Heima er bezt - 02.01.2007, Síða 38
Hjörtur taldi sig oft vera Húnvetning, en þar dvaldi hann
um skeið. Hann man vel húnvetnska vorið og kveður:
Þegar vorið vœngjablátt
um ver og dali streymir,
horfins tíma hófaslátt
Húnvetninginn dreymir.
Um Laxárdal í Húnaþingi yrkir Hjörtur nokkur erindi.
Get ég ekki stillt mig um að tilfæra nokkur þeirra:
Gróðurmáttur guðs og jarðar
grasi prýða fornan val.
Tíminn hefur gleymsku grafið
gamla sögn úr Laxárdal.
Hvert sinn, þegar leið mín liggur
Laxárdals um forna slóð,
harmi þrungin sorgarsaga
seytlar gegnum merg og blóð.
Hér var áður elskað, lifað,
óskað, vonað, guði treyst,
vakað yfir vorsins gróðri,
von á dalsins gœði reist.
Síðan víkur skáldið að grimmum örlögum, er afskekktur
sveitabær í dalnum verður fyrir, þegar brestur á blindhríð.
Konan er ein heima, en bóndinn í innkaupaferð fyrir jólin.
Hún hyggst bjarga fénu í hús undan veðrinu, en verður sjálf
úti. Heyrði ég sem bam sagt frá þessu. Skáldið segir þannig
frá þessum þungu örlögum:
Bóndi heiman býst til ferða,
björg til vetrar sækja skal.
Þorri dauðans köldu krumlur
kreppti yfir Laxárdal.
Meðan sauðir kjarrið krafsa,
konan sýslar inni við.
Hurðum skellir bóndans bölvan,
brjáluð hríðin, óttans svið.
Konan hleypur, hyggst að bjarga
hjörð í öruggt stormahlé.
Ofsahríðin augun blindar,
óstætt veður, snjór í hné.
Þegar bóndinn nálgast bæinn úr kaupstaðarferðinni, finn-
ur hann konu sína helfrosna á hjaminu. Hún varð sem sagt
úti. Elsta fólk í Húnaþingi man þetta vel. En ljóðinu lýkur
á þessum erindum:
Rétt við bæinn bóndi finnur
bleikan, frosti krepptan ná.
Örvæntingin œgiþunga
yfir manninn lagðist þá.
Tunga bregst, en hjartað hrópar
harmi lostið, geims itmfrer:
Hvernig, góði, grimmi Drottinn,
gastu tekið allt frá mér?
Bóndinn ungi byrði þunga
bænum tóma flytur inn.
Lífs síns yndi og vonir vefur
vinarörmum - hinsta sinn.
Eg hefí valið nokkur erindi í þennan vísnaþátt eftir Hjört
Gíslason, skáld og rithöfund (1907- 1963). Bið ég fólk vel
að njóta.
Dægurljóð
Eins og fyrr leita ég til Islenskrar söngbókar um texta því
þar er óvenju fjölbreytt úrval ljóða um land og þjóð. Eg er
hins vegar hræddur um að þessi ágæta bók sé að rykfalla
á heimilum landsmanna. Mér finnst þess vegna þarft verk
að leita til þessarar bókar, til að viðhalda fomri arfleifð, ef
svo má segja. Athyglisvert er hversu mörg ljóð Steingrímur
Thorsteinsson orti og þýddi þama, þetta frábæra skáld og
söngvasvanur. Hann skildi eftir sig mikla arfleifð. Skáld-
in eru að vísu jafn dauðleg og aðrir menn, en lifa í ljóðum
sínum löngu eftir að lífsskeiðinu lýkur. I Skólaljóðunum
birtust ljóð eftir Steingrím, sem ég las og lærði.
Ég ætla að birta hér ljóð, sem Steingrímur þýddi og nefn-
ist „Sænsk þjóðvísa,,. Lagið er sænskt þjóðlag. Þetta er
ástarljóð, en um þessa innstu og dýpstu tilfínningu manns-
ins hefur margt verið ort að vonum. Hér kemur þá þetta
ágæta ljóð.
Sænsk þjóðvísa
Ein yngismeyjan gekk úti í skógi,
þar ungan sjómann hún hitti á leið.
,, Og hví er hún alein úti' að ganga,
fæst ástin hennar, efþess ég bið?„
„ Við þeirri bón er mér þungt að svara,
tilþess er stétt mín svo yfrið lág.
Sem ambátt má ég vístyður þjóna,
en aldrei lofast, nei, það er frá. „
Eg átti' einn vininn, sem fór burt frá mér,
í full sjö árin ég þráði hann.
Og lifii hann, þá á hann mitt hjarta,
En hafi' hann dáið, á guð hans sál.„
„Eg er sá vinur, sem fór burt frá þér,
í full sjö árin þér gleymdi' ég víst.
Kom, elskan fögur, í arma mína;
ég er sá vinur, já, það er víst.„
Astarsaga, sem fór vel, ekki satt? Viljum við ekki öll,
að svo fari?
Hér fer á eftir skemmtilegt ljóð, sem ég þýddi úr dönsku
fyrir rúmum þremur áratugum, og nefnist á frummálinu
„ABC-visen,„ en „Stafrófs vísan,, í minni þýðingu. Þama
er mannsævin í hnotskum, frá fæðingu til andláts.
38 Heimaerbezt