Heima er bezt


Heima er bezt - 02.01.2007, Blaðsíða 31

Heima er bezt - 02.01.2007, Blaðsíða 31
Eyvindarhola. Felustaður sunnan við rústina á Hveravöllum. og er þar engin hleðsla ofan á honum nema nyrst. Norður af þessu húsi er annað hús minna, um 2 metrar á lengd og einn metri á breidd. Vegghæð sést ógreini- lega því inni í tóttinni er þykkt jarðlag. Er þar mikið grjót og virðist helluþak liggja undir jarðveginum. Stærri tótt- in er einnig vallgróin, en ekki sjást neinar leifar af þaki. I rústum þessum fannst tágakarfa 1881 og er hún nú á Byggðasafni Skagfirðinga í Glaumbæ. En löngu áður en þessi karfa fannst, var það almælt, að Eyvindur væri snillingur að ríða tágakörfur, og er önnur karfa sem honum er eignuð, á Þjóðminjasafn- inu í Reykjavík.“ Greinarhöfundur situr í Eyvind- arrústinni á Hveravöllum. „Rétt austan við Eyvindarkofa er Eyvindarhver. Hann lítur nú út eins og hringur hlaðinn úr hnullungum. Inni í honum er grjótbotn. Þennan hver á Fjalla-Eyvindur að hafa hlaðið upp til þess að geta soðið þar mat sinn„ Ólafur Briem Útilegumenn og auðar tóttir 2. útg. 1983. Englendingurinn Henderson kom á Hveravelli 1815 og ritar: „Norðan við hverasvæðið sjást ennþá leifar af bæli ræningja, sem bjuggu þar fyrir minna en 30 árum. Það er sjálf- gerð gjá i hraunhól, sem er svo haglega byrgð með hraungrjóti að enginn gat ímyndað sér annað en þar væri venju- legur hellir í hrauninu.,, Reykjavatn við Hallmundarhraun Samtímis dvalar á Hveravöllum hefur hann haft öryggisaðsetur við Reykja- vatn á Amarvatnsheiði, sem er við norð- urjaðar Hallmundarhrauns og Eiríksjök- uls. Við Reykjavatn eru tvær hleðslur, önnur við hellisskúta en hin í hraun- holu. Holan og hellirinn eru í hrauninu sunnan við Reykjavatn, um 200-300 m sunnan við lindir sem renna í vatnið. Mun Eyvindur hafa dvalist þar í tíð sr. Snorra á Húsafelli, sem hafi fundið hann og vísað honum brott. Hleðslur Eyvindar eru haganlega gerð- ar og hafa lokað hellinum fyrir utan smugu til að komast um. Hraunholan nefnist Eyvindarhola. Hlaðinn er hrauns- töpull úr botni holunnar upp í opið og mátti loka því með einni hraunhellu og var hún þá ömggt fylgsni. Nokkuð er hrunið ofan af stöplinum og því ekki hægt lengur að loka henni með hellu. Útileguþjófur, Jón Frans að nafni, hafðist við í hellisskútanum 1814 og var handsamaður þar. Nefnist hellirinn síðan Franshellir. Eyvindarkeraldið Sögn er til um að Fjalla-Eyvindur hafi komið að Húsafelli, en sr. Snorri hafi verið að heiman. Vetur var og sat fólk við vökuvinnu. Hildur spyr gest hvort hann sé hagur og ef svo sé skuli hann smíða upphleypikerald (þ.e. stafaílát) fyrir hana. Það vildi hann reyna og í vökulok skilaði hann keraldinu full- gerðu. Að morgni fór gestur leiðar sinn- ar. Þegar sr. Snorri kom heim sá hann keraldið og lét svo um mælt að þetta hefði enginn annar en Fjalla-Eyvind- | ur smíðað. Var það orð að sönnu Var Úr Eyvindarveri. Þar höfðust þau við Fjalla-Eyvindur og Halla um 1770. Arið 1772 voru þau tekin höndum við lnnra-Hreysi ogfœrð til byggða. Ljósm.: Páll Jónsson, Arbók F.í. 1967. Heima er bezt 31

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.