Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1939, Page 21
3
sem nær til flestra verkamanna á sjó og landi — að undanteknum land-
búnaðarverkamönnum og að miklu leyti þeim, sem stunda flutninga og
samgöngur. Sjómannatryggingin sjálf nær nú til allra báta, hversu litlir
sem þeir eru, og þó veiðarnar séu ekki stundaðar nema 1 mánuð í senn,
en áður höfðu sjómenn á minnstu róðrarbátunum aðeins verið tryggðir
í frjálsri tryggingu.
Ennfremur er frjáls slysatrygging heimiluð fyrir verkamenn og
eigendur fyrirtækja, sem ekki var gert að skyldu að tryggja sig.
Iðgjaldagreiðslunum er nú breytt allmikið. í fyrsta lagi er atvinnu-
rekendum gert að skyldu að greiða öll iðgjöldin og má ekki færa verka-
mönnum þau til útgjalda. Þannig er því í fyrsta sinn slegið föstu, að
atvinnuvegirnir eigi sjálfir að bera þá slysahættu, sem þeim er samfara.
Þó greiðir rikissjóður nokkurn Iiluta af iðgjöldum róðrarbáta og vél-
báta smærri en 5 lestir.
Um leið og sú aðalregla er upp tekin, að áhættan hvíli öll á atvinnu-
rekstrinum, var honum í samræmi við það, skipt í áhættuílokka, eftir
því um hve áhættusama vinnu er að ræða. Skyldi ákveða um áhættu-
flokkun með reglugerð. Samkvæmt reglugerðinni 1926 voru áhættu-
flokkarnir sjö, í 1. flokki eru iðgjöldin 6 aurar á viku en hæst eru
þau kr. 1.20 á viku í 7. flokki. Hinar nýju atvinnugreinar, sem falla
undir iðntrygginguna eru í 1.—5. flokki en útgerðin í 5.—7. flokki.
Reynslan hafði sýnt í hinni eldri sjómannatryggingu, að áhættan var
minnst l'yrir gufuskip og róðrabáta og voru þau því sett í 5. flokk, segl-
skipin í 6. fl., en mótorskip stór og smá í 7. fl.
Samkvæmt lögunum frá 1917 náði tryggíngin einnig til þess, ef
sjómennirnir urðu fyrir slysi, er þeir voru í landi, í þágu útgerðarinnar
eða fyrir sjálfa sig, í erindum, sem leiða af starfi þeirra sem sjómanna.
Þessi regla hélzt áfram hvað sjómennina snertir, en ekki aðra, þó slysið
stæði óbeint í sambandi við vinnu, I. d. yrði á leið lil eða frá vinnu,
eða stafaði af atvinnusjúkdómum.
Upphæðir dánarbóta og örorkubóta héldust óbreyttar að jiessu
sinni, en dánarbótunum er breytt að því leyti, að tekið er tillit til þess,
þegar um bætur til foreldra er að ræða, hvort þau eru á framfæri hins
látna eða ekki, og fósturforeldrum eru veittar bætur, eftir söniu regl-
um og foreldrum.
Þá er bætt við nýrri tegund bóta, dagpeningunum, er voru ákveðnir
5 kr. á dag, þó ekki yfir % af kaupi eða tekjum hins slasaða við þá
vinnu, er hann hafði, er slysið vildi til. Dagpeninga skyldi greiða, ef
meiðslin valda sjúkleika lengur en 4 vikur. Frá þeim tíma greiðast
dagpeningar en eigi lengur en 6 mánuði alls.
Eins og' áður er vikið að, er slysatryggingunni nú skipt í tvær deildir,
sjómannatryggingu og iðntryggingu.
Stjórnin er áfram skipuð 3 mönnum, er ráðherra skipar, ríkis-
sjóður greiðir stjórnarkostnaðinn og ábyrgist að slysatryggingin slandi
við skuldbindingar sínar um bætur.