Flug : tímarit um flugmál - 01.08.1949, Blaðsíða 27

Flug : tímarit um flugmál - 01.08.1949, Blaðsíða 27
Airhorse — „skrimsli“ loftsins. fannst mér sýning þeirra missa marks, enda voru nokkrar þrýstiloftsflugvélar látnar sýna á undan þeirn, og var hálf spaugilegt að sjá „gömlu vélarnar" koma á eftir. Ég hefði fyrir mitt leyti talið eðlilegra að láta sýninguna byrja á einkaflugvélunum og yfirleitt minni og hæggengari flugvélunum og láta vera jafnan stíg- anda í sýningunni. Það var varla von, að manni þætti mikið til hámarkshraða einkaflugvélanna koma, en hann var langt innan við 200 mílur á klukkustund, en það, sem verra var, var að þeim tókst illa að lenda á áberandi litlum hraða eða litlu svæði, kornu litlu hægar inn til lendingar en almennt gerist og notuðu tölrtverðan spöl af brautinni í lendingunni. Jafnvel vélar úr Taylorcraft-fjölskyldunni (Auster Autocrat, Avis og Autocar) sýndu enga yfirburði í því að lenda mjög hægt eða taka sig upp á áberandi litlu svæði, og voru þær þó allar með lítið eldsneyti og aðeins einn flugmann innanborðs. Hins vegar var listflug þeirra með ágætum, þó að ekki væri það til eftir- breytni, loop, spin og hálf- og heil-veltur í minna en 100 metra hæð. Ég held, að flugmenn þessara litlu véla hafi lagt líf sitt í mun meiri hættu en flestir aðrir flugmenn þessarar sýningar, þótt lítið væri eftir þeim tekið og listflugi þeirra minni sómi sýndur en vera ber. De Haviland sýndi þarna litlu vélina Chipmunk, og var listflug hennar alveg sér- staklega fallegt, enda er það ein sú allra bezta og liðlegasta lítil vél, sem ég hefi nokkru sinni flogið í, en ég var svo heppinn að fá að fljúga henni og De Haviland Dove í Montreal í Canada skömmu eftir að þessar vélar komu fyrst fram á sjónarsviðið. Engin alveg ný einkaflugvél kom þama til skjal- anna; Satelite sást ekki, og Prestwick Pioner vélin var í lamasessi eftir mjög illa meðferð í reynsluflugi. Tavlorcraft-flugvélarnar voru einfaldar í smíði og sér- staklega smekklega útbúnar, sömuleiðis sýndi listflug þeirra, að þetta eru sterkar vélar, sem mikið má bjóða, og virtist manni það stundum undraverð ósvífni, hve mikið var á þessar .litlu vélar reynt í listflugi. Að öllu athuguðu sá ég enga litla flugvél, sem ég gæti sagt um, að mig langi til að eiga, það er að segja fvrir það verð, sem á þeim var. HELICOPTERFLUGVÉLAR. Tvær brezkar Helicopterflugvélar voru á sýning- unni, önnur lítil tveggja manna, kölluð Skeeter I, með Jameson hreyfli, sem virtist mjög einföld og sér- staklega liðleg og ekki neinn eftirbátur Bell Heli- copterflugvélarinnar, er við höfurn nú fengið nokkur kynni af hér heima. Hin vélin var frá sömu verk- smiðju, Cieora Autogiro Co., kölluð Airhorse. Flug hinnar síðarnefndu vakti mjög mikla athygli og jafn- vel kátínu áhorfenda, því að furðulegt var að sjá þessa ófreskju fljúga, en það tókst henni mjög eftirminni- lega vel. Burðarþol Cieora Airhorse er mjög mikið, og ætti hún því að hafa sæmilega markaðsmöguleika, er hún hefir slitið barnaskónum og fjöldaframleiðsla hefir gert hana ódýrari í innkaupi. Athyglisvert er, að einn Rolls Royce Merlin hreyfill rekur allar þrjár burðarskrúfurnar, og ætti vélin því að vera sæmilega ódýr í rekstri. HERNAÐARFLUGVÉLAR. Öneitanlega var sýning hernaðarflugvélanna til- komumest og að mörgu leyti athyglisverðust; má segja að þær hafi ásamt Comet farþegavélinni borið sýninguna uppi. Orustuflugvélar voru í meiri hluta, FLUG - 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Flug : tímarit um flugmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.