Heima er bezt


Heima er bezt - 02.01.2007, Blaðsíða 23

Heima er bezt - 02.01.2007, Blaðsíða 23
V V V * viö. Spilinu fyrir ofan laufás er síðan flett upp og lauftvistur er tekinn úr vara- sjóðnum og lagður ofan á ásinn. Spað- anía í neðstu röð er lögð á tígultíu og laufþristur á hjartaQarka, og spilunum fyrir ofan flett upp. Kapallinn er genginn upp þegar búið er að rekja alla litina ofan á ásana. Auðmaður Þessi ágæti kapall var eftirlæti J. P. Morgans eldra, sumir segja að hann hafi lítið gert allan seinni hluta ævinnar annað en leggja þennan kapal. Tvenn spil eru notuð, alls 96, ásamir em teknir úr. Spilin skyldi stokka mjög ve! áður en byrjað er. I borð em lagðar þrjár raðir af spil- um, átta í hverri röð. Bestu spilin, sem hægt er að fá þegar lagt er í borð, að viðbættum þeim, sem þar eiga að koma ofan á, em þessi: í tvistaröð: 2, (5,8, G). í þristaröð: 3, (6,9, D). í íjarkaröð: 4, (7, 10, K). Fyrir neðan þær þrjár raðir, sem lagð- ar em í borð, em lögð átta spil í röð; þau eru varasjóðurinn. Hin 64 eru höfð í stokknum. Ofan á hvem tvist í tvistaröðinni má láta fimm, áttu og síðast gosa í sama lit og taka spil úr hinum röðunum eða varaspilunum. Á sama hátt má taka spil og leggja á þrist í þristaröðinni, sex, níu og drottn- ingu. I fjarkaröðinni, sjö, tíu og kóng, ætíð í sama lit, og gæta þess að spilið, sem lagt er ofan á, sé þremur hærra en það næsta fyrir neðan. Aldrei má skilja eftir autt sæti í neinni röð í borði, þau verður strax að fylla með spilum úr annarri röð eða varaspilunum. Það má aðeins láta tvist í autt sæti í tvistaröð- inni, þrist í þristaröðinni og fjarka í fjarkaröðinni. Markmið spilarans er að rekja alla litina ofan á 8 tvista í tvistaröðinni, 8 þrista í þristaröðinni og 8 fjarka í fjarkaröðinni. Spilið er unnið þegar öll spilin hafa verið rakin niður, eins og áður er sagt, með því að taka ætíð þriðja spil fyrir ofan í sama lit. Efst- ir í tvistaröðinni verða þá 8 gosar, 8 drottningar í þristaröðinni og 8 kóngar í fjarkaröðinni. Ef tvistur, þristur eða íjarki er í vara- spilunum þegar þau eru lögð, má taka spil úr röðunum í borði og leggja þau ofan á viðeigandi spil í sömu eða annarri röð, til þess að fá autt sæti til að flytja tvista, þrista og fjarka í. Sérhvert spil má taka úr varaspilunum og leggja þau á viðeigandi staði í raðimar í borðinu, þ. e. ofan á tvista, þrista og fjarka, eða fleiri spil í einu ef þau eru í réttri röð. Þegar ekki er hægt að færa fleiri spil til, svo að gagni komi, em 8 spil af stokknum lögð upp, ofan á hin 8 upp- haflegu varaspil, eða í bil, sem myndast hafa á milli þeirra. Spil má ekki færa til í varaspilaröðinni, ekki einu sinni til að fylla auð sæti þar. Þegar búið er að vinna úr þessum 8 spilum, em lögð önnur 8 o. s. frv., þar til stokkurinn er búinn. Spilið er þá unnið, ef öll spilin eru komin rétt röðuð í þessa 24 hlaða í borðið. Það er hættulegt að leggja hærra spil ofan á þriðja lægra spil í sama lit í vara- spilunum, því ef bæði sömu spilin eru þannig sett, er spilið tapað, því aldrei verður hægt að koma hærri spilunum burt til þess að ná þeim neðri. Ragnar Jóhannesson tók saman. Kaupmenn í dreifbýli á íslandi reyndu löngum að hafa sem flest á boðstólum sem viðskiptavinina vanhagaði um en úrvalið var að vonum takmarkað. Einhverju sinni kotn gildur bóndi inn í búð og bað um hatt. „En það verður að vera Batt- ersbyhattur.“ Kaupmaðurinn átti engan slík- an og raunar aðeins eina gerð af höttum, og hétu þeir Moore. Hann dó samt ekki ráðalaus: „Veistu ekki að Batterby er dauður og Moore sonur hans tekinn við?“ Bóndinn fór sáttur út með nýjan hatt. Annar kaupmaður (eða sá sami) fékk fyrir mistök frá heild- sala jafnmörg búnt af eldspýt- um og hann ætlaði að fá stokka. Á þessum árum voru eldspýtur með nútímasniði, sem þurfti að strjúka við sérstakan flöt til þess að á þeim kviknaði, nýjung, og jafnan auðkenndar „öryggiseld- spýtur“, Safety matches. Bændur fóru vel með eldspýtur eins og annað, eldur var jafnan falinn og sóttur síðar í glæðumar. Var því að sjá sem kaupmaðurinn sæti uppi með margra ára birgðir af eldspýtum. En viðskiptavin- ir veittu athygli einkennilegum sorgarsvip á honum. Þegar þeir spurðu svaraði kaupmaður, að nú væri illt í efni: Safetí væri dauður og yrði því erfitt um eldspýtur þegar fram liðu stundir. Birgðimar seldust brátt upp. Heima er bezt 23

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.