Heima er bezt


Heima er bezt - 02.01.2007, Side 27

Heima er bezt - 02.01.2007, Side 27
Fra Hreppholum, kirkjan byggð 1909. (MyndÁ.S. 1959) Altaristajla Baltasars i Olafsvallakirkju (merkt 1967, póstkort). Hvítanes í Skötufirði, prestsetur í Ogui þingum 1933-1946. Prestsbœrinn og kirkjan á Þingvöllum á 19. öld. hug hans allan og hann vann löngum að, var á dómkirkjuloft- inu. - Getið skal þess, að Sig- urður hlaut rífleg starfslaun fyrir töflurnar: 100 og, að sagt er allt að 200 ríkisdali á árunum um og eftir 1862. Þykja verk hans dýrmæt og má nefna nokkra kirkjustaðina: Breiðabólstað í Fljótshlíð og Garða á Akranesi, nú Akraneskirkju, Kálfatjörn, Hvalsnes og Kirkjuvog i Höfn- um. Ungur stældi þessa lágkúm Þórarinn B. Þorláksson, er síðar varð einn dáðasti listamaður okkar og eftirsóktur altari stöflumálari. Af hverju kusu lénsherrar kirknanna, prest- ar og útvegsbændur, fremur eftirlíkingar Sig- urðar, en býsna frumlega útfærslu Þorsteins málara á nær því sömu árum? Það var vegna þess að danska Wegenersmyndefnið var upp- risan á páskum. Þorsteinn var bundinn föstu- deginum langa. Dýrðin tók við eftir þjáningu boðskaparins, sem var íþyngjandi áherzlugjöm frá siðskiptum. Liðin var nær því öld, þegar segir frá því í kirkju- skoðunargerð í Stafholti í Mýraprófastsdæmi (1956), að 1948 hafi verið byggð forkirkja þar með turni, og í framhaldinu gengist Jón Bjömsson á Svarfhóli íyrir því að kirkjan fengi nýja altaristöflu í stað krossfestingarmyndar Þorsteins mál- ara frá 1853. Gaf Einar Jónsson myndhöggvari frá Galtafelli einstætt verk sitt til: Komið til mín. Upphaflega gert 1915. Kristsmynd við hjarta krossins yfir jarðarkringlunni. - Af því að Einar Jónsson var mikill guðspekingur, er Stafholt- staflan einstætt kirkjulistarverk á kórgafli. Höfðar til sókn- arfólksins miðju Hnattasunds Einars Benediktssonar. Séum við á báti, lyftist hann yfir hafsbrána. Þorsteinn Guðmundsson, sjálfsmynd. Þegar Baltasar listmálari var fenginn til að gera hið mikla altarisverk á Ólafsvöllum, vék krossfestingarmynd til hliðar og á kirkjuþil, nú í viðgerð hjá Morkinskinnu í Reykjavík, eins og getið var í íyrra þætti. Aðeins em því 4 af 9 töflum Þorsteins málara enn yfir altari í kirkjunum, þar af viku 3 fyrir straumi nýrra tíma. Hér skal samt ekki tekið undir við dr. Matthías Þórðarson fomminjavörð, sem gefur alt- arismálverkum Þorsteins Guðmundssonar einkunnina: Að engri þeirra hefur mér geðjazt vel (íslenzkir listamenn II, útg. 1925). Ólíkindasögu dr. Matthíasar hef ég ekki fundið stað í vísitazíugerðum prófasts Rangæinga um róttækan útburð Arbæjartöflunnar og síðbúnar sættir eftir þá uppreisn safnaðarins. Sé æsingakennd frásaga fomminjavarðar rétt, hefur Þorsteinn málað 10 altaristöflur: Kvöldmáltíðarmyndin burtkastaða í Arbæ í Holtum komin og borin út fyrir túngarð Heima er bezt 27

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.