Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1939, Síða 12

Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1939, Síða 12
X verði að misnota lögin, og hvernig koma megi i veg fyrir slíkt. Og hinir tryggðu iæra líka á reynsiunni, að misnotkun trygginganna keinur þeim sjálfum í koll, gerir þær dýrari, eða veldur því að draga verður úr mikilsveröum fríðindum. Þá verður reynslan einnig öruggasti dómarinn uin það þýðingarmikla alriði, hvort betur eigi við á hverju einstöku sviði: tryggingafyrirkomu- lagið eða opinber framfærsla og lieinn styrkur. En, eins og kunnugt er, greinist opinber forsjá, þ. e. umönnun þjóðfélagsins fyrir lifi, heil- brigði og efnalegri afkomu borgaranna í þessa tvo meginþætti, auk ráð- slafana til vinnuverndar. Hér á landi eru þýðingarmeslu lögin um opinbera framfærslu, auk sjálfra framfærslulaganna, lögin um ríkisframtærslu sjúkra manna og örkumla, sem standa í nánu sambandi við lögin um alþýðutryggingar. Enda voru hvorttveggja þessi lög endurskoðuð og að verulegu leyti endursamin um sama leyti og lögin um alþýðutryggingar voru selt. Það er oft mjög mikið álitamál, hvort heppilegra sé: trygging eða opinber framfærsla, t. d. eru ellilaun í ýmsuin löndum greidd algerlega al' þvi opinbera, ríkisjóði og sveitarsjóðum eftir ákveðuum regiuin; í öðrum löndum er aftur á móti tryggingafyrirkomulagið notað eins og hér. Langmestur hluti íslenzku þjóðarinnar er eignalaus með öllu eða því sem næst. A þetta fyrst og fremst við verkalýðsstéttina í þess orðs venjulegu merkingu. Árið líl.'i? voru skattskyldar eignir þjóðarinnar ( þ. e. eignir hærri en 5000 kr.) taldar alls um 101 millj. kr., en greiðendur eignaskatts voru aðeins 781<S eða tæp 7% þjóðarinnar. En 1998 hæztu greiðendurnir eiga alls rúmar 82 millj. kr. M. ö. o. 1,7% af þjóðinni á um 63% af öllum skattskyldum eignum hennar. Hjá öllu hinu eignalausa fólki er bilið milli bjargálna og bjargarleysis örmjótt. Eina eignin, eina verðmætið er starfsorkan. En ef hún bregst er allt í húfi: Dagleg afkoma og framtið fyrirvinnu og ffflskyldu. Starfsorkan gétur glatazt með ýmsum hætti, skemmri tíma eða lengri. Slys, sjúkdómar, örorka, atvinnuleysi, elli; allt vofir þetta yfir þeiin, sem eignalausir eru og lifa á handafla sínum i annara þjónustu. ög svipað má segja um mikinn þorra þeirra, sem í orði kveðnu eiga ráð starfstækja sinna og hafa atvinnurekstur með höndum, svo sem megin þorra bænda, smáútgerðarmanna og iðnaðarmanna. Slys og sjúkdómar geta ávallt að höndum horið, auk atvinnumissis leiðir af þeim mikinn kostnað, sem enn þá örðugra verður að bera þegar lekjurnar bregðast samtímis. Dauði og örorka á starfsaldri svifta venjulega konu og börn fyrirvinnu. Atvinnuleysið gerir starfsorkuna verðlausa fyrir verkamanninn, sem hvergi getur selt vinnu sína og ekki á eða hefir umráð starfstækja sinna. Og ellin sækir alla heim, sem hennar bíða. Þessi stöðuga óvissa, áhyggjur og kvíði í stutlu máli, öryggisteysið, cr næg ástæða til að spilla ánægju og lífsgleði jafnvel þeirra stunda, þegar vel eða sæmilega gengur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166

x

Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins
https://timarit.is/publication/1877

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.