Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1939, Page 24
lyfja utan sjúkrahúss, ennfremur endurg'reiðir ríkissjóður framvegis
— auk hins beina styrks — % sjúkrahússkostnaðar, þó ekki yfir 0,75 kr.
ú hvern samlagsmann.
Lögin 28. nóv. 1919 hækka tekjuhámarkið i 3000 kr. og eignahá-
markið í 10 000 kr„ en með lögunum 4. júní 1924 er tekjumarkið sett
þannig', að árstekjurnar fari ekki fram úr 3000 kr. auk sömu dýrtíðar-
uppbótar, sem embættismenn njóta á hverjum tíma, að viðbættum 500 kr.
fyrir hvert barn á framfæri innan 15 ára.
Með lögum 14. júní 1929 er tekjuhámarkið enn hækkað í 4500 kr„
að viðbættum 500 kr. fyrir hvert barn eins og áður.
Lögin 23. júní 1932 gera talsverðar breytingar á sjúkrasamlags-
lögunum. Eignahámarkið er ákveðið 10 000 kr. fyrir einstaklinga, en
15 000 kr. fyrir hjón. Hvað hlunnindi snertir, er samlögunum gert aö
skyldu að tryggja félagsmönnum dagpeninga, allt að % af venjuleguin
tekjum.
Styrkveitingu ríkissjóðs er breylt þannig, að hann greiði %
sjúkrahússkostnaðar eins og áður, en allt að 1,50 kr. á legudag.
Þá eru og sett ákvæði um hvernig fara skuli, ef ekki nást samn-
ingar milli sjúkrasamlaga og lækna eða annara.
Stjórnarráðið getur þó undanþegið samlögin frá því að veita þau
lágmarkshlunnindi, sem annars eru lögákveðin, en samlögin gera upp
við félagsmenn sína í árslok og greiða upp í reikninga fyrir sjúkra-
kostnað, þó ekki yfir % reikninganna.
Ef sjúkrasamlag' kemst í fjárhagsvandræði, getur stjórnarráðið á
sama hátt undanþegið það að standa við lágmarksskuldbindingar sínar.
Loks er með lögum 19. júní 1933 heimilað að lögskrá skólasamlög;
skyldu hinar venjulegu reglur g'ilda um starfsemi þeirra, en þó var
heimilt að takmarka trygginguna, þannig, að hún næði ekki til sumar-
leyfa og dagpeninga.
C. Ellitrygg'ingar.
1. Almenn ellitrygging.
Fyrsti vísir til ellitrygginga, og um leið til alþýðutrygginga yfir-
leitt, á íslandi voru „styrktarsjóðir handa heilsubiluðu og ellihrumu
alþýðufólki“, er stofnaðir voru samkv. lögum 11. júlí 1890, í ölluin bæj-
uin og hreppum landsins. Lögin ákváðu, að öll hjú og lausamenn á
aldrinum 20—60 ára skyldu greiða árlega 1 kr. karlmenn, og' 30 aura
kvenmenn í sjóðina og skyldu þeir standa óhreyfðir á vöxtum fyrstu
10 árin. Að þessum tíma liðnum átti að úthluta hálfum árstekjum sjóð-
anna til heilsuIítilla eða ellihrumra fátæklinga, er eigi þig'gja sveila-
styrk. En upphæðirnar voru svo lágar, einnig eftir að lögunum hafði
verið breylt 18. des. 1897, að þær kornu að litlu gagni, og var þessarí
íöggjöf því breytt allmikið með lögum 9. júlí 1909, um almennan ellistyrk.