Heima er bezt - 02.01.2007, Qupperneq 39
Danska ljóðið fmnið þið, ágætu lesendur, í ljóðasafninu
„Lystige viser,,, er út kom í fimm bindum 1971-1972. Fylg-
ist með þessari lífsgöngu:
Stafrófs-vísan
A. B. C. D. - Lita lífs vé,
- móðurbrjóst, mjúkan vef.
Mjalldrífa. Fyrstu skref
Ævintýr. - A. B. C. - A. B. C. D.
E. F. G. H. - Á úrið að gá.
Skrifa og læra' um lönd.
Láta sig hefta bönd.
Flenging, og fara' að slá. E. F. G. H.
I. J.K. L - Fá skuldaskell.
Vinna og vinafjöld.
Veikindi. Syndagjöld.
Glettast - og gera spell. -1. J. K. L.
M. N. O. P. - Ferðalög. Fé.
Kærleikans kanna spjöld.
Kona. Og barnajjöld.
Hugsjón og hefð í té. - M.N. O. P.
Q. R. S. T. - Abyrgð. Senn hlé.
Avöxtur alls, sem var.
Yfirsýn. Reynsla. Svar.
Uppskera. Yfriðfé. - Q. R. S. T.
U. V. X. Ý. - Öðlast senn frí.
Viska og verndin blíð.
Velferð. Og æskan fríð.
Babla sem barn á ný. -U. V. X. Y
Z. Æ. Ö. A. - Allt líður svo.
Hnígur að hljóðri nátt.
Hringurinn lokast brátt.
Leggja til lík og þvo. - Z. Æ. Ö. A
Hvemig væri að birta einn enskan slagara? Flestir skilja
létta ensku. Hér er ljóðið „Goodnight, Irene,,. Islenskur
texti birtist eitt sinn: „Þá ungur ég var að áram, ég elskaði
stúlku úr sveit,,. Hér er enska ljóðið.
Goodnight, Irene
Last Saturday night I got married,
me and my wife settled down.
Now me and my wife are parted,
l'm gonna take another stroll down town.
Irene, good night, Irene
good night, Irene.
Good night, Irene, Good night, Irene.
I'll seeyou in my dreams.
Sometimes I live in the country,
sometimes I live in the town.
Sometimes I have a great notion
to jump into the river and drown.
Irene, good night, etc.
Stop ramling', stop your gamblin',
stop staying out late at night.
Go home to your wife andyour fam 'ly.
Sit down by the fireside bright.
Irene, good night, etc.
Er þetta ekki skemmtilegt ljóð, svona í skammdeginu?
Að lokum er átthagaljóðið að venju. I þættinum hér á
undan var kveðskapur eftir Hjört Gíslason frá Akureyri.
Konu sinni, Lilju Sigurðardóttur frá Steiná í Svartárdal,
helgaði hann skógarlund, sem hann plantaði, skammt frá
heimili sínu, og nefndi Liljulund. Áttu þau þar eflaust marg-
ar indælar stundir.
I Liljulundi
Nú skulum við ganga I Liljulund,
að læknum I Rangárgili
og hlusta meðan blóm I blund
blœrinn hjalar og syngur,
og horfa á hvernig gæla við grund
glóandi kvöldsólarfngur.
Við setjumst í brekkuna hlið við hlið
og hjúfrandi tölum saman.
Atlotþín veita méryndi ogfrið, -
aftanbliks geislar lýsa
elskenda fögru unaðssvið
og almœtti lífsins prísa.
I Kaldbaks skugga er sólin seig
og síðkvöld að nætur barmi,
drukkum við andvarans áfengu veig,
- ilmdaggir blóma I haga -
úr Maríustakki einn minnisteyg:
minni œskunnar daga.
Þetta er fyrsti þáttur þessa ágæta árs. Ánægjulegt þætti
mér til þess að vita, að þið læsuð þetta yfír í góðu tómi og
syngjuð helst líka.
Kær kveðja. Lifið heil.
Auðunn Bragi Sveinsson,
Hjarðarhaga 28, 107 Reykjavík.
audbras@simnet. is
Heima er bezt 39