hússins og norður fyrir það, til vamar eldhúsglugganum. Þetta tókst okkur því miður ekki. Veðrið var svo ofsalegt. Flekann tók úr höndum okkar, og sáum við hann svífa langt út í hafsauga. Máttum við hrósa happi, að hann stórslasaði okkur ekki, eða jafnvel drap. Með hjálp Emils sonar og nágranna, tókst að negla spækj- ur fyrir eldhúsgluggann. Glerið, sem var tvöfalt, var sem óðast að springa. Ytra glerið var farið sina leið, og hið innra tekið að bresta illilega. Hefði þetta ekki tekist, er eins víst, að vindurinn hefði haft frítt spil og sundrað íbúðarhúsinu. Hér var mikið í húfi. Sem betur fer tókst þama að forða miklu tjóni, með raunar frumstæð- um hætti. En nú skal vikið að tjóninu mikla á félagsheimilinu, sem Frá Borgarfirði eystra, bátar við höfnina. Ulla Sveinsson, fœdd Jacobsen, á unga aldri, eiginkona Auðuns Braga. fyrr er getið. Við fylgdumst vel með því, sem þar gerðist, því að Félagsheimilið Fjarðarborg er beint á móti skólastjó- rabústaðnum Þórshamri, þar sem við bjuggum. Við heyrðum, er gluggamir á austurhlið byggingarinnar brotnuðu hver af öðmm. Lausagrjót og hjam skóf eins og hráviði og sundraði hverri rúðunni á fætur annarri. Var óhugn- anlegt að horfa og hlusta á slíkt, og geta ekki aðhafst vegna veðurofsans. En okkur varð ekki svefnsamt þessa nótt að vonum. Sú nótt gleymist aldrei. Þegar komið var inn í félagsheimilið, sem jafnframt var skóli, var ömurlegt um að litast. Hver einasta rúða að austan var kurlmölvuð. Eftir hádegi voru settir hlerar fyrir brotnu gluggana. Miklar skemmdir urðu á geymsluherbergi skól- ans. Stór hluti eðlisfræðiáhalda var brotinn eða horfinn út í buskann. Pappír og ijölritunarvömr voru horfnar með öllu. Ég var daginn eftir með Emil syni mínum að taka til draslið Heima er bezt 17

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.