Flug : tímarit um flugmál - 01.08.1949, Qupperneq 22

Flug : tímarit um flugmál - 01.08.1949, Qupperneq 22
Sir C. Kingsford-Smith og Charles Ulm. En seinna bað hann okkur að hætta algerlega við fyrirætlunina, og um leið ítrekaði hann, að pening- arnir, sem hann hafði gefið okkur, væru okkar eign til að nota þá eins og við kysum. Ég þakkaði honum veglyndi hans og góðvild, en sagði honum jafnframt, að við værum alveg stað- ráðnir að takast á hendur flugið, að ekkert myndi fá okkur til að hverfa frá áforrni okkar, og að fyrir fé það, er hann hafði gefið okkur, hefðum við ákveð- ið að kaupa flugu Wilkins. En viðbótarfé það, sem við þurftum til kaupa á vélunum í hana, var enn ókomið frá Ástralíu. Wilk- ins bjargaði okkur úr þessari klípu með því að leyfa okkur að borga að sinni aðeins helming af verði flug- unnar, en þetta gerði okkur kleift að leggja inn pöntun fyrir vélamar þrjár. Loksins höfðum við fluguna, og mótorarnir voru í pöntun. Þrátt fyrir erfiðleikana og tafimar var ég nú byrjaður að hafa á tilfinningunni að allt ætlaði að ganga vel, en nú fengum við óþægilegan kipp. Við fréttum að verksmiðjan, sem bjó til Wright Whirlwind mótorana, væri þegar orðin áttatíu til níu- tíu mótorum á eftir með afgreiðslu á pöntunum og að líklega myndu margir mánuðir líða áður en röðin kæmi að okkur. í vandræðum okkar fórum við til Mr. Locke T. Harper’s, umboðsmanns Vacuum Oil Company á vesturströndinni, en hann hafði reynzt okkur góður vinur. Fyrir milligöngu Lieutenant B. Wyatt’s, U.S.N., tókst Mr. Harper að koma okkur í kynni við Rear-Admiral Peatles, sem hafði yfirráð flotans á vesturströndinni (Westem Naval district). í fyrstu voru Wyatt og aðmírállinn tregir að hlýða á sögu okkar. En þegar við gerðum grein fyrir að við hefðum í hyggju að fljúga í þriggja véla Fokker með fjögra manna áhöfn, sem væri samsett af tveim flugmönnum, siglingafræðingi og loftskeytanianni, brevttist afstaða þeirra strax, og þaðan í frá stóð okk- ur til boða öll þeirra aðstoð. Einu sinni enn batnaði útlitið, og við réðum Phil C. Salzman, reyndan vélfræðing, og George A. Hed- inger, mjög færan vélamann, til að hafa umsjón með afhendingu og uppsetningu mótoranna, sem okkur hafði verið lofað. Á rneðan hafði Keith Anderson lagt af stað til Hawaiieyjanna til að athuga Wheeler Field og Bark- ing Sands, hvort tveggja „flugtaksstaðir“ fyrir annan áfangann, Hawaaii til Fiji. Það var mjög áríðandi að við veldum þann betri, því að „Southem Cross“ myndi verða hlaðin eftir því sem frekast mátti verða, og ég vildi fá öruggar upplýsingar um flugtaksmögu- leikana. Við þurftum kraftmestu loftskeytatæki og jafn- framt þau léttustu, og leitin að þessu gekk vel. í stuttu máli sagt, virtist allt í lagi, þegar annað áfall bar að. Frá ættjörð okkar komu tilmæli frá einstaklingum, blöðum og að lokum stjórninni, og var hart lagt að okkur að hverfa frá þessu fífldjarfa ævintýri. Það voru miklar áhyggjur um öryggi okkar í flugi því, sem við höfðum í hyggju. En undirbúningur okkar var of langt á veg kom- inn til þess að hægt væri að hætta við allt, þó að við hefðum viljað. Við höfðum pantað fjöldan allan af siglingatækjum og öðrum tækjum. Ég hafði tryggt okkur þjónustu Lieut. G. R. Pond’s, sem var þaulreyndur Fokker-flugmaður, til að að- stoða mig við fyrstu reynsluflugin. Anderson var kom- inn til baka og tilkynnti að Wheeler Field myndi verða lendingarstaður okkar, en að Beaking Sands væri betri fyrir flugtakið, og auk þess, þar sem Wilk- ins, sem nú var að undirbúa annað heimsskautsflug sitt, þurfti á pcningunum að halda til að ljúka af- borgunum af sinni eigin flugu, fannst mér ég ómögu- lega geta brugðizt honum. Við vorum þannig í miklum skuldum, en jafn- framt var undirbúningur flugsins langt á veg kom- inn. Það virtist engin leið út úr vandræðunum önn- ur en að halda áfram. En við urðum að tryggja okkur fc og það strax. í leit að einhverri leið til fjáröflunar, datt okkur í hug að reyna að hrinda heimsmetinu í þolflugi, sem þá var 52 tímar og 22 mínútur. Flugunni var flogið frá Sand Francisco til Santa Monica, nálægt Los Angeles, þar sem hún var undir- 20 - FLUG

x

Flug : tímarit um flugmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.