Flug : tímarit um flugmál - 01.08.1949, Side 7

Flug : tímarit um flugmál - 01.08.1949, Side 7
BJÖRN PÁLSSON: 9 Hríngflug um Island fyrír tíu áriuni. EGAR ég sest niður til að rifja upp gamla flug- ferðaminningu um þá ferð, sem mér er minnis- stæðust af öllum þeim ferðurn, sem ég hefi farið, þá get ég þó ekki varizt þeirri hugsun, að nú á þess- um tímum flugsins, er þetta ósköp hversdagslegt, að fara í flugferð í kringum landið, og þessi flugferð, sem ég ætla nú að segja ykkur frá, er aðeins merkileg að einu leyti, en það er af því, að hún er fyrsta flug- ferðin, sem flogin er af einkaflugmanni kringum landið. Flugvélin, sem ég flaug, var ensk tveggja sæta af gerðinni Blue Bird með 90—100 hestafla hreyfli. Ein- kennisstafir hennar hér á landi voru TF-LÓA. Þá var til hér á landi aðeins ein önnur vél, en engir flugvellir, nema af náttúrunnar hendi, og engin flug- þjónusta. En einmitt þá á þessum tíma voru starf- andi hér að íslenzkum flugmálum margir farsælir áhuga- og athafnamenn með Agnar Kofoed-Hansen í brjósti fylkingar. Þessir menn hafa borið gæfu til að sjá þessi áhugamál sín rætast, enda hafa þeir sjálfir gert þau að þeim veruleika, sem þau nú eru. Flugáætlun fyrir þessa ferð var ekki önnur gerð en að ég sagði nánustu skyldmennum frá því, að ég ætlaði að skreppa í flugferð kringum landið. Farþegi í þessari ferð var kona mín, Sveina Sveins- dóttir. Ferðinni var fyrst og fremst heitið austur að Am- hólsstöðum í Skriðdal í Suður-Múlasýslu að heim- sækja foreldra mína, sem þar bjuggu, einnig til Fá- skrúðsfjarðar, en þar bjó Þómnn systir Sveinu, gift Birni Stefánssyni kaupfélagsstjóra þar. Þegar ég lagði upp í þessa ferð, hafði ég flogið röskar 40 klukkustundir. í vélflugu og fengið bráða- birgða einkaflugskírteini nr. 1. Hafði ég lært flug hjá A. K.-H., Sigurði Jónssyni og Birni Eiríkssyni. Ég hafði einnig C-próf á svifflugu. Laust eftir hádegi miðvikudaginn 9. ágúst datt mér í hug að nú skyldi ég láta verða úr því að fara þessa ferð, og fór þá strax að undirbúa ferðalagið. Við Sveina vorum tilbúin, og eftir að hafa athugað vélina eftir minni þekkingu, fannst mér hún vera fær í flestan sjó. Ég er þó ekki viss um að loftferðaeftirlitið í Reykja- vík í ágúst 1949 myndi hafa gefið vélinni lofthæfnis- skírteini. Það hafði t. d. enginn flugvélavirki litið á vélina í tvö til þrjú ár, og svo hafði komið óhapp fyrir skrúfuna, sem var á henni. Það brotnaði einu sinni í lendingu 3 til 4 tommur af öðrum endanum á henni, en ég fékk bráðflinkann smið, Hjalta Jóna- tansson, til að skefta skrúfuna, og gerði hann það með slíkum ágætum, að engan mun var hægt að finna á henni eftir viðgerðina. Eftir að ég hafði hringt á Veðurstofuna og fengið þær upplýsingar, að veður væri gott norðan lands, ákvað ég að fljúga þá leiðina austur. í þá daga var ekki til neinn flugvöllur í Reykja- vík, en við gátum notazt við túnblett í Vatnsmýr- inni, þegar vélin var létthlaðin, en í þessu tilfelli var hún það ekki. Ég fékk þess vegna Kjartan Guð- brandsson til að fljúga vélinni upp á Sandskeið, en þar voru bærilegar aðstæður til að hefja flug. Við Sveina fómm í bíl þangað upp eftir, og þar tók ég við vélinni. Klukkan 4,20 e. h. miðvikudaginn 9. ágúst 1939 FLUG - 5

x

Flug : tímarit um flugmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.