Heima er bezt


Heima er bezt - 02.01.2007, Blaðsíða 40

Heima er bezt - 02.01.2007, Blaðsíða 40
Júlíus Cæsar Sagan er ákaflega misminnug á menn. Flestir gley- mast raunar fljótlega eftir að ævinni lýkur og hjá nokkrum lifa nöfnin og lítið meira. En svo eru fáir útvaldir sem virðast alltaf lifa og stíga fram á spjöld- um sögunnar í fullu fjöri, þótt þeir hafi hvílt í gröfínni um aldir og jafnvel árþúsundir. Einn þessara eftirlætismanna sögunnar er Júlíus Cæsar, þótt liðin séu meira en 2000 ár frá því að hann gekk um á jörðinni. Hann hét fullu nafni Gajus Júlíus Cæsar og var í heiminn borinn í Rómaborg árið 100 f. Kr. Hann var af fornri höfðingjaætt í borginni sem rakti upphaf sitt til Júlusar, sonar Æneasar frá Tróju, sem sagður var af guðaættum. Cæsar lifði á miklum umbrota- og ófriðartímum í Rómaríki og gerði sér snemma ljóst að hið foma stjómskipulag var komið að fótum fram og breytinga væri þörf. Vann hann síðan ötullega að þeim umskiptum og tók sér um síðir alræðisvöld í ríkinu. Þar með lagði hann grunn að rómverska keisaradæminu sem reis eftir hans dag og stóð síðan lengur en nokkuð annað stórveldi sögunnar. Keisaramir í Róm notuðu nafn Cæsars sem embættisheiti og af því var síðar dregið þýska orðið kaiser, sem og rússn- eska orðið tsar, um æðstu stjórnendur viðkomandi landa. Þá heitir júlímánuður í höfuóið á Júlíus Cæsar og hið júlí- anska tímatal er við hann kennt. Cæsar óx úr grasi í Róm og hlaut góða menntun. Snemma fékk hann orð fyrir að vera lífsglaður í meira lagi, kvennabósi mikill og eyðsluseggur. Sem fulltíða maður hlaut hann ýmis embætti og rækti þau með sóma. Meðal annars var hann kjörinn sem æðstiprestur hinna rómversku trúarbragða árið 63 f. Kr. Tveimur ámm síðar var hann skipaður sem land- stjóri á Spáni. Er hann vildi halda til skattlands síns mein- uðu lánadrottnar hans honum að hverfa úr landi, nema hann greiddi fyrst skuldir sínar. Cæsar viðurkenndi þá að hann ætti 25 milljónum minna en ekki neitt og fékk auðmanninn Crassus til að hlaupa undir bagga og lána sér fyrir skuld- unum. Síðan aflaði hann sér gnægð fjár á Spáni svo sem venja var um þá sem hlutu landstjóraembætti. Er hann sneri aftur heim til Rómaborgar tók hann að sækjast eftir að verða kjörinn sem ræðismaður. En höfðingjastéttin og öldungaráðið reyndu að koma í veg fyrir það, því að þeim stóð ótti af honum þar sem hann fylgdi lýðsinnum að málum. Um sama leyti var hershöfðinginn Pompeius að koma heim úr mikilli sigurför til Asíulanda. Yfirstéttin óttaðist hann líka og öldungaráðið neitaði að samþykkja þá skipun mála sem hann hafði komið á í nálægum Austurlöndum. Þá var það árið 60 f. Kr. sem Cæsar, Pompeius og auðmaðurinn Crassus tóku höndum saman og gerðu með sér sáttmála um að standa saman og styðja hvern annan við framgang mála. Var sá félagsskapur nefndur þrístjórasambandið fyrra og með tilkomu þess var sagt að snilligáfa, frægð og auður hefðu náð að sameinast. Og svo öflugir voru þessir menn í sameiningu að segja mátti að þeir hefðu öll völd í ríkinu í hendi sér og gætu ráðið því sem þeir vildu. í framhaldi af þess varð Cæsar ræðismaður árið 59 f. Kr. Kom hann því þá til leiðar að ráðstafanir Pompeiusar í austurvegi væru samþykktar og hrinti auk þess mörgum öðrum þörfum málum í framkvæmd. Eitt með öðru sem hann gerði var að gefa út dagblað, hið fyrsta í veraldarsög- unni. Nefndist blaðið Acta diuma eða Daglegar gjörðir og var í því sagt frá afgreiðslu mála í öldungaráðinu og öðmm stjómarathöfnum. Eftir ræðismannsárið gerðist Cæsar landstjóri í Gallíu sunnan Alpafjalla og réð einnig yfír Miðjarðarhafsströnd Gallíu, sem Rómverjar höfðu þá nýverið lagt undir sig. Pompeius varð landstjóri á Spáni og Crassus fékk Sýrland í sinn hlut. Auðmaðurinn hélt þegar austur til Asíu, þar sem hann lenti í stríði við Partaríkið og var drepinn í orrastu. Cæsar lenti líka í útistöðum við gallverska og germanska þjóðflokka, sem heima áttu í námunda við yfirráðasvæði hans. Varð úr því langvarandi ófriður sem nefndist Gallastr- íðin og Cæsar skrifaði um allmargar bækur. Lyktaði þeim átökum svo að Cæsar lagði undir allt það land þar sem nú er Frakkland og Belgía og auk þess hlutar af Sviss, Hollandi og Þýskalandi. Hann lét smíða brú yfir Rínarfljót og fór í herleiðangra langt inn í löndin austan árinnar til að stöðva ásókn Germana vestur á bóginn. Einnig sigldi hann með skipaflota til Bretlands og náði nokkrum ítökum í sunn- anverðu landinu. Meðan Cæsar barðist í Gallíu og bætti löndum við Róma- veldi sat Pompeius um kyrrt í Róm og hafðist lítið að. Þrí- stjórasambandið rofnaði smám saman og Pompeius tók upp samstarf við yfirstéttina í Róm og gerðist þá jafnframt and- stæðingur Cæsars. Landstjóratími Cæsars í Gallíu fékkst ekki framlengdur og rann endanlega út í árslok 50 f. Kr. Hann vildi þá snúa heim og sækjast eftir ræðismannsemb- ætti að nýju. Öldungaráðið gat ekki meinað honum það en setti sem skilyrði að fyrst yrði hann að leysa upp her sinn. Cæsar sagðist gjama skyldu gera það, ef Pompeius gerði það sama með sinn her. En Pompeius neitaði því og naut 40 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.