Flug : tímarit um flugmál - 01.08.1949, Qupperneq 9

Flug : tímarit um flugmál - 01.08.1949, Qupperneq 9
og búin að teygja sig langt norður fyrir þá leið, sem styðst var fyrir mig að fljúga. Ég mátti því til að fljúga í lítilli hæð austur yfir Möðrudalsfjallgarð og flaug ég þá sömu leið og vegurinn liggur. Skyggni var sæmilegt, en skýjahæð lítil. Þegar austur á Jökul- dal kom, flaug ég beint yfir dalinn og áfrarn yfir Fljótsdalsheiði og Fljótsdalinn yfir Hallormsstaðaliáls, en þegar þangað var komið, sá ofan í Skriðdalinn, en nú virtist þokan og myrkrið hrúgast alls staðar að, svo að ég mátti hafa hraðan á að sjá mér út stað til að lenda á, og ákvað ég að lenda á gömlum, hálfgrónum sandeyrum fyrir neðan bæinn á Arnhóls- stöðum, en þar sem ég hafði lítið getað skoðað stað- inn vegna myrkurs, áður en ég lenti, tók ég það ráð, eftir að vélin var farin að renna eftir jörðinni, að beygja hana strax og ferðin gerði það fært, lítið eitt til vinstri, þannig að ég sæi, þar sem ég sat vinstra megin í vélinni, að hjólin færu ekki ofan í neinar ójöfnur. Þetta kom sér vel, því að þegar ég var kom- inn út úr vélinni og fór að litast um, sá ég, að ör- fáum metrum hægra megin við vélina hafði ég farið fram hjá djúpum holum, sem engar líkur eru til að vélin hefði sloppið óskemmd yfir og ferðin á vél- inni tekið þar enda. En lánið var með mér þá, eins og oftar, og þakklátur var ég forsjóninni fyrir að hafa sloppið þarna án þess að óhapp henti mig. Ferðin þangað hafði tekið 2 tíma og 10 mínútur frá Akur- eyri. En nú vorum við komin heim til foreldra minna og allt hafði gengið að óskum. Um dvöl mína þar mun ég ekki skrifa annað en það, sem við kemur fluginu. Fimmtudaginn 10. ágúst var ég um kyrrt, að öðru leyti en því, að ég rnerkti nú stað, sem var öruggur til flugtaks og lendinga, og flaug þaðan smá- flug með allt heimafólkið á Arnhólsstöðum. Föstudaginn 11. ágúst laust eftir hádegi lögðum við á stað til Fáskrúðsfjarðar. Þarna inni í dölunum var lítil skýjahæð og norðaustan ca. 4 vindstig. Vegna þokunnar varð ég að fljúga eftir þröngum dölum fyrst til Reyðarfjarðar og heitir sú leið Þórdalsheiði. Inn Þórudalinn var nokkuð ókyrrt og niðurstreymi, svo að erfitt var að láta vélina hækka sig, og þegar inn að Þórdalsheiði kom, var ég ekki kominn í nógu mikla hæð til að fljúga yfir heiðina, en nú kom sér Við Eystra-Horn. FLUG - 7

x

Flug : tímarit um flugmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.