Heima er bezt


Heima er bezt - 02.01.2007, Blaðsíða 19

Heima er bezt - 02.01.2007, Blaðsíða 19
Þura Arnadóttir í Garði: Háttað í björtu (Baðstofuminning) Það var í gamla daga, þegar ekki vom til bílar né útvarp, og alþingi stóð ekki yfír nema 6-8 vikur um hásumarið, og þingmenn voru ekki með nefíð niðri í hvers manns dalli, skiptu sér ekki af öðm en því, sem einhverju máli skipti fyrir velferð lands og þjóðar. Þá voru karlamir húsbændur á sínu heimili og létu engin sambandsþing né ráðunauta segja sér fyrir verkum, og flýttu klukkunni 1 -2 tíma undan sól, þegar bezt þótti henta fyrir búsins hag. Þóttu þeir mestir búmenn, sem fljótasta höfðu klukku, einkum á útmánuðum. Ljósmeti kannski orðið lítið, en spamaður talinn dygð. Hætt var að bera ljós í baðstofu í miðgóu, síðasta lagi í góulok. Réttara hefði verið að segja að hátta í svörtu en björtu eitthvað framan af vori. Kvöldverkunum var hrað- að, kýr mjólkaðar og þeim brynnt, skyrhræran etin og svo stungið sér milli rekkjuvoðanna með vætuhrollinum. Þótt mér, sem öðmm krökkum, þætti þetta harður kostur, að vera keyrð í rúmið áður en kvöldsprettur var tekinn, ærsl og ólæti fengið útrás, finnst mér nú, þegar ég sit við raflampann minn og rek minningaþræðina til þessara rökkurkvölda, að þetta hafí verið dýrðlegt tímabil. Það er útmánaða-búmannsklukku-rökkurkvöld. Fólkið er gengið til hvílu, en hurðir opnar milli baðstofuhúsanna, það sofnar ekki strax. Það er ekki eins einfalt að breyta lífsvenj- um fólks eins og klukkunni, og svo stytti það tímann með því að tala saman, nema krakkarnir, þeim er sagt að þegja, þegar fullorðnir tala. Það er margt, sem ber á góma meðal fólksins. Stundum ræðir það um löngu liðna, válega atburði, slysfarir eða ægi- legar farsóttir, sem gengu yfir sveitina og enginn gat rönd við reist, eins og t. d. taugaveikin, sem gekk 1865-66 og lagði að velli 15 manns í þessari fámennu sveit, eða bamaveikin, sem gekk ár eftir ár. Árið 1840 dóu 15 böm, þar af fímm systkini og tíu á sama bænum, og aftur 1860, þá dóu ljögur systkinin hennar mömmu minnar á hálfum mánuði. Oftar er tekið upp léttara hjal um dægurmál eða sveita- pólitík, gamlar brúðkaupsveislur, fyllirí og tusk, göngur, réttir, grasaferðir og selvem. Obotnandi fróðleik, sem fólk- ið hefur annað hvort lifað sjálft eða afar þess og ömmur sagt þeim. Eigi ósjaldan var talað um bækur og stælt um hugstæð- ustu atburði og persónur Islendinga sagna, sem áttu hver sinn aðdáanda og meðhaldsmann, t. d. Guðrún Ósvífurs- dóttir, Hallgerður, Bergþóra, Njáll, Gunnar á Hlíðarenda, Kjartan og Bolli, Snorri goði, Björn Breiðvíkingakappi og húsfreyjan á Fróðá o. fl. Fólkið lifði sig inn í sögumar af svo mikilli sanntrú, að þær stóðu ljóslifandi fyrir hugskots- sjónum þess. Gamla konan í rúminu móti baðstofudyrunum situr uppi, og prjónamir ganga ótt og títt, og hún tuldrar bænimar sínar. Áður en hún gekk til hvílu, krossaði hún baðstofuhurðina, veit, að í Hverbjarginu og Lambhöfðanum býr huldufólk og kannski víðar í landareigninni. Hún leggur ekki eymn við masi fólksins eða gefur orð í það. Gæti þó eitthvað sagt um sína þymum stráðu hrakningsævi í tuttugu vistum, en flestar hennar sögur byrjuðu eins: „Þegar ég var í Grímsey.,, Það var bjartasti geislinn í lífi hennar. Húsmennskumaðurinn, greindur karl og fróður, var víðförlasti maður þessa safnaðar. Hann hafði róið margar vertíðir fyrir sunnan og farið oft yfír Sprengisand. Komið til Reykjavíkur og séð Alþingishúsið og landshöfðingjann. Keypti Þjóðvilj- ann unga, talaði mikið um Skúla og var eldheitur Valtýingur. Hann gat lagt margt til mála mannskapnum til dáða. Konan hans hafði aldrei farið neitt út úr sýslunni. Var fædd og uppalin niðri í dölum og hafði verið þar vinnukona á mörg- um stórheimilum, þegar hún var ung. Kunni þaðan mikið af sögnum og sögum, lausavísum og heila sveitabragi. Hún lýsti einkennilegum mönnum og skrýtnum atburð- um. Var ung, þegar dansinn, þessi léttúðuga skemmtun, var að leggja undir sig sveitimar. Þá var dansað eftir messu á sunnudögum í litlum stofukytrum, skennuum og skálum. Trallað og sungnir slagarar og dægurlög þess tíma, ef harm- óníka var ekki við höndina. Hún hafði því af miklu að taka og frá mörgu segja. Pabbi lagði sjaldan nrikið til mála. Hann var árrisull og vildi gjaman sofna snemma. Hafði ekki gert víðreist út fyrir tjallahringinn kringum sveitina sína. Borinn og bamfædd- ur á þessum bæ og ól þar allan sinn aldur, en lét fátt fram hjá sér fara, sem talizt gat til fróðleiks eða skemmtunar. Hann var 17 ára þegar brann í Sveinagjá,og fór, eins og fleiri, austur, til að sjá þær hamfarir. Einnig var hann einn af fjórum ungum mönnum, sem fóm um hávetur með föggur sínar og tjöld á sleðum suður í Dyngjuljöll, þegar eldamir bmnnu þar 1874, og skoðuðu Öskju, sem þá var í smíðum Heima er bezt 19

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.