Heima er bezt


Heima er bezt - 02.01.2007, Blaðsíða 7

Heima er bezt - 02.01.2007, Blaðsíða 7
Elín Arnadóttir ogjjölskylda: Frá vinstri: EUn, Katrín Rúnarsdóttir, Rúnar Jónsson, og Svana Osk Rúnarsdótt- ir. Framan við er Stefán Fannar Rúnarsson. Anna Sólveig og fjölskylda: Frá vinstri:Magnús Ivar Steinarsson, Steinar Magnússon, Rósa Sólveig Steinars- dóttir, Anna Sólveig með Aríönnu. dóttir og faðir hennar Jón Stefánsson, Stefánssonar Jónssonar, bónda í Garðshomi á Höfðaströnd, fæddur 1809. Frá bernskuárum Við vorum 7 systkinin er upp komust. Einn drengur dó koma- bam. Elstur var Halldór, þá Kristín, Jónas, Egill, Gísli, Ami og Helga yngst. Eg ólst því upp í stórum og glöðum systkin- ahópi. Auk þess voru hér ömmur okkar, Anna og Helga og oft böm í sveit. Við bjuggum í torf-timburbæ. Bærinn stóð nokkuð hátt í brekku, ca. 800 metra frá veginum. 1950 var flutt í nýtt steinhús er stend- ur snertispöl ofan þjóðvegar 1. Voru það mikil umskipti að þurfa ekki að flytja allt upp á brekkuna. Þá var gamli tíminn, orfíð og hrífan. Þó var komin hestasláttuvél er ég man fyrst eftir mér. Foreldrar minir keyptu Uppsali 1925. Þá var túnið að mestu kargaþýfi. I kringum 1930 eignaðist búnaðarfélag hreppsins dráttarvél er fór um og braut land til ræktunar. Þá var einnig vinnu- flokkur á vegum félagsins er fór á milli bæja og gróf framræsluskurði, en hér var land fremur blautt, mikið framsig undan brekkunum. Túnið stækkaði því jafnt og þétt svo að sláttuvélin naut sín betur og betur. Seinna kontu svo rakstrar- og snúningsvélar fýrir hesta. Hestaflið var notað ffam að 1958 er fyrsta dráttarvélin kom. Sumum eldri bændum fannst ekki skynsamlegt að slétta svona úr þúfunum, yfirborðið minnkaði svo mikið. Það má segja að allt væri í nokkuð föstum skorðum fram yfir seinni heimsstyrjöld, en þá hélt vélaöldin innreið sína. Tæknin kom með Kananum. Þá varð bylting í sveitunum sem ekki sér fyrir endann á. Ég hefi náð í skottið á gamla tímanum Sólveig Arnadóttir á þeim árum þegar þau Arni kynntust í Lattga- skóla. Fjölskyldumynd tekin 1968: Frá vinstri: Árni, Eyþór, Elín (aftan við), Anna Sólveig (framan við), Drífa og Sólveig Arnadóttir. Eyþór Arnason ogfjölskylda: Frá vinstri: Arni Gunnar Eyþórsson, Ragnheiður Vala Eyþórsdóttir og Sigríður Gunnarsdóttir. Framan við er Eyþór með Sólveigu Vöku Eyþórsdóttur. Heima er bezt 7

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.