Heima er bezt - 02.01.2007, Qupperneq 10
okkar og Vigfusi, eiginmanni henn-
ar, búið eins og það lagði sig. Við
gömlu hjónin byggðum okkur lítið
hús með bílskúr hér rétt við gamla
húsið og dundum okkur þar í ell-
inni.
Félags- og fjallskilamál
Ég slapp ekki alveg við félags-
málin. Fyrst, þá ég var 16 ára,
var stofnað hér Verkamannafélag
Akrahrepps. Tildrög þess voru að
hér var starfandi vegavinnuflokkur
skipaður mönnum héðan úr sveit.
Verkamannafélag Sauðárkróks taldi
sig eiga tilkall til þessarar vinnu.
Því gekkst verkstjórinn, Gísli Gott-
skálksson, fyrir stofnun félagsins svo að hann gæti haldið
sínum gömlu verkamönnum, sem voru bændur og lausa-
menn hér í sveit. Við vorum þrír í fyrstu stjórn, gerðum held
ég ekki neinar rósir en karlamir héldu vinnunni. Ég hætti í
þessu þegar ég fór í Laugaskóla. Síðar lenti ég í stjómum
ungmennafélags, búnaðarfélags, Búnaðarsambands Skaga-
fjarðar og Kaupfélags Skagfirðinga. Nokkur ár var ég fulltrúi
á fundum Stéttarsambands bænda.
1962 lenti ég í hreppsnefnd og var þar fjallskilastjóri í 16 ár.
Sá um göngur á Silfrastaðaafrétt og hér í sveit. Afrétt þessi er
fremur erfið til smölunar sem og annað íjalllendi hér á landi,
hestum verður lítt komið við. Verður að treysta á tvo jafnfljóta.
Þessi ár fór tími minn á haustin mikið í göngur og allskonar
stúss við sauðfé. Þá henti það eitt sinn er við vomm nokkrir
vió kindaleit á Nýjabæjarafrétt, að við hrepptum stórhríð á
Nýjabæjarfjalli og lágum þar úti heila nótt. Grófum okkur í
fönn en allt fór þó vel að lokum.
I sambandi við starf mitt sem fjallskilastjóra, má helst nefna
það fyrir utan hinar hefðbundnu smalanir og aðrar ráðstaf-
anir varðandi sauðféð, að ég gekkst fyrir því að brúaðar yrðu
þverár í afréttinni. Þær gátu verið leiðinlegar þegar leysingar
voru á vorin og koma þurfti lambfé yfír þær. Svipað var á
haustin ef úrkomur vom miklar þegar smalað var til réttar.
Við brúuðum svokallaða Homá á ámnum milli 1960 og 1970
og sú brú stendur enn. Svo brúuðum við á Öxnadalsheið-
inni, Heiðarána, svo að hægt væri að koma fé yfir í hlíðina
á móti. Sú brú fór undir þjóðveginn þegar hann var færður
niður fyrir Klifíð. Síðan var Krókáin brúuð sunnan við Krók-
árgerði núna fyrir fáum ámm.
Þessar framkvæmdir vom til mikilla þæginda fyrir menn
og skepnur. Þetta em einskonar göngubrýr en þó hestfærar.
Heimamenn stóðu straum af kostnaðinum, hann var greidd-
ur úr ljallskilasjóði.
Nokkum styrk fengum við út á hinar fyrstu brýr, árin milli
1960 og 1970.
Einhver sjóður var til sem við sóttum í og ég man að Pálmi
Jónsson á Akri var þá landbúnaðarráðherra og reyndist okkur
hliðhollur við þetta.
Vegagerðin keypti af okkur brúna sem fór undir veginn á
heiðinni og þeir peningar fóm og rúmlega það í að byggja
brúna yfir Króká. Núna er Vegagerðin búin að kippa henni af
því að hún er sjálf að leggja veg þeim megin í Norðurárdaln-
um eins og vegfarendur sjá.
Þannig breytast tímamir. Hvað verður gert við þá brú er
ekki alveg ákveðið, sjálfsagt verður reynt að nota hana á ein-
hverja sprænuna þama í afréttinum.
Svo að ég ræði enn um göngurnar, þá er ekki því að leyna
að oft var erfitt, til dæmis ef fé fór í sjálfheldu í giljum og
þurfti að ná því þaðan.
En þama vom margir vaskir menn til hjálpar og því gekk
þetta yfirleitt. Mig minnir það kæmi tvisvar fyrir að ég skaut
fé niður úr sjálfheldu, sem betur fór var það ekki oftar.
Haustið 1963 var víst einna erfiðast að koma fénu niður.
Það er smalað hér í tvo daga og við það þurfa helst að vera
svona 30 til 35 manns. Seinni daginn 1963 var feikna rigning
en logn fram í afrétt. Við lögðum af stað með féð niður um
miðjan dag, svona um klukkan 4. Þegar við komum niður
í Silfrastaðafjallið þá mætti okkur iðulaus norðan stórhríð.
Þannig er oft í norðanátt, að í afréttinum er logn þó gangi
á með stórviðri hér niðri í byggð. Það varð okkur til happs
að vera á þjóðveginum að nudda þessu áfram, og ég held að
klukkan hafí verið orðin 12 á miðnætti þegar við komum
hópnum niður í rétt.
Eftir að hafa staðið í þessu sextán ár hvíldi ég mig í tólf ár.
Lenti þá aftur í hreppsnefnd og var þar í átta ár en ekki við
fjallskil. Síðan heft ég verið til friðs.
Ekki hefi ég verió einn í þessu vafstri, Sólveig hefur staðið
eins og klettur við hlið mér og tekið á sig allskonar verk er
ég var á einhverjum þvælingi. Og ekki síður bömin meðan
þau voru heima.
Söngurinn göfgar og gleður
Varðandi tómstundir þá höfum við bæði gaman af söng. Sól-
veig hefur sungið í kirkjukómm hér í sveit frá því hún flutti
hingað og mörg ár söng hún í Rökkurkómum, sem er bland-
10 Heima er bezt