Flug : tímarit um flugmál - 01.08.1949, Side 49
í spun og lækkaði þannig niður í 3000 raetra. Þar
áttaði hann sig og spann síðan áfram niður í 900
metra, þá kom hann auga á stóran flugvöll í rökkr-
inu og renndi sér þangað og lenti.
Flugvöllurinn, sem hann lenti á, var enginn annar
en Muroc Drv Lake, einn aðal rannsókna- og reynslu-
flugvöllur flughersins, þar sem reyndar eru m. a.
rakettuflugvélar, sem fara hraðar en hljóðið. Senni-
lega er Muroc sá flugvöllur Bandaríkjanna, sem hefir
strangastan vörð, til að halda öllum forvitnum í
hæfilegri fjarlægð, en samt laumaðist Robinson þarna
inn á völlinn án þess að nokkur sæi hann eða hevrði
og lenti fyrir framan eitt flugskýlið.
Frá Muroc fór Robinson heirn til Arcada, nálægt
Los Angeles, þar sem hann er vélvirki.
Hann hafði aðeins átt frí frá störfum á nýársdag-
inn, en hafði notað frídaginn vel.
Það er erfitt að fljúga með súrefnisgrímu, gæta
súrefnistækjanna og sjá um að birgðirnar endist, með
ísaðar rúður í svo ókyrru lofti, að sveiflurnar gáfu
frá -f- 2 upp í -j- 5,5 G., en þó var kuldinn óþægi-
legastur.
Mac Cready flaug í 50 stiga frosti. í klefanum var
40 stiga frost við fætur hans, enda kól hann lítils-
háttar á einni tánni, þrátt fyrir upphituð stígvél. Á
sama tíma var 15 stiga hiti, þegar sólin skein á höfuð
honum.
Það þarf rnikla æfingu og þekkingu á öllum stað-
háttum til að fljúga slík flug.
Það er álit manna, að hjá Bishop sé hægt að ná
12—14000 metra hæð, sem myndi nægja til að slá
met Persons í hæðaraukningu og einnig hið óviður-
kennda hæðarmet, sem Þjóðverjinn Klockner setti
yfir Alpafjöllunum 1940, þegar hann komst í 11460
metra hæð. Það met verður þó ekki viðurkennt vegna
þess, að hæðaraukning hans nam ekki 5000 metr-
um, auk þess sem ákveðið hefir verið að engin met
sett á styrjaldarárunum verði viðurkennd.
Þegar maður hefir náð slíkum hæðum, hefir maður
auðvitað möguleika til að svífa langar vegalengdir.
Robinson flaug 280 km. án þess að ætla sér að
fljúga langt.
Með því að notfæra sér hinn mikla vindhraða, sem
samfara er þessum bylgjum, og fljúga undan vindi
frá bylgju að bylgju, ætti að vera auðvelt að hnekkja
heimsmeti rússnesku stúlkunnar OlgU Klepikova,
sem er 749 km., sett árið 1939.
Á komandi vetri búast amerískir svifflugmenn við
fréttum af miklum afrekum frá Bishop, og hvað
skyldu íslenzkir svifflugmenn komast hátt í bylgj-
unni af Esjunni nú í haust?
Nýjar {ltiévélateémaLdir.
Fyrir nokkru fréttist, að orustufluga hefði lyft sér frá jörðu
upp í 40.000 fet á rétt rúmlega 4 mínútum. Var það Gloster
Meteor orustufluga knúin tveim Rolls Royce Avon túrbínu-
mótorum. Avon er álitinn einhver kraftmesti túrbínu-þrýsti-
loftsmótor, sem til er, en Rolls Royce fyrirtækið hefir ekki
enn opinberlega birt lýsingu á honum, né gefið upp hestafla-
fjölda hans.
Önnur fluga, sem notfærir sér hið mikla afl Avon túrbín-
unnar, er hin nýja sprengjuflugvél Breta, „CANBERRA“.
Flaug hún n}'lega á flugsýningunni að Famborough, og að
sögn áliorfenda, var henni stjómað af mestu snilld, og mátti
líkja hreyfingum og flugeiginleikum hennar saman við nýtízku
orustuflugu. Hefir ekkert verið opinberlega tilkyTint um hraða
hennar, eða hve langt og hátt hún getur flogið, annað en að
hún sé bvggð til að fljúga hátt og á miklum hraða.
FLUG - 47