Heima er bezt - 02.01.2007, Blaðsíða 18
Félagsheimilið Fjarðarborg, sjávarmegin. Það var himimegin sem gluggarnir fóru í
mask. Skólastjórabústaðurinn Þórshamar í baksýn.
eftir þessa hremmingu. Skólahald
féll að sjálfsögðu niður fram yfir
næstu helgi.
Ég hafði samkennara, sem ég
bjóst við, að ganga mundi í það
með mér að laga til eftir það,
sem óveðrið skildi eftir sig, en
hann var ekki sjáanlegur. Onei!
Svo bregðast krosstré sem önnur.
Ræstingakona skólans, svo og
önnur, lét það hins vegar ekki
henda sig, og lögðu þær mér
drjúgt lið. Vil ég, að nöfn þess-
ara kvenna komi hér fram, þó
seint sé. Ræstingakona skólans,
Sesselja Einarsdóttir, Sólgarði,
og Björg Aðalsteinsdóttir, Sæt-
úni, systir Björns framkvæmda-
stjóra, voru betri en engar. Þær
er vert að muna. Hvert gott verk
ber launin í sjálfu sér. Þeir, sem
ekkert leggja fram, þegar í nauðir
rekur, mega gleymast.
Um Dyrijallaveður hefur víst
eitthvað verið ort. Ég hefi fundið
ljóð, sem innfæddur Borgfirðing-
ur, Sigurður Oskar Pálsson hefur
ort, og nefnist „Svífur yfir Dyrfjöllum,,, undir lagboðanunt
„Svífur yftr Esjunni,,. Er það besta lýsing, sem um getur á
þessu fyrirbrigði náttúrunnar. Og hefst nú kvæðið, sem birt
er með leyfi skáldsins, sem núna býr á Akureyri.
Svífur yfir Dyrfjöllum
Svífuryfir Dyrfjöllum drungalegt ský.
Dúnalogn er ennþá, en senn kemur vestan rok.
Veðurstofuspekingar spáð hafa þvl;
spurnaraugum gjóum við suðvestrið í.
Binda fasta traktora bœndur inni á Sveit,
bátum tylla sjómenn á Kaupfélagsins reit.
Aka nú úr vestri til austurs svartir skýjabólstrar.
Ekkert er verra en vestan - suðvestan rok.
Fyrsta þotan strýkur um strendur og fjöll.
Það stendur varla lengi, uns allt fer í háaloft.
Barómetið fellur heil ósköpin öll.
Alls staðar er verið með bjástur og köll.
„Flýttu þér nú, kona, og hýstu hænurnar,
hlerana ég læt Jýrir gluggarúðurnar,,
Æða nú úr vestri til austurs dökkir skýjabólstrar.
Ekkert er verra en vestan - suðvestan rok.
lnnan stundar skellur á rjúkandi rok,
það ryður grjóti og möl yfir þökin á húsunum.
Fjörðinn allan skefur og skýjanna fok
skelfast menn og tala um heims-endalok.
Sótbölvandi hýsa nú bœndur flest sitt fé,
flýja inn í bæinn og skella hurðinne.
„Ég hélt ég myndi bara ekki hafa mig hér inn í dyrnar.
Horngrýtis veðurlag er þetta vestanrok,,.
Vestanrokið komið í algleyming er.
Osköp er að vita, hvað brakar í húsinu.
Nú er ég svo hræddur, að hriktir í mér.
Eg heyri, hvernig tennurnar glamra íþér.
Svo hringi ég á bœi og glögg því geri skil,
að geysilegri bylja ég muni aldrei til.
„Halló, halló, heyrðu mig? Hefur annars nokkuð fokið?
Horngrýtis veðurlag er þetta vestanrok.,,
Það er gaman að geta boðið ykkur, lesendur góðir, slíkt
ágætis kvæði sem þetta. Það lýsir alveg ágætlega þessu
veðri, sem dregur oft nafn sitt af Dyrfjöllum, enda þótt það
sé lengra að komið. Sigurður O. Pálsson var skólastjóri á
Borgarfirði eysta og á Eiðum, en dvelur nú, ásamt konu
sinni, Jónbjörgu Eyjólfsdóttur, á Akureyri. Hún er og vel
skáldmælt.
Sigurður er kunnur lesendum Heima er best vegna greina-
skrifa þar.
Minningar eru oft betur geymdar en gleymdar.
18 Heima er bezt