Heima er bezt - 02.01.2007, Blaðsíða 36
„hjónadúettinum“ sem við nefndum svo, þar sem Ótelló
biður Desdemónu um enn einn koss og endar á þessum
orðum: „Vien.... Venere splende!“ sem svo sannarleg má
þýða með vísuorðunum:
Venus hátt í vestri skín,
við skulum hátta elskan mín.
Ekki hreif okkur minna Viðjusöngur Desdemónu (Salce)
sem hún syngur skömmu áður en hinn afbrýðisami eign-
maður hennar ræður henni bana og endar á kyrrlátu Maríu-
bæninni.
A dimmu regnþrungnu kvöldi í sumarbústaðnum heyrði
ég í útvarpinu Margaret Price syngja Hnetutréð og fleiri
lög eftir Schumann. Eg varð gagntekin, bæði af lögunum
og hinni tæru og björtu rödd söngkonunnar. Þegar hún kom
svo sjálf og söng hér á Listahátíð nokkru seinna og söng
með Sinfóníuhljómsveit Islands, létum við hjónin okkur
ekki vanta á þá hljómleika. Margaret söng m. a. Viðjusöng
Desdemónu og þegar hún ávarpar Emilíu þjónustustúlku
sína og kveður hana í hinsta sinn, játa ég að ég fór bara að
hágráta.
Eg var svo heppin að ná í tvo hljómdiska með söng Marg-
aret ég held bara á útsölu í Perlunni og þetta er algjör spari-
músík fyrir mig. En svo undarlega vill til að ég hef leitað
að diskum með henni í risastórum hljómdiskaverslunum
bæði í Vínarborg og Amsterdam en tölvur segja að þeir séu
ekki til. I mínum huga er rödd Margaret Price tærasta sópr-
anrödd sem ég hef heyrt.
Hér á ámm áður vomm við hjónin nokkuð dugleg að sækja
sinfóníutónleika í Háskólabíói og vorum fastir áheyrendur í
2-3 vetur. Þar heyrði maður náttúrlega margt stórkostlegt
en misjafnlega skemmtilegt. Eitt atvik stendur þó algjörlega
upp úr minninu. Það var þegar Einar Jóhannesson spilaði
klarinettuhlutverkið í ballettinum í Kvöldbænum í Sikiley
eftir Verdi. Eg varð eiginlega fyrir vitmn. Eg sá fyrir mér
upplýsta höll við sjávarströnd og sá ljósin speglast í bár-
unum. Þegar ég kom til Sírakúsu á Sikiley mörgum árum
seinna sá ég þessa höll niðri við höfnina fannst mér, gamla
höll með feneyskum gluggum, líklega komna í eyði. (Eg
veit náttúrlega að óperan gerist í Palermo.) Og þegar ég
heyri valsinn í forleiknum er ég meira að segja komin inn
í höllina meðal fólksins á iðandi dansgólfmu.
Á þröngu hótelherbergi í London sat ég október nokk-
um fyrir mörgum ámm og var að hita mér vatn í duftkaffi.
Heyri ég þá í BBC 3 algjöran englasöng. Þetta lag hafði ég
aldrei heyrt fyrr og beið spennt eftir afkynningunni sem var
Paradísarþátturinn úr Requiem eftir Fauré. Svo heppin var
ég að fá að syngja með Söngsveitinni Fílharmóníu nokkru
seinna þetta verk. Þar söng Elísabet Eiríksdóttir hið ljúfa
lag Pie Jesu. Mér finnst endilega að hljómlist englanna í
himnaríki hljóti að líkjast þessu tónverki Faurés.
Yordi Ramiro.
Og svo voru það tónleikamir sem ég fór ekki á. Á sól-
björtu sumarkvöldi sat ég ein við vesturgluggann á stofunni
minni uppi í Breiðholti. Eg vissi að fræg söngkona, Lucia
Valentini var komin til landsins og átti að syngja með Sinfón-
iuhljómsveitinni þetta kvöld. Mikið lifandis ósköp langaði
mig á þessa hljómleika. En ég var víst orðin of sein fyrir.
En Ríkisútvarpið útvarpaði þessum hljómleikum beint og
útsendingin var aldeilis prýðileg þetta kvöld. Ég naut þess
því vel að hlusta á þessa sérstæðu söngkonu syngja (með
nokkmm andköfúm stundum!) Una voce poco fa, aríu úr
ítölsku stúlkunni í Alsír og lagið indæla: Þekkirðu land þar
gul sítrónan grær... ofl. Þorsteinn Hannesson fór á kostum
í kynningunni og mér er sagt að söngkonan og Jean Pierre
Jacquillat hafi farið á kostum á sviðinu.
Þetta eru skemmtilegustu tónleikar sem ég fór ekki á.
Og þó. Ég held ég haft skemmt mér enn betur á tónleikum
í RUV sl. Sumar, þar sem Kolbeinn Ketilsson söng með
Rússíbönum og breyttist í Rússa í einu laginu og söng svo
Ijúflega í anda Hauks Morthens Vestmannaeyjalagið Hún
rís úr sumarsænum.
36 Heimaerbezt