Heima er bezt


Heima er bezt - 02.01.2007, Qupperneq 11

Heima er bezt - 02.01.2007, Qupperneq 11
Fjölskyldumynd, tekin heima á Uppsölum 1993. Aftasta röð: Elín Arna- dóttir, Sólveig, Arni með Rósu Sólveigu, Vigfús Þorsteinsson. Miðröð: Steinar Magnússon, Anna Sólveig Arnadóttir, Drífa Arnadóttir Eyþór Arnason, Sigríður Gunnarsdóttir, Harpa Vigfúsdóttir. Fremsta röð: Magnús Ivar Steinarsson, Þorsteinn Lárus Vigfússon, Arni Vigfússon, Svana Osk Rúnarsdóttir situr með Arna Gunnar Eyþórsson, Ragnheiður Vala Eyþórsdóttir, Katrín Rúnarsdóttir. Já, starfið í kórunum hefur gefið okkur mikið. Ferðalög vítt og breytt um landið, svo og til útlanda, sem maður hefði ekki farið annars. Farið hefur verið í söngferðir m. a. til Norð- urlanda, Israels og Egyptalands, Kanada, Fær- eyja, Grænlands, Portúgals, Irlands, Þýskalands og Skotlands. Þetta hafa verið skemmtilegar ferðir og vel heppnaðar. Mér er minnisstætt er við sungum „Fagra blóm“ í Suðurey í Færeyjum, að þá stóð allur salurinn upp og og söng með. Þetta lag er „Bláhiminn" þeirra Suðurey- inga. Þá skeði það á heimssýningunni í Hannover árið 2000 að þýsk hljómsveit átti að spila undir þjóðsöngnum,, en hún var með hann tóni lægra en vant er hjá okkur þannig að vonlaust var að nota hana svo að hún var látin til hliðar. En við fluttum þjóð- söng okkar af feikna krafti fyrir fleiri þúsund manns. Það var skemmtileg tilfinning að fínna fagnaðarölduna á móti sér. aður kór hér í héraðinu. Ég var þar einnig í nokkur ár. Þótt við séum nú hætt þar þá höfúm við miklar taugar til þessa félagsskapar. Ég gekk í Karlakórinn Heimi veturinn 1958- 59 og hefi verið þar starfandi siðan að mestu. Ihúðarhús Arna og Sólveigar, hún í forgrunni. Einn af burstabœjum Arna sést framan við íbúðarhúsið. Auðvitað fór mikill tími í þessar æfingar, það vom yfirleitt ijögur kvöld í viku, tvö hjá Heimi og tvö hjá Rökkurkómum, þessi ár sem við hjónin vorum bæði þar. Æfíngar hjá kirkjukómum bættust þar við og auk þess tónleikar um helgar stundum, hjá hinum kór- unum. Þannig kom fyrir að öll kvöld vikunnar voru upptekin við eitthvert söngstarf. En einhvern veginn varð maður aldrei þreyttur við þetta heldur endumærðist við hverja æfíngu, því það er gaman að vera með glöðu fólki og góðu. Við skulum láta þetta duga um kórastarfið, það er hægt að segja endalaust frá því og sínum félögum þar, en þetta var og er mjög góður félagsskapur og þá ekki síður Rökkurkórinn þau ár sem ég var þar og hafði kynni af því fólki. Höldum raunar tryggö við það enn, enda starfar kórinn ennþá. Við Sólveig Sólveig er mikil handavinnukona og núna eftir að við hætt- um búskap hefúr hún gefið sig mikið að vefnaði. Hún er í handverksfélagi og er mjög virk í tóvinnu og því sem þar til- heyrir. Ég hefði ekki getað sinnt því sem hér á undan er lýst nema ég hefði haft góða konu mér við hlið. Sjálfur dunda ég við eitt og annað á dálitlu smíðaverkstæði sem ég hefi komið mér upp í húsi okkar gömlu hjónanna. Arni, staddur á brúnniyfir Heiðará, þeirri, sem svo fór undir nýjan veg á Öxnadalsheiði. Heima er bezt 11

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.