Heima er bezt


Heima er bezt - 02.01.2007, Blaðsíða 45

Heima er bezt - 02.01.2007, Blaðsíða 45
vakna fyrsta morguninn, sem þér dveljið héma, við ilminn af rósunum mínum. Hún brosir, og léttum roða bregður fyrir á andliti hennar. Haukur endurgeldur ekki brosið, hneigir sig aðeins kurteislega og gengur út í vormorguninn. Agnes er ein í stofunni, augu hennar fylgja Hauki eftir í gegnum gluggann. Því gaf hann henni ekki svo mikið sem eitt bros fyrir rósirnar, sem hún færði honum á meðan hann svaf. Hingað til hefur hún ekki þurft að gefa neitt til að eignast bros ungu piltanna, jafnvel miklu fleiri en hún hefur nokk- uð kært sig um. Nú missti hún rnarks, en Haukur Snær skal verða örlátari á brosin áður en sumarið er liðið, hún heitir því. Ungi læknirinn hefur lokið morgungöngunni og kemur inn í borðstofuna. Ragnhildur er þar með framreitt morg- unkaffi og býður honum að setjast til borðs. Hún kallar á Agnesi. Þau setjast þrjú saman að kaffidrykkju. Ragnhildur snýr sér að Hauki og segir: - Sveinn bað mig að bera yður kveðju sína. - Þakka yður. Fór hann snemma í morgun? - Hann lagði af stað klukkan 7. - Fór pabbi á sínum bíl, spyr Agnes. - Nei. Hann fór með áætlunarbílnum. Sinn bíl afhenti hann Hauki lækni til umráða í sumar. Agnes lítur brosandi til Hauks um leið og hún segir: - Svo maður á þá að snúa sér til yðar í sambandi við keyrslu á einkabílnum á Sólvangi í sumar? - Ykkur mæðgunum er velkomið að leita til mín, þegar þið þurfið á bílnum að halda. Ég mun fúslega aka honum fyrir ykkur, þegar ástæður mínar leyfa. - Þakka yður fyrir, Haukur læknir. Ragnhildur virðir hann fyrir sér. Læknirinn er prúðmann- legt glæsimenni. Hún ber þau saman í huganum, dóttur sína og hann. Þau eru bæði ung, falleg og menntuð. Ef til vill tvinnast örlagaþræðir þeirra saman í sumar, - ekkert er líklegra. Létt bros líður yfír andlit frúarinnar. Hún stendur upp frá borðinu. Kaffidrykkjunni er lokið. Haukur situr á lækningastofunni. Tíminn líður, eng- inn kemur, sem þarf á hjálp hans að halda. Honum leiðist aðgerðaleysið, hann þráir að starfa. Fyrsti dagurinn hans í embættinu er liðinn. Vordýrðin heillar Hauk. I kvöld ætlar hann að skoða nágrennið; en hér er hann öllu ókunnur. Hann gengur út að bílnum og nemur þar staðar. A hann að bjóða Agnesi með sér? Hann hikar við það. Spumingunni er svarað. Agnes kemur út úr húsinu. - Ætlið þér út að keyra, Haukur læknir, kallar hún til hans. - Mig langar að skoða sveitina. - Vantar yður ekki ferðafélaga? - Viljið þér koma með mér? - Já. Hún gengur til hans, þau setjast inn í bílinn og Haukur ekur af stað. Bíllinn rennur hægt eftir veginum. Sveitin opnast björt og víð móti ferðafólkinu. Vorið á völdin. All- staðar blasir við líf og þroski. Haukur og Agnes eru kornin langt fram í sveit. Læknirinn stöðvar bílinn. - Eigum við ekki að koma út og skoða okkur um hér, segir hann við Agnesi. - I kvöld ráðið þér ferðinni. Þau fara út úr bílnum. Skammt fyrir ofan veginn rís iðgræn fjallshlíð. Haukur segir: - Mig langar til að komast héma upp á hlíðarbrúnina; þaðan hlýtur að vera víðsýnt yfír sveitina. - Það hlýtur að vera, ég hef aldrei komið þangað. - Viljið þér koma með mér? - Auðvitað kem ég með. Þau ganga létt í spori upp að hlíðinni. Brattinn eykst, leiðin er hálfnuð upp á brúnina. Agnes sest niður. - Ég er orðin þreytt og nenni ekki að fara lengra, segir hún. Haukur nenrur staðar við hlið hennar. - Mig langar að klífa brattann á enda. - Þá skuluð þér bara halda áfram. - Og skilja yður hér eftir? - Já, mér fínnst dásamlegt að njóta kvöldsins héma. Haukur kann ekki við að slíta félagsskapinn. Seinna í sumar skal hann komast á leiðarenda. Hann sest hjá Agnesi. Hlíðin angar, kyrrðin er djúp og draumblíð. Ekkert rýfur þögnina nema hljómþýður fuglakliður. Ungi læknirinn horfir heill- aður út í fjarskann. Töfrar vorkvöldsins og unga stúlkan, sem hjá honum situr, vekja nýja óþekkta strauma í sál hans, koma blóði hans til að streyma örar. Aldrei fyrr hefur hann setið einn með stúlku úti í kyrrð og fegurð vorkvöldsins, aldrei átt nein ástarævintýri. Öll sín skólaár leitaði hann að fallegri og góðri stúlku, en fann ekki þá réttu. Og enn er hann að leita. I sumar dreymir hann um að finna drottningu vona sinna í faðmi þessarar fallegu sveitar. Augu hans leita Agnesar. Hún er ung og falleg, uppfyllir þær kröfur hans, en hann krefst meira. Stúlkan hans verður að vera góð, skilja hugsjónir hans, geta tekið þátt í starfínu, sem hann ætlar að helga krafta sína. Ef til vill er unga stúlkan við hlið hans sú rétta. Það verða nánari kynni að leiða í ljós. Agnes fínnur augu læknisins hvíla á sér, og brosmild, seiðandi augu hennar mæta þeim. Haukur stendur snögglega á fætur. - Eigum við ekki að halda af stað heim aftur, segir hann. - Þér ráðið ferðinni í kvöld, Haukur læknir. Rödd Agnes- ar er hvíslandi þýð eins og blærinn. Hún situr kyrr í ang- andi hlíðinni við fætur hans. Andartak stendur ungi lækn- irinn sem fjötraður. En töfrar augnabliksins víkja fyrir valdi skynseminnar. - Við skulum koma, Agnes, segir hann. Hún stendur seinlega á fætur. Þau ganga niður að bílnum, og Haukur ekur hratt heim. A Sólvangi eru allir sofnaðir. Haukur og Agnes ganga hljóðlega inn í húsið. Borðstofan stendur opin á móti þeim. Mjólkurkanna og tvö glös bíða þeirra á borðinu. Agnes segir brosandi: - Mamma hefur skilið hér eftir mjólk handa ferðafólkinu. Gjörið þér svo vel, Haukur læknir. - Þakka yður fyrir. Heima er bezt 45

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.