Flug : tímarit um flugmál - 01.08.1949, Síða 20
SIR CHARLES KINGSFORD-SMITH:
FLUGSAGA MIN
ÞÝÐING: ÞORSTEINN JÓNSSON
II. KAPÍT'ULI.
Og nú kemur „Southern Cross“ til sögunnar.
„Southern Cross“ er vélfluga, sem flogið hefir verið
umhverfis jörðina, þar sem hún er mest að ummáli
— við Miðjarðarbaug. Hún hafði borið ástralskan
flugmann yfir Norður-íshafið áður en hún komst í
rnína eigu, og flutti mig og félaga mína yfir Kyrra-
hafið, vfir Ástralíu, yfir Atlantshaf, vfir Norður-
Ameríku, og mörgum sinnum yfir Tasmanshaf.
Það er því eðlilegt, að ég skuli vera stoltur af þess-
ari dásamlegu flugu, sem aldrei brást mér, þó að
einstöku sinnum muni ég ef til vill hafa ætlazt til
of rnikils af henni. Það var alveg sarna, hversu erfið
verkefni henni voru fengin, hún lauk þeim öllum.
Hún barðist við fárviðri, þokur, sandbylji, regn og
snjóhríðar. Hún var oft hlesst úr hófi fram; hún
var iðulega látin ganga til þrauta, og henni var flogið
yfir fjórar heimsálfur, þrjú úthöf og mörg smærri, en
hættusöm höf.
Flugmaðurinn er bundinn sömu tengslum við flugu
sína sem sjómaður við skip sitt og reiðmaður við
hest sinn.
Ást mín á „Southern Cross“, og aðdáun á teiknara
og smiði hennar, eykst stöðugt, þegar ég hugleiði allt,
sem hún hefir gert, og allar þær þrautir, sem hún
hefir staðizt.
Sagan af „Southern Cross“ hefst í raun og veru á
þeim degi (5. ágúst 1927), er við, ég og félagar mínir,
Charles Ulm og Keith Anderson, stigurn á land í San
Francisco. Við höfðum farið yfir til Bandaríkjanna
staðráðnir í að fljúga yfir Kyrrahafið frá Ameríku til
Ástralíu. Við stigum í land með aðeins óljósa hug-
mynd um það, hvernig þessari hugmynd ætti að koma
í framkvæmd. Við höfðum fengið nokkur loforð í
Ástralíu um fjárhagsaðstoð og ég hafði töluverða
reynslu í að fljúga alls konar flugum á Englandi,
í Ameríku og Ástralíu. En einbeittni okkar að leysa
flugið af hendi var okkar helzta og jafnvel einasta
eign, er við stigum fæti á ameríska grund.
Féleysi hefir verið þröskuldur á vegi allra braut-
ryðjenda. Shackleton og Amundsen áttu þráfaldlega
við það að stríða, og svo hefir verið um aðra þá, er
Suðurskauts-rannsóknir gerðu. Kólumbus, fvrstur og
frægastur hinna rniklu landkönnuða, varð að ganga í
gegnurn rnargt og rnikið áður en hann gæti fengið
áheyrn þeirra, er fjárráðin höfðu.
Við urðum fyrir vonbrigðum engu síður en fvrir-
rennarar okkar, og eftir að við komurn til Bandaríkj-
anna gekk ekki á öðru en þrotlausum töfum, sem
nær eingöngu stöfuðu af því, hve erfiðlega okkur gekk
að útvega fé til þess að geta keypt hentuga flugu og
annað það, er með þurfti.
\hð komum til San Francisco með skipinu Tahiti
5. ágúst 1927, en það var ekki fyrr en 31. maí —
níu mánuðum síðar — að við gátum loksins lagt af
stað í okkar fyrsta langflug á „Southern Cross“.
Kvíði og raun í þessa níu rnánuði var nærri því
meiri þraut en sjálft flugið yfir Kyrrahaf. „Dole“-
kappflugið til Hawaii, senr olli líftjóni sjö manna,
stuttu eftir kornu okkar til Bandaríkjanna, varð til
þess að áhugi í Vesturheimi fyrir flugi féll niður úr
öllu valdi. Langflug yfir hafið varð tvímælalaust óvin-
sælt. „Dole“-kappflugið hafði leitt í ljós hætturnar
af ofhleðslu, af blindflugi og þótttöku flugna með
aðeins einni vél i slíkum ævintýrum, og þess vegna
gat korna okkar ekki hafa verið á óhagkvæmari tíma.
Á hinn bóginn varð mér dýrmæt reynsla sú, er
fékkst af „Dole“-fluginu. Úr því að bilanir höfðu
átt sér stað á milli meginlandsins og Hawaii, þá var
það auðséð, að á hinu miklu lengra hafflugi, sem við
ætluðum að takast á hendur, rnyndi ekkert annað
duga en bezta og kraftmesta vélflugan, sem hægt væri
að festa hendur á, ef allt ætti að ganga vel og slvsa-
laust. En slík fluga, ef hún væri fáanleg, auk útbún-
aðar hennar og undirbúnings, og skipulagning flugs-
ins, myndi kosta töluvert meira heldur en það fé,
sem stjórn New South Wales hafði góðfúslega látið
okkur í té. Við vorum algerlega öruggir, ef við gæt-
um náð í hina réttu flugu og útbúnað, þá væri hið
fyrirhugaða flug okkar yfir Kyrrahafið ekki aðeins
mögulegt, heldur og hættulaust, en fyrst var nauð-
18 - FLUG