Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1939, Qupperneq 38
20
d. Slysabætur.
Þegar síys ber að höndum, ber atvinnurekandanum tafarlaust að
senda tilkynningu uni slysið til uinboðsmanns slysatryggingarinnar,
þ. e. lögreglustjóra, hreppstjóra eða aðalskrifstofunnar (í Reykjavík).
Eyðublöð fyrir slíkar tilkynningar fást hjá lögreglustjórum og aðal-
skrifstofunni. Hinum slasaða ber að leita læknis eins fljótt og hægt er.
Slysabætur eru fernskonar: sjúkrahjálp, dagpeningar, örorkubætur
og dánarbætur.
Sjúkrakostnaður er greiddur fyrir ]>á, sem eru óvinnufærir lengur
en 10 daga. Er læknishjálp og sjúkrahússvist, þar með talin læknis-
hjálp, lyf og' umbiiðir á sjúkrahúsinu, greidd að fullu frá því að slysið
vildi til, en lyf og umbúðir utan sjúkrahúss eru greidd að %.
Þar sem sjúkrasamlög hafa verið stofnuð, láta þau meðlimum
sínum í té þessa sjúkrahjálp og fá hinir slösuðu hana þá því aðeins,
að þeir hafi staðið í skilum með sjúkrasainlag'siðgjald sitt. Þetta sam-
band slysatrygging'arinnar og sjiikrasamlaganna komst á með lögunum
frá 14. maí 1940.
Dagpeningar eru 5 lcr. á dag, þó aldrei meira en % af dagkaupi hins
slasaða. Greiðast þeir ekki fyrir 7 fyrstu dagana eftir slysið og ekki
meðan hinn slasaði heldur kaupi, sem er a. m. k. jafnhátt og dag-
peningarnir. Dagpeningarnir 'greiðast meðan hinn tryggði er óvinnufær,
þó aldrei lengur en 180 daga samtals. Verður hinn tryggði að legg'ja
fram læknisvottorð, er sýni að hann sé óvinnufær. Vottorð þessi
greiðir slysatryggingin.
Örorkubætur eru greiddar þeim, sem verða varanlega óvinnufærir,
að meira eða minna leyti. Þó er ekki bætt fyrir minna orkutap en % af
fullri starfsorku. Fullar örorkubætur eru 6000 kr. í eilt skipti fyrir öll,
og greiðast þeim, sem er algerlega ófær til vinnu frá því slysið vildi til
og þaðan í frá, en annars eru örorkubæturnar að sama skapi lægri, sem
minna skortir á, að Iiinn slasaði sé fullkomlega vinnufær.
Örorkubætur eru ekki greiddar fyr en útséð er um, hve mikið hið
varanlega orkutap verður. Þarf því sérstaka læknisskoðun til þess að
að sanna örorkuna og hefir slysatryggingin látið gera sérstök eyðublöð
fyrir örorkuvottorðin.
Tryggingarlæknir er lil ráðuneytis slysatryggingunni um mat á dag-
peningarétti og rétti til örorkubóta, og metur orkutap hins slasaða.
Valdi slysið dauða innan 1 árs frá því að það vildi til, eru greiddar
dánarbætur eftirlifandi vandamönnum, misjafnlega háar, eftir því um
hvaða vandamenn er að ræða. Ekkjur eða ekklar hljóta 3000 kr. Barn
innan 16 ára aldurs, hlýtur 100 kr. fyrir hvert ár, sem það vantar á að
vera 16 óra, ef það er á framfæri eftirlifandi foreldris, en 200 kr., ef
það á ekki eftirlifandi foreldri. Barn yfir 16 ára, sem var á framfæri
hins látna sökum örorku, hlýtur 1500 kr. Aðeins þau börn, sem voru á
framfæri hins látna, hljóta dánarbætur. Ef hinn látni á systkini, sem
voru á framfæri hans, hljóta þau dánarbætur eftir sömu reglum og börn.