Flug : tímarit um flugmál - 01.08.1949, Side 44

Flug : tímarit um flugmál - 01.08.1949, Side 44
lega slæmt að falla svona nærri lokamarkinu, en fé- lagar okkar töldu sig örugga í sessi eftir að fyrsta tímabilinu lauk og við vorum orðnir „kadettar". Við hinir, sem ennþá þraukuðum, vorum síhræddir, og okkur leið beinlínis illa rneðan á svona hreinsunum stóð. Það var ekki laust við, að við værum mjög argir út í suma kennarana okkar og jafnvel stjórn skólans, vegna hörku þeirrar og miskunnarleysis, sem þeir sýndu okkur meðan á náminu stóð. En um leið og aganum létti og náminu lauk, gerðurn við okkur allir ljóst, að betri skóla og betri kennara var ekki hægt að fá fyrir unga menn og lítið mótaða. Félags- andi var frábærlega góður á skólanum, og létum við æfinlega eitt yfir alla ganga, súrt eða sætt eftir atvik- um. Fimm þessara sjö félaga minna eru nú látnir, hafa allir farizt í flugslysum. Tveir eru þó á lífi, annar bæjarverkfræðingur í Álaborg, en hinn herra- garðseigandi á Jótlandi. Að afloknum prófum fór ég til danska flugfélags- ins D.D.L. og flaug í nokkra mánuði sem aðstoðar- flugmaður á flugleiðum þess, frá Kaupmannahöfn til Amsterdam um Hamborg. Við flugum þriggja hreyfla átján farþega Fokker F 12, og hafði ég mjög gott af þeirri reynslu. Rúmu ári síðar flaug ég einnig unr skeið sem aðstoðarflugmaður hjá þýzka flugfélaginu „Lufthansa" á næturflugleiðinni frá Múnchen til Parísar unr Núrnberg, Frankfurt am Main, Köln og Brússel. \'ar ég þá að afla mér næturflugtíma. Þá var ég nokkra mánuði veturinn 1937 í Noregi og flaug þar á skíðum. Hafði ég mikið gagn og gaman af vetr- arflugnáminu þar, lærði að varast rnargar hættur, sem eru samfara flugi yfir snævi þakið land. Þótti mér bara verst, að engin skilyrði skyldu vera hérna heima fyrir flugi á skíðum, en það er með því skemmtileg- asta, sem ég veit. Ég hefi nú lýst nokkuð námi mínu hjá danska flotanum og víðar, og ég held, að það sé rétt, sem garnli skóla-„Commandantinn“ sagði við mig áður en ég fór frá þeim: „Þér skuluð um fram allt reyna að afla vður sem mestrar og fjölbrevttastrar menntunar í fagi vðar, því að ennþá hefi ég ekki rekizt á neinn flugmann, sem kynni of mikið eða hefði ekki þörf fyrir aukna menntun og reynslu, og flugskilyrði á landi vðar eru hin örðugustu.“ Þcgar ég núna eftir á hugsa um fyrstu árin hérna heima, er mér vel ljóst, að ég kunni lítið og vissi fátt, þrátt fyrir allt námið og alla viðleitni góðra manna til þess að troða einu og öðru inn í kollinn á mér. Ég geri mér vel ljóst, að ef heppnin hefði ekki elt mig á röndum, er engan veginn víst, hvemig farið hefði. Hvað liður Helicopternum ? QNFMMA á þessu ári var Slysavarnafélagi íslands ^ boðið fyrir milligöngu Elding Trading Company, sem eru einkaumboðsmenn Bell Aircraft Corp., í Bandaríkjunum, að fá lánaða hingað til lands Bell Helicoptervél af gerðinni 47 D. Skyldi vélin lánuð endurgjaldslaust í sex mánaða tímabil gegn því að allur rekstur vélarinnar skyldi vera eigendum vélar- innar að kostnaðarlausu. 'Lilgangurinn með boði þessu var sá, að gefa Slvsavarnafélaginu og þeim öðr- um aðilurn hér á landi, sem áhuga hefðu fyrir því að revna Helicoptervél til björgunarstarfsemi, land- helgisgæzlu, sjúkraflutninga o. fl. tækifæri, til þess að kynnast notagildi vélarinnar. Tilraunum þessum er nú lokið, og í því tilefni hefir blaðið snúið sér til nokkurra aðila og leitað upplýsinga um, hvað gerzt hefir í þessu máli og þá reynslu, sem fengizt hefir. Blaðið snéri sér fyrst til Ilalldórs Kjartanssonar forstj. Elding Trading Company, og staðfesti hann að fyrir sérstakan velvilja hefði tekizt að fá vélina lánaða hingað til lands með framangreindum kjör- um. Alþingi sýndi málinu fullan skilning, og þar sem Landhelgisgæzlan undir stjórn hr. Pálma Loftssonar forstj. hafði mikinn áhuga fyrir Helicopter til strand- gæzlu, samþvkkti Alþingi aukafjárveitingu til Land- helgisgæzlunnar, sem skyldi standa straurn af öllum kostnaði við tilraunina. Flugmálaráðherra Eysteinn Jónsson hefir og ætíð haft mikinn áhuga fyrir þessu máli og stutt það í hvívetna. Halldór skýrði frá því, að Capt. Youell hefði verið mjög hrifinn af hæfni íslenzku flugmannanna og vél- virkjanna, senr hr. Örn Johnson forstjóri Flugfélags íslands lagði til að gefinn yrði kostur á að læra með- ferð á Hclicopternum. Þessi gerð af Helicopter, Bell 47 D, er talin vera alveg framúrskarandi, miðað við stærð, enda mun þetta eina gerðin, sem hefir fengið viðurkenningu loftferðaeftirlitsins í Bandaríkjunum til að nota flot- hylki og tvær sjúkrakörfur á hliðinni. Helicopterinn kom hingað til lands í maí s.l., og 42 - FLUG

x

Flug : tímarit um flugmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.