Heima er bezt


Heima er bezt - 02.01.2007, Page 34

Heima er bezt - 02.01.2007, Page 34
3. Þar í hljóðri helgi geymast, hlýrrar æsku falin spor, þar um velli tærust titrar tíbrá dagsins, góða vor. Þessi gerð og þó aðeins breytt er vafalaust þekktust af hrífandi flutningi þeirra ágætu karla-kvartetta „Leikbræðra“ og „Út í vorið“. En í þeim söng eru í báðum tilfellum „fögur“ hörpuljóð og „fagra“ vor. Eg hef lúmska tilhneigingu til að ætla að sú gerðin hafi orðið til við einhverja ógætilega uppskrift og sé ekki frá höfundi. Mér þykir ekki líkt honum í allri sinni orðgnótt og hrifningu á fortíð og náttúru, að tvístagla sama lýsingarorðið með stuttu millibili, jafnvel þó orðið „fagur“ sé gott. Hvað er nú fallegast? Kannski ekkert, eitt og sér. Eg greiði atkvæði mitt „I fölu grasi“ afbrigðinu, þó það virðist minnst þekkt, „og í mjúku, grænu“ grasi o.s.frv. Maður gleypir þennan boðskap hreint ekki í einum bita, en hlýtur að lesa aftur og aftur til að skilja og upplifa þessa tilfmningu sjálfur. Kannski er vonlaust að það komist inn í hausinn á hávaða- og hraðasamfélagi nútímans. Þarna í 3. vísu 1953, þykir mér kallinn njóta sín best og raða sinni rómantísku orðagnótt af mikilli hugsun, honum líkri. I lokin: Hann Nonni frændi minn, geðþekkur og yfirlæt- islaus, finnst mér hafi ævilangt rogast með hyllingar heim- þrárinnar í ferðatösku, að hann hafi verið eitt af snjókomunum í síhnoðandi stórabolta borgarlífsins, að lífshlaupi sínu lýsi hann í einni stöku og rúmi það í þeirri hnotskum svo: „Þytur á þekju“ 1970 Tjaldið Eg hef tjaldað um stund, því ég veit ekki veg. Það er vordœgra heiðmyrkur kalt. Af stör er mín skikkja, af laufi mitt leg og mitt Ijóðmál er farteskið allt. „Eruð þér gift?“ spurði sænsk góðborgarafrú unga stúlku. „Nei,“ svaraði ungfrúin. „Ætlið þér að giftast?“ spurði frúin. „Nei,“ svaraði ungfrúin. „Ef allar stúlkur gerðu eins og þér myndi mannkynið deyja út.“ „Nei,“ svaraði ungfrúin. Götupredikari í Ameríku boðaði dómsdag og lýsti þeim hörmungum sem biðu þeirra er ekki létu frelsast: „Þá verður grátur og gnístran tanna.“ “En hvað með okkur sem tannlaus erum?“ spurði kerling í áheyrendahópnum. „Séð verður fyrir tönnum!“ Amerískur blaðamaður sótti Island heim um 1930. Þá voru átök mafíuhópa um ólöglega áfengissölu í algleym- ingi í Bandaríkjunum og manndráp daglegt fréttaefni þar. A Islandi var minna um glæpi og aðeins einn maður sat inni fyrir manndráp. Þetta þóttu blaðamanninum nokkur tíóindi og hann fór í leigubíl austur á Litla-Hraun, þar sem hann hugðist taka viðtal við morðingjann. Þangað kominn bar hann upp erindið við yfirfangavörð en fékk þau svör að maðurinn, sem um var spurt, væri einhverra erinda á Stokkseyri eða Eyrarbakka. „Hvað er að heyra! “Hvað er að heyra!“ kallaði blaðamað- urinn, „Látið þér dæmdan morðingja ganga lausan?“ „Það er öllu óhætt,“ svaraði tukthússtjórinn. „Hann veit að ef hann er ekki kominn fyrir klukkan ellefu, þá læsi ég.“ Sum orð eru býsna lík í skyldum málum en merkingin er ólík, sem stundum veldur misskilningi. Orðið „rolig“ hefur sömu merkingu i dönsku og norsku og „rólegur“ í íslensku. Á sænsku táknar rolig hins vegar skemmtilegur. Svíi sem kom til Kaupmannahafnar og hugðist skemmta sér ærlega, sté upp í leigubíl og bað bílstjórann að aka sér þangað sem fjörið væri: „Ta mig till ett roligt stálle.“ Bílstjórinn ók með hann í næsta kirkjugarð. „To become“ táknar á ensku að verða. Keimlík sögn í þýsku og eflaust af sama uppruna, „zu bekommen“ stendur hins vegar fyrir fyrir að fá eða öðlast. Þjóðverji settist inn á veitingahús á Englandi og bað um ostru. Þegar hann fór að lengja eftir réttinum kallaði hann á þjóninn og hugðist reka á eftir pöntuninni: „Waiter! When shall I become an oyster?“ Þjónninn lét í ljós þá von sína að þau örlög biðu ekki vió- skiptavinarins: „Never, Sir. Never, I hope so.“ 34 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.