Heima er bezt


Heima er bezt - 02.01.2007, Blaðsíða 47

Heima er bezt - 02.01.2007, Blaðsíða 47
Bækur DANIELLE STEEL njóta fádæma vinsælda, hafa verið þýddar á yfir 30 tungumál, og selst í meira en 370 milljónum eintaka. /jettnt^'srti BOKATILBOÐ HEB Símon Steinberg og Blaire Scott eru meðal virtustu hjóna í Hollywood. Þau hafa afsannað gamla neikvæða umtalið um Hollywood-hjónabönd og haldið sínu saman í áratugi. Börnin þeirra þrjú eru táningurinn Samantha, sem er fyrirsæta, læknastúdentinn Scott og Allegra, sem er lögfræðingur fræga fólksins. Blair og Simon eru farsæl og hamingjusöm, en verða að horfast í augu við sömu vandamál barna sinna og aðrir. Allegra Steinberg, 29 ára gömul, er lögfræðingur stjarnanna og svarar símtölum hvenær sem er sólarhringsins. Við slíkar aðstæöur, og tímafrek umsvif, gefst lítið svigrúm fyrir einkalíf. Þar kemur þó að hún hittir rithöfund í New York, og við það verður umbreyting á lífi hennar. Og allt i einu er hún farin að ráðgera brúðkaup sitt á heimili foreldra sinna í Bel Air. Þegar undirbúningur brúðkaupsins hefst, hellast yfir verkefni á síðustu stundu, og spennan sem þessu fylgir dregur fram bæði það góða og illa í öllum. Ungir og eldri stríða hver við sín vandamál, svo sem tryggðarrof og óheiðarleika og í Ijós kemur þýðing brúðkaupsins fyrir Allegru. Brúðkaupið verður tækifæri fjölskyldunnar til að sameinast og sættast. Peter Haskell stjórnar lyfjastórveldi, nýtur valda og áhrifa og á fyrirmyndarfjölskyldu. Fyrir allt þetta hefur hann fórnað meiru en honum er Ijóst. Olivia Thatcher er eiginkona þekkts þingmanns og hefur fórnað sér fyrir frama hans og metnað. Hún erföst í skyldum sínum og gift manni sem hún elskar ekki lengur. Hluti af henni dó með einkabarni þeirra. 1 ringulreið eftir sprengjuhótun í Paris liggja leiðir Peters og Oliviu saman á Vendome- torginu. Þau spjalla saman alla nóttina og segja hvort öðru allt. Peter fær efasemdir um líf sitt og starf og Olivia veit það eitt að hún getur ekki haldið svona áfram. Olivia hverfur og talið er að henni hafi verið rænt en Peter finnur hana. Hvað er til ráða? Þau hafa bara fimm daga í París. Þau fara hvort til síns heima en allt hefur breyst. FIMM DAGAR [ PARÍS er saga um heiðarleika, skyldurækni, manngildi, ást... og nýjar vonir. Brúðkaupið Spegilmynd er fertugasta og fyrsta metsölubók Danielle Steel. Hún fjallar um eitt sterkasta og dularfyllsta samband lífsins - samband eineggja tvíbura og segir frá lífi tveggja systra og ógleymanlegum ferli þeirra. Sæist önnur, var það eins og að sjá hina. Jafnvel faðir þeirra þekkti þær ekki í sundur - aðeins fóstra þeirra þekkti þær að. Þær voru dætur ástríks föður, sem aldrei haföi jafnað sig eftir missi konu sinnar, sem hafði látist við fæðingu þeirra. Olivia, hlédræg og alvarleg, vel ellefu mínútum eldri en Victoria. Hún tók að mestu að sér stjórn heimilisins, er þær stálpuðust og reyndi að hafa hemil á frakkri og uppreisnargjarnri systur sinni. SPEGILMYND er hrífandi, raunsæ mynd af eineggja tvíburum, - ótrúlega ólíkum að skapferli, - og örlögum þeirra. Fimm dagar í París HEIMA ER BEZT Pöntunarsími: 553 8200 - Netfang: heimaerbezt@simnet.is

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.