Heima er bezt - 02.01.2007, Qupperneq 35
Gamla höllin á Sikiley.
Ljúfar stundir
Tónlist er sterkur þáttur í lífsnautn minni. Mikið var sung-
ið í kringum mig í bemsku og ég hafði sjálf gaman af að
syngja strax sem krakki. Ríkisútvarpið (nú Rás 1) hefur
veitt mér margar ógleymanlegar stundir með hljómlist og
þar hlaut ég að mestu leyti mitt tónlistamppeldi.
Eg hef sungið í kórum samfleytt í 40 ár, 30 ár í Söng-
sveitinni Fílharmóníu og 10 síðastliðin ár með Senjórítum
Kvennakórs Reykjavíkur.
Þvílíkt ævintýri að fá að taka þátt í að flytja mörg mik-
ilfenglegustu tónverk þessa heims, ekki síst undir stjórn
Róberts A. Ottóssonar. Níundu sinfóníu og Missa Solemnis
eftir Beethoven, Þýskri sálumessu eftir Brahms, Requiem
Verdis og Messías eftir Handel og mörgu fleira. Ekki var
síður skemmtilegt að taka þátt í konsertflutningi ýmissa
ópera eftir lát Róberts. Fá að hlusta á og sjá ýmsa ágæta
útlenda söngvara þó ekki sé ég að gera lítið úr okkar ágætu
íslensku óperusöngvurum.
Mér em ákaflega minnisstæðir söngvaramir sem sungu aða-
hlutverkin í Luciu di Lammermoor eftir Donizetti en það voru
mexíkanski tenórinn Yordi Ramiro og unga söngkonan Denia
Mazzola, þá aðeins 28 ára. Eg álít að söngur þeirra hafi verið á
heimsmælikvarða. Þama kom líka Kristinn Sigmundsson
fram í einu sínu stærsta hlutverki til þessa og gerði því
afskaplega góð skil.
Yordi Ramiro er þekktur söngvari, einkum fyrir túlkun
sína á Pinkerton, sem fór svo illa með Madame Butterfly
í samnefndri óperu. Denia Mazzola giftist sér miklu eldri
manni, Gianandrea Gavazzeni forstjóra Scala ópemnnar.
Það síðasta sem ég las um hana var að hún átti í erfðadeil-
um við syni eiginmannsins að honum látnum.
Sú ópera sem mér þótti einna mest vert að taka þátt í
var Ótelló eftir Verdi. Mér er ákaflega minnisstætt á allra
fyrstu samæfíngu þegar karlarnir hófu upp raust sína og
sungu „Una vela!“ (seglskip). Eg var skyndilega komin inn
í ævintýrið og stóð á ströndinni með fólksfjöldanum sem
beið komu Ótellós og tók þátt í drykkjusöng hins undirförla
Jagos, sem Guðmundur okkar Jónsson túlkaði með sinni
djúpu, fögru baritónrödd. Og ekki var síðra að syngja með
kvennakórnum og bamakór, hinn fagra blómasöng til að
fagna Desdemónu.
Við hjónin eignuðumst fljótlega vínilplötu með þessari
ópem og nú var spilað og spilað. Ekki síst hrifumst við af
Heimaerbezt 35