Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1939, Page 38

Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1939, Page 38
20 d. Slysabætur. Þegar síys ber að höndum, ber atvinnurekandanum tafarlaust að senda tilkynningu uni slysið til uinboðsmanns slysatryggingarinnar, þ. e. lögreglustjóra, hreppstjóra eða aðalskrifstofunnar (í Reykjavík). Eyðublöð fyrir slíkar tilkynningar fást hjá lögreglustjórum og aðal- skrifstofunni. Hinum slasaða ber að leita læknis eins fljótt og hægt er. Slysabætur eru fernskonar: sjúkrahjálp, dagpeningar, örorkubætur og dánarbætur. Sjúkrakostnaður er greiddur fyrir ]>á, sem eru óvinnufærir lengur en 10 daga. Er læknishjálp og sjúkrahússvist, þar með talin læknis- hjálp, lyf og' umbiiðir á sjúkrahúsinu, greidd að fullu frá því að slysið vildi til, en lyf og umbúðir utan sjúkrahúss eru greidd að %. Þar sem sjúkrasamlög hafa verið stofnuð, láta þau meðlimum sínum í té þessa sjúkrahjálp og fá hinir slösuðu hana þá því aðeins, að þeir hafi staðið í skilum með sjúkrasainlag'siðgjald sitt. Þetta sam- band slysatrygging'arinnar og sjiikrasamlaganna komst á með lögunum frá 14. maí 1940. Dagpeningar eru 5 lcr. á dag, þó aldrei meira en % af dagkaupi hins slasaða. Greiðast þeir ekki fyrir 7 fyrstu dagana eftir slysið og ekki meðan hinn slasaði heldur kaupi, sem er a. m. k. jafnhátt og dag- peningarnir. Dagpeningarnir 'greiðast meðan hinn tryggði er óvinnufær, þó aldrei lengur en 180 daga samtals. Verður hinn tryggði að legg'ja fram læknisvottorð, er sýni að hann sé óvinnufær. Vottorð þessi greiðir slysatryggingin. Örorkubætur eru greiddar þeim, sem verða varanlega óvinnufærir, að meira eða minna leyti. Þó er ekki bætt fyrir minna orkutap en % af fullri starfsorku. Fullar örorkubætur eru 6000 kr. í eilt skipti fyrir öll, og greiðast þeim, sem er algerlega ófær til vinnu frá því slysið vildi til og þaðan í frá, en annars eru örorkubæturnar að sama skapi lægri, sem minna skortir á, að Iiinn slasaði sé fullkomlega vinnufær. Örorkubætur eru ekki greiddar fyr en útséð er um, hve mikið hið varanlega orkutap verður. Þarf því sérstaka læknisskoðun til þess að að sanna örorkuna og hefir slysatryggingin látið gera sérstök eyðublöð fyrir örorkuvottorðin. Tryggingarlæknir er lil ráðuneytis slysatryggingunni um mat á dag- peningarétti og rétti til örorkubóta, og metur orkutap hins slasaða. Valdi slysið dauða innan 1 árs frá því að það vildi til, eru greiddar dánarbætur eftirlifandi vandamönnum, misjafnlega háar, eftir því um hvaða vandamenn er að ræða. Ekkjur eða ekklar hljóta 3000 kr. Barn innan 16 ára aldurs, hlýtur 100 kr. fyrir hvert ár, sem það vantar á að vera 16 óra, ef það er á framfæri eftirlifandi foreldris, en 200 kr., ef það á ekki eftirlifandi foreldri. Barn yfir 16 ára, sem var á framfæri hins látna sökum örorku, hlýtur 1500 kr. Aðeins þau börn, sem voru á framfæri hins látna, hljóta dánarbætur. Ef hinn látni á systkini, sem voru á framfæri hans, hljóta þau dánarbætur eftir sömu reglum og börn.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166

x

Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins
https://timarit.is/publication/1877

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.