Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1939, Qupperneq 20
2
manna, ekkju, barna, foreldra eða systkina, en ekl<i annara erfingja,
nema svo væri ákveðið í erfðaskrá.
Iðgjöldin greiddu sjómenn að % og útgerðarnienn að x/%. Greiddu
sjómennirnir 15 aura fyrir vetrarvertíð, 10 aura fyrir vor- og sumar-
vertíð. Lögskráningarstjóri innheimti iðgjöldin hjá útgerðarmanni, en
hann hélt síðan eftir al' kaupi skipverja eða hlut.
Rikissjóður ábyrgðist trygginguna, þó ekki yfir 15 000 kr. alls. Ríkis-
stjórnin skipaði 1 mann í stjórn af þremur, en hinir voru kosnir af fjöl-
mennasta sjómannafélaginu og fjöhnennasta félagsskap útgerðarmanna.
Þessi mjög svo ófullkomna trygging var svo endurbætt með lögum
30. júlí 1909, um „vátrygg'ingarsjóð sjómanna", að því leyti, að trygg-
ingarsltyldan er látin ná til allra íslenzkra sjómanna, sem lögskráðir
voru á íslenzk skip, hvort sem um fiskiskip eða önnur var að ræða,
ennfremur til sjómanna á vélbátum og róðrarbátum, fjórrónum eða
stærri, er stunduðu veiðar minnst eina vertíð á ári.
Iðg'jöld sjómanna voru hækkuð í 18 aura á viku, en útgerðarmenn
greiddu nú aðeins % af heildariðgjöldunum. Að því leyti var hér um
endurbætur að ræða, að tryggingin nær til fleiri en áður.
Með lögunum 14. nóv. 1917, um slysatryggingu sjómanna, var stigið
talsvert stærra spor í áttina til nútímatrygginga.
Með þessum Iögum var sjómönnum á smærri róðrarbátum, sem ekki
voru tryggingarskyldir, heimilað að tryggja sig. Er það hinn fyrsti
vísir að hinni frjálsu tryggingu.
Dánarbæturnar voru stórum hæklcaðar eða upp í 1500 kr. og 100 kr.
fyrir hvert barn innan 15 ára aldurs (óskilgetin börn þó 200 kr., ef
ekkja telcur bæturnar). Þá skyldi og greiða örorkubætur 2000 kr. fyrir
fulla, varanlega örorku, og hlutfallslega lægra fyrir minni örorku; minna
orkutap en Vr, var ekki bætt. Hinsvegar eru enn engir dagpeningar
greiddir.
Iðg'jaldið hækkar í 70 aura á viku, og greiðist að hálfu af hinum
tryggða, en að hálfu af útgerðarmanni. Ríkissjóður greiðir þó hinn
siðarnefnda hluta iðgjaldsins fyrir þá, sem ekki eru tryggingarskyldir
og auk þess nokkurn hluta af iðgjaldinu fyrir róðrarbáta og vélbáta
minni en 12 lestir. Þess utan greiðir ríkissjóður stjórnarkostnað slysa-
tryggingarinnar, og eru nú allir stjórnendnr hennar skipaðir af st jórnar-
ráðinu til 3 ára í senn.
Með lögum 27. júní 1921 er lögunum enn breytt, en frekar lítið.
Örorkubætur eru hækkaðar í 4000 kr„ dánarbætur í 2000 kr. og viðbót
til barna tvöfölduð. Iðgjöldin hæklca í 1 ltr. á viku. Útgerðarmenn voru
gerðir ábyrgir gagnvart slysatrygg'ingunni fyrir bótum handa trygg-
ingarskyldum mönnum, sem vanrækt hafði verið að tryggja.
Lögin 27. júní 1925, um slysatryggingu ríkisins, er næsti stóri áfang-
inn í þróun slysatryggingarinnar.
Tryggingarsviðið er fært mikið út, þannig', að slysatrygg'ingin er
framvegis ekki aðeins sjómannatrygging, heldur alrnenn slysatrygging,