Flug : tímarit um flugmál - 01.08.1949, Qupperneq 48

Flug : tímarit um flugmál - 01.08.1949, Qupperneq 48
Ross-Stephens RS-1 svifflugan „Zanoniaeign John Robinson, Kaliforniu. Með þessari flugu setti Robinson nýtt ameriskt langflugsmet, sem er 290 milur, þegar hann flaug frá Elmira, New York, til Mineral, Virginia. jafnþunnu lofti og er í 12000 metra hæð. Hann hafði jafnvel stokkið með fallhlíf úr vél vinar sins til þess að vera við öllu búinn. Á gamlársdag var fallegt lenticularis eða möndlu- ský yfir dalnum. Paul var dreginn á loft og losaði dráttartaugina kl. 12:26 í 4000 metra hæð vfir sjávar- máli. Hann fann þó ekki uppstreymið fyrr en hann hafði lækkað um 1000 metra. Eftir að hafa farið í gegnum óróabelti, þar sem var á víxl upp- og niðurstreymi, hvort um sig allt að 10 m/sek., komst hann í rólegt uppstreymi. Hann komst upp að brún lenticularis- skýsins og setti nýtt bandarískt met, 9000 metra yfir sjávarmál. Mac Cready hafði verið í Bishop allt jólafríið. En nú kom John Robinson líka á vettvang með svif- fluguna sína, Zanonia, sem hann m.a. setti á lang- flugsmet Bandaríkjanna, 525 km. Mac Cready og Robinson voru báðir dregnir á loft með BT 13 eða Vultee Valiant með 450 hestafla hreyfli. Það er sama tegund og frú Morrow-Tait kom á til Keflavíkur í sumar í hnattflugi sínu. Mac Cready komst aðeins upp í 6600 metra og fannst það vera nóg, enda var orðið skýjað fyrir neð- an hann. Hann bjóst líka við að met hans myndi standa óhaggað, af því að „frontur“ hafði farið fram- hjá, og varð þá uppstreymi minna. Hann fór þó ekki niður. fyrr en dimmt var orðið og lenti á upplýstum flugvellinum. Robinson hafði sleppt í 3000 metra hæð, eftir að hafa flogið í gegnum ótrúlega órólegt belti undir bylgju-uppstreyminu. Hann flaug suður á bóginn, þar sem honum hafði verið bent á að skilyrðin væru betri. Það stóð líka heima. í rólegu lofti sveif hann stöðugt hærra og hærra. í þrjá tíma varð hann að anda að sér þeim súrefnisbirgðum, sem hann hafði meðferðis. Það var jökulkalt, ísing hlóðst á rúðumar og hann gat aðeins séð út öðm hvoru, með því að skrapa göt á ísinn. Meðan hann flaug upp í tæra loftinu framan við bylgjuskýið, varð hann þess var, að dalurinn var alveg orðinn þakinn skýjum. Hann hélt því áfram suður á bóginn eftir að hafa náð 10200 metra hæð, í von um að finna glufu í skýjunum. En nú voru bæði birtan og súrefnið á þrotum. Hvað tekur langan tíma að komast niður úr 10000 metra hæð í sterkll uppstreymi? Maður getur ekki stungið nefinu á svifflugu niður og lækkað sig í steypiflugi, nema maður hafi því betri lofthemla, því að hraðinn verður þá mikið meiri en flugan þolir. Þegar Robinson var í 6000 metra hæð, sá hann glufu í skýjunum, og setti sviffluguna 46 - FLUG

x

Flug : tímarit um flugmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.