Heima er bezt


Heima er bezt - 02.01.2007, Blaðsíða 32

Heima er bezt - 02.01.2007, Blaðsíða 32
Undir Arnarfelli. Horn Múlajökuls til vinstri. Ljósm.: Páll Jónsson, ArbókF.l. 1967. upp gerð og tyrfð, gærurnar skaraðar sem helluþak. “ Síðan lýsir hann búsáhöldum en fatnað telur hann upp, „2 pör karlmannsskór af nýju hrossskinni, 1 par kvenskór og I par ditto minni til 10-11 vetra gamals ungmennis af sauðskinni, kvenmanns svuntu, bams nærskyrtu ræfill af ein- skeftu, rauðir kven- og aðrir barns-sokka ræflar. Utanhúss var þar viðarköstur af rifhrísi, fullkomnlega á 30 hesta, í honum sauðakjöt, föll af 73 1/3 sauð tals, ganglimir af folaldi, sauðamör nóg klif á 4 hesta, ristlar á einn hest. Sauðahöfuð vom þar hjá í bunka, 75, flest af gömlum sauðum, nokkur af tvævetmm og þrevetrum, á hverjum mörk- in þekktust. Engan mann urðu leitarmenn varir, því fóm þeir að leita spor hjá híbýlum þess- um og fúndu þeir 5 hesta og tveggja manna ný spor upp á Arnarfellsjökul, hver þeir röktu upp á hájökul og svo vestur eftir honum svo lengi sem dagur hrökk. Fjúkmaldur og þoku fengu þeir á jöklinum. Sném þeir svo til baka eftir sólarlag til hýbýla þjófanna. Þó hafa þeir með sér tekið það nauðsyn- legasta, svo sem tjald, verkfæri, reið- tygi, pottinn og gæmr nokkrar, ítem langan staf með broddi neðan í, sem af hestinum hafði dregist í snjónum, þar þeir fóru. Eigendur að sauðahöfðunum skiptu með sér slátrinu. Bækur, smjör og skinnstakk ofl. fluttu þeir með sér. Hitt annað msl fúið og fánýtt brenndu þeir upp með hreysinu og kofanum, sem þeir umtumuðu og um veltu.,, ritar Brynjólfur sýslumaður. Hvergi nefnir hann Eyvind og Höllu á nafn, en allir vom þess fullvissir að þar hefðu þau verið á ferð. Þaðan em þau hrakin úr haglega gerðum kofa. Þetta hefur verið mann- margt heimili, sennilega er það Guð- rún dóttir þeirra sem verið hefur þama hjá þeim. Þau missa „aleiguna,,, allt brennt og eyðilagt og flýja þá til Vest- fjarða, sennileg viðkoma í Skipholti og á Hveravöllum. Ker smíðað af Fjalla- Eyvindi. Eyvindarhola við Reykj- arvatn, horft til suðurs. Eiríksjökull fjœr, horft beint á Stórajökul, Brœk- ur lengra til hœgri. Ljósm.: Heiðalönd og jjöll norðan Hvítár. þetta upphleypikerald síðan kennt við Eyvind. Keraldið er 27 cm á hæð nema tveir gagnstæðir stafír með eyrum em hærri, þvermál þess er 33 cm við botn en dregst upp eftir, með einni trégjörð efst en tveimur járngjörðum yngri, neðar. Gefið Þjóðminjasafninu 1953. Nr.: Þjms 15.300 Arnarfellsmúli undir Hofsjökli Arið 1762 vom þau búin að byggja sér kofa vestan til við Amarfellsmúla sunnan undir Hofsjökli og vora þar búsett þegar aðför var gerð að þeim í okt 1762. Brynjólfur Sigurðsson sýslumaður Ámesinga lýsir þessari aðför þannig: „Anno 1762 þann Ita octobris fóru 33 karlmenn með 45 hesta frá Kall- bak í Ytrihrepp upp á jjöll að leita að mönnum, sem höfðu þar sést þann 7. septembris. Þan 3ja fundust tjaldstaðir þjófanna og seinast þeirra híbýli vestan til við Arnarfell undir jöklinum. Þar var grafinn innan stór hóll, fallega hlaðnir kampar að dyrum og hrísflaki í þeim. Fyrir innan kampana var hús þvert um, tveggja faðma langt, en vel faðms breitt, grafið með páli og rekum. Innar afþverhúsinu lágu nær 2ja faðma löng göng upp hólinn í kringlótt eldhús, sem var 20 fet í kring. I eldhúsinu voru lítil hlóð. Uppi yfir þeim héngu 2 lunda- baggar og magáll af sauðum. Húsin voru af viðarflökum og sauðargœrum 32 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.