Flug : tímarit um flugmál - 01.08.1949, Síða 19

Flug : tímarit um flugmál - 01.08.1949, Síða 19
vélaflökum og öðrum hlutum, sem hrúgað er inn í flugskýli og valda óþrifnaði og eldhættu, fyrir nú utan rúmið, sem slíkt tekur í skýlunum. Slíkir „flugvéla-kirkjugarðar" eiga heldur ekki rétt á sér neins staðar innan flugvallarins. Þeir bera vott um óþrifnað og eru auk þess sízt af öllu fallnir til að örfa fólk til að fljúga. Hvað snertir hæfni og kunnáttu íslenzkra flugvirkja, er það að segja, að þeir eru misjafnir, eins og gefur að skilja. Sum verk þeirra eru vel unnin og önnur miður. Þó hefi ég séð margt óvenju vel gert, sem bendir til hæfni og kunnáttu. T. d. er ég mjög hrifinn af öryggisútbúnaði þeim, sem íslenzkir flugvirkjar hafa fundið upp og smíðað sjálfir fyrir hjólaútbún- aðinn á Catalína flugbátum, sem gerir það að verk- um, að hægt er að setja hjólin upp eða niður, eftir því sem á stendur, þótt aflvökvakerfi vélarinnar bili. í því felst mikið öryggi. „Annars finnst mér, að íslendingar gætu að skað- lausu verið dálítið kröfuharðari við sjálfa sig í flug- málum, þau eru þess eðlis, að þar má hvergi slaka til á neinu, ef vel á að fara. Með þessu á ég ekki við að menn starfandi við flugmál hér séu yfirleitt kærulausir í starfi, en varfærni og forsjálni eru dyggð- ir, sem alls staðar eiga við, ekki sízt í flugmálum. Og það, sem hægt er að gera og á að gera í dag, ætti ekki að geymast þar til á morgun.“ Þannig fórust Mr. Wall orð, og víst er um það, að hann hefir lög að mæla. Sá er vinur, er til vamms segir, og þar sem Mr. Wall hefir einmitt gert sér far um að kynnast þessum málum okkar vel í gegn- um starf sitt, ber okkur skylda til að veita ummælum lians fulla eftirtekt, og því fremur, sem hann hefir starfað að sömu málum í öðrum löndum og á því hægt um samanburðinn. Öllum, sem með Mr. Wall starfa, ber saman um, að betri mann hefðum við vart getað fengið okkur til leiðbeiningar í flugmálum okkar. Hann er áhuga- samur, ósérhlífinn og duglegur, svo af ber, að ekki sé minnst á prúðmannlega framkomu hans, sem við mættum einnig tileinka okkur. FLUG vill nota tækifærið, þótt seint sé, og bjóða Mr. Wall velkominn til starfs með okkur og óskar honum góðs gengis í framtíðinni. /. R HANN VISSI Þ A Ð ! ! Stúlka, sem vinnur við brezka sendiráðið hér í Reykjavik, sagði eftirfarandi sögu: Fyrir þrem árum fór ég í nrína fyrstu flugferð og var ferð- inni heitið frá Stokkhólmi til London. Þegar ég steig um borð í fluguna, var myrkur úti, en um borð var bjart og hlýtt. Ég hefði lrelzt viljað fá sæti við glugga, því að ég var forvitin að sjá, hvernig jörðin liti út úr lofti. Þó að dimmt væri, var alltaf hægt að horfa á ljósadýrð borganna. En öll sæti við glugga voru upptekin, svo að ég varð að láta mér nægja að setjast framarlega í klefanum, við hliðina á miðaldra manni. Skjótlega heyrðist suð, síðan hvellur og annar mótorinn hrökk í gang. Hinn fvlgdi fljótt á eftir. Flugþernan kom og bauð okkur tyggigúmmí og hjálpaði okkur að spenna sætisbeltin. Ég veitti því eftirtekt, að maðurinn við hlið mér virtist þessu öllu vanur og var þegar búinn að festa um sig ólina og byrj- aður að lesa dagblað. Eftir ofurlitla stund byrjaði flugan að hreyfast og sá ég nokkur ljós þjóta framhjá glugganum, sem var næstur mér. Siðan var ekkert að sjá nema kolsvarta myrk- ur. En hvað mig langaði til að reka nefið í gluggann og reyna að sjá út — en það var ekki hægt þaðan, sem ég sat. Ég spvrnti ósjálfrátt í sætið fyrir framan mig, hélt fast í handar- bökin á stólnum mínum og beið átekta. Flugan hélt áfram að hossast ofurlítið, og maðurinn við hlið mér hélt áfram að lesa blað sitt, auðsjáanlega þaulvanur flugferðum. Eftir ofurlitla stund gat ég ekki stillt mig lengur, og snéri mér því að ferðafélaga mínum: „Afsakið," sagði ég, „en ég hefi aldrei flogið áður. Erum við komin í loftið ennþá“ Maðurinn brosti góðlátlega. „Nei, við erum að aka að flug- brautinni, en þaðan hefjum við flugið." „Nú — takk fyrir," sagði ég, og hálf skammaðist mín fyrir fávizkuna, en um leið losnaði ofurlítið um hald mitt á sætis- örmunum. Rétt í þessu staðnæmdist flugan, en eftir svolitla bið byrjaði hún að hreyfast aftur og ég sperrti mig um leið. Nú virtist hreyfingin vera jafnari en áður og gat ég ekki stillt mig um að spyrja manninn við hlið mér aftur, hvort við værum komin á loft. Ilann leit upp úr blaði sínu og sagði: „Nei, fröken, við erum enn á jörðunni. Ég skal segja vður, þegar við erum komin á loft. Ég hefi flogið svo oft, að ég er farinn að þekkja á þetta allt saman." Nú staðnæmdist flugan aftur og hófst mikill hávaði frá mótorunum og flugan öll lék á reiðiskjálfi. Var ég nú fullviss um að við værum komin í loftið, og gaut hornaugum til ferða- félagans, en hann hélt áfram að lesa blað sitt og sagði ekld neitt. Minnkaði nú hávaðinn ofurlítið og fann ég að flugan tók kipp, og var nú ekkert um að villast, að hún var farin að hreyfast áfram. Eftir augnablik leit maðurinn við hlið mér upp úr blaði sínu aftur. „Jæja, nú erum við komin á loft,“ sagði hann, um leið og hann stakk upp í sig tyggigúmmísplötu. Nú svona var það þá að berast á vængjum í gegnum loftið. Þetta var þá ekkert öðruvísi en þegar við vorum niðri á jörðu rétt áðan. Rétt í þessu opnuðust dymar fram í stjómklefann og ein- kennisklæddur maður kom út og hrópaði: „Því miður verður að fresta ferðinni svolitla stund, sökum smávegis bilunar" FLUG - 17

x

Flug : tímarit um flugmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.