Flug : tímarit um flugmál - 01.08.1949, Síða 51
Eyfiimörk, vaxin kaktustrjám, milli fjallanna
í rikinu Oregon.
fjallið og St. Helensfjall. En fegurst af þeim öllum
var hið keilulaga Hood-fjall á vinstri hönd.
Hjá The Dallas borginni er bugða á ánni. Borgin
er fyrir sunnan hana og liggur í Oregon-ríki, en flug-
völlurinn fyrir norðan og er hann í Washington-ríki.
Strax eftir lendinguna fór Hinrik út úr vélinni, og
studdi við annan vænginn í akstrinum að flugskýl-
unum. Það gekk vel meðan við höfðum vindinn beint
á móti okkur, en strax þegar við ætluðum að beygja
þannig, að við höfðum hann á hlið, var ógerlegt að
lialda áfrarn, og urðum við að bíða eftir hjálp að-
stoðarmanna. Þeir konm á dráttarbíl og drógu þeir
vélina, en við röðuðum okkur á vængina til að vama
því að hún fyki.
Okkur þótti óráðlegt að halda lengra þennan dag,
tókum ferjuna yfir ána og fengum okkur gistingu í
The Dallas.
Á flugvellinum var okkur ráðlagt að fara ekki með-
fram ströndinni eins og ráðgert var, heldur nokkurs
konar „Fjallabaksveg". Lá sú leið milli Klettafjall-
anna og Cascade-fjallanna. Voru lendingastaðir fleiri
og veðuráttan betri þar. Meðfram ströndinni gat
maður alltaf búizt við að lenda í þoku, og er það
ekki beint gott, þegar langt er á milli vallanna. Þar
að auki töldu þeir þessa „Fjallabaksleið“ tilbrevtinga-
meiri og fallegri fyrir ferðafólk.
Fyrsti spottinn var talsvert líkur íslandi. Þar vora
grösugir hálsar og víða sauðfé á beit. Eftir þetta tók
við háslétta, hálfgerð eyðimörk, en þar uxu tré, sem
okkur þótti einkennileg. Lentum við í Redmond
eftir 11/2 klst. og flugvallarstjórinn benti okkur á, að
þar yxu tré, sem hvergi voru til í heimi nema í
Landinu helga og þama. Við fórum að skoða þau,
og sáum við, að þetta voru trén, sem við höfðum
tekið eftir á leiðinni. Voru þau frekar lágvaxin, með
safamiklum blöðum, likt og kaktus. Þegar við kom-
um aftur á völlinn, var flugvallarstjórinn búinn að
taka eftir fánanum íslenzka yfir sætinu og þekkti
hann hann frá því hann var hér í stríðinu. Var hann
sérstaklega almennilegur við okkur. Sagði hann okkur
að skoða á leiðinni Crater Lake, og gerðum við það.
Vatnið er í 8938 fetum og er það mikið sóttur ferða-
mannastaður, enda með afbrigðum fallegt þar. Þetta
var krókur fyrir okkur og aðallega var hann upp á
við.
Flugum við svo yfir Klamath Lake, sem reyndar
líktist meira timburgólfi en vatni. Eru mikil skógar-
högg á þessum slóðum, og er timbrinu fleytt á ánum,
sem renna í þetta vatn. Þaðan fer það í hinar miklu
sögunarmyllur í Klamath Falls, borgina, sem liggur
við suðurenda vatnsins. Þar tókum við benzín og
héldum strax áfram.
Nú tók við íslenzkt landslag, gríðarmikið hraun
og ógróið. Gat maður ímyndað sér, að maður væri
að fljúga yfir nýja Hekluhraunið, en þetta hraun er
runnið úr Mt. Shasta, sem teygir sig upp í 15000
fet beint fyrir framan okkur.
Við höfðum góðan vind á eftir okkur, sem skap-
aði mikið uppstreymi, eða haug á máli svifflug-
rnanna. Það ýtti undir okkur og auðveldaði okkur
að ná mikilli hæð, sem stytti okkur krókinn í kring-
um fjallið. Komumst við í 11500 fet, og höfðum við
ekki mikið á móti því, vegna þess að 45 mílur fram-
undan lá Sacramentodalurinn með næsta lendingar-
stað okkar, ekki meir en 700 fet yfir sjávarmál. Hlökk-
uðum við til að komast niður á jafnsléttu, eftir að
vera búnir að klifra í fjöllunum undanfarna fimm
daga. Þær 10—15 mílur> sem hæðamismunurinn
bætti við hraðann, var mjög kærkominn.
Eftir að við komum framhjá Mt. Shasta, tók við
Mt. Shasta.
FLUG - 49