Flug : tímarit um flugmál - 01.08.1949, Qupperneq 13
Seinna A-prófinu lauk unr mánaðamótin júní—
júlí, og stóðust 7 nemendur prófið, en nokkrir hættu
vegna fjarveru úr bænum.
Kennaralið „skólans“ voru hinir sömu og á hinu
fyrsta námskeiði loftferðaeftirlitsins, nema Eiríkur
Loftsson, en hann gat ekki sinnt kennslunni vegna
anna, en í hans stað kenndu þeir Bnnjúlfur Thor-
valdsen og Björn Guðmundsson, flugmenn, en þeir
hafa báðir hlotið „and Class Air Navigators Licence"
í Bretlandi.
Þegar litið er yfir farinn veg, og hugsað til baka,
þá verður að telja að vel hafi skipazt með þessi mál,
þótt ung séu. Margt hefði þó mátt fara betur, en
þegar tekið er tillit til þess, að okkur skortir enn
algjörlega kennslubækur á íslenzku, má segja, að bet-
ur hafi tekizt en á horfðist.
Loftferðaeftirlitið sá urn innkaup á kennslubókum
á ensku í „Air Navigation“ og „A short Course in
Elementary Meterology", en í öllum hinum náms-
greinunum, flugeðlisfræði, nrótorfræði og flugum-
ferðarreglum voru engar kennslubækur, og urðu nem-
endur að skrifa allt upp eftir kennurunum, sem var
geysimikið verk fyrir kennara og nemendur, en sunrt
af því, sem nenrendur hafa í fórum sínunr eftir
nánrskeiðin, mætti vafalaust nota við samningu
kennslubóka á íslenzku í þessunr fræðum. Enn verð-
ur þó að gera ráð fyrir að notast verði við erlendar
bækur, og hefir loftferðaeftirlitið fullan hug á að afla
þeirra. Bækur þessar verða að líkindum allar á ensku,
og verður því nauðsynlegt að tilvonandi nenrendur
séu vel að sér í því máli.
Það er rétt að geta þess hér, að kröfur þær, sem
gerðar eru til nánrs í bóklegunr fræðunr, a. m. k. fyrir
einkaflugnrenn, hér á landi eru snöggt um meiri en
t. d. í Bandaríkjununr. Hefir þar ráðið mestu að hin
óblíðu veðurskilyrði, fáir flugvellir og lítil aðstoð 4
þeinr, gera það nauðsynlegt, að flugnrenn hér heima
séu færir um að bjarga sér sjálfir eftir að búið er að
gefa þeim „grænt ljós“ á brautarendanum í Reykja-
vík.
Hvað atvinnuflugmönnum viðkenrur, senr lokið
hafa prófi hér heima, virðist svo senr flugfélögin beri
fyllsta traust til námskeiða og flugprófanna hér, en
tveir þessara atvinnuflugmanna eru nú fastráðnir
starfsnrenn hjá einu flugfélaganna, og aðrir tveir hafa
í sumar starfað hjá öðru félagi, til reynslu.
Að endingu ber að þakka öllum þeim, er hafa
lagt lið sitt þessu máli, á einn eða annan hátt, sér-
staklega kennurunr, sem hafa lagt nrikið á sig við
kennsluna, og einnig ber að þakka rektor mennta-
skólans fyrir að hafa lánað kennslustofur s.l. vetur,
en lrúsakostur á Reykjavíkurflugvellinum var al-
deilis ónógur og hefði torveldað mjög árangur nám-
skeiðanna.
Nemendur og kennarar Flugskólans, svo og flugmálastjóri, flugvallastjóri o. fl.
FLUG - 11