Flug : tímarit um flugmál - 01.08.1949, Síða 39

Flug : tímarit um flugmál - 01.08.1949, Síða 39
LoftferÖaskírteíní nr. 3 FLUG hefir áður birt vidtöl við þá flugmenn, sem hafa tvö fyrstu íslenzku loftferðaskírtein tn. Nú kemur sjálfs- frásögn þess flugmanns, sem liefir loftferðaskirteini nr. 3, en það er AGNAR KOFOED-HANSEN. Segir hann í eftirfarandi grein frá flugnámi sínu og erfiðleikum, bar- áttu, sigrum og fögnuði i sambandi við það. Agnar Kofoed-Hansen á námsárum sinum. nlTSTJÖRI „Flugs“ hefir beðifi rnig að rita í blaðið um flugnám mitt, en sá siður hefir fvrir nokkru verið upp tckinn, að birta greinar um nám og feril íslenzkra flugmanna. Ég get ekki sagt, að ég fengi „veikina" eða vrði ástfanginn við sýn fyrstu flugvélannnar, en ég var smástrákur, þegar Faber flaug hér Avro-vél gamla flugfélagsins 1919. Þorði ég aldrei að koma nærri þeirri hvæsandi ófreskju, hvað sem i boði var. En „veikina" fékk ég 1928, þegar ég flaug í fyrsta skipti; það var með Símoni heitnum, þýzkum flugmanni, sem þá flaug hjá Flugfélagi íslands. Ég man þá flug- ferð alla ennþá mjög nákvæmlega, mér fannst hún líkust dásamlegu ævintýri, sem ég get aldrei gleymt. Ég var svo að bræða þetta með nrér í nokkur ár, en fór svo alvarlega að hugsa um flugnámið og gera fvrir- spurnir um skóla í ýmsum löndum 1932. Það ár fór ég einnig að afloknu gagnfræðaprófi að nema veðurfræði á A'eðurstofumi! í Reykjavík hjá Jóni Eyþórssvni, veðurfræðing, en hann og dr. Alex- ander Jóhannesson voru þeir einu, sem stöppuðu í mig stálinu og töldu í mig kjark, þegar allir aðrir sögðu það fásinnu að ætla að leggja fyrir sig flug á íslandi. Það væri vitavonlaust mál, eins og dæmin hefðu sannað, og nóg væri nú komið, tvö stór gjald- þrot tvcggja flugfélaga. Svo væri engan veginn víst, að cg gæti komizt að hjá Happdrætti Háskóla íslands að námi loknu, eins og Sigurður Jónsson, flugmaður, eða stofnað krómhúðunarverkstæði, eins og Björn Ei- ríksson, flugmaður. Ég verð að viðurkenna, að útlitið var alls ekki gott. Upplýsingar, sem mér bárust frá erlendum flugskólum, voru heldur ekki neitt glæsi- legar, námskostnaður 20—30 þús. kr., og það var eng- in smáupphæð í þá daga. Faðir minn hafði alla tíð verið lægst launaður allra lágt launaðra embættis- manna íslenzka ríkisins og hans fjársjóðir því aðal- lega þess eðlis, sem hvorki mölur né ryð fá grandað. Str rki var vonlaust að fá. Þá var það, að mér datt í hug að reyna að komast inn í danska sjóflugherinn. Ég komst þó brátt að því, að þetta var ekki hægt nema Jrví aðeins, að íslenzka ríkisstjórnin sækti um þetta fyrir mig. Ásgeir Ásgeirsson, þáverandi forsætis- ráðherra, sýndi mér rnikinn skilning og sótti urn og óskaði eftir því við danska flotamálaráðuneytið, að það tæki við einurn íslending á flugliðsforingjaskóla flotans. Jákvætt svar barst, en þó fylgdi sá böggull skammrifi, að ég átti sjálfur að greiða 12—15 þlis- kr. fyrir námið, en það var sú upphæð, sem flotamála- ráðuneytið hafði reiknað út, að þjálfun hvers flugliðs- foringja kostaði. Sömuleiðis varð ég að undirgangast heraga og sæta að öllu levti sömu mcðferð og önnur flugliðsforingjaefni. Ég bað fulltrúa Jiann í stjórnar- ráðinu, sem svara átti bréfi flotamálaráðunevtisins, en því átti að svara fyrir ákveðinn dag, að svara tafar- laust játandi. Fulltrúinn revndi að telja úr mér kjark- inn vegna kostnaðarins og benti réttilega á minn FLUG - 37

x

Flug : tímarit um flugmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.