Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1939, Page 40
22
fóðrun o. fIí 4. fl. bifreiðastjórn, fiskflökun, götugerð, niálarastörf,
tollgæzla o. f 1., í 5. l'l. t. d. fiskaðgerð, hafnargerð, járnsteypa, vélgæzla
o. fI., í 6. fl. t. d. brúargerð, grjótnám, síldarbræðsla, slátrun o. fi.
Flokkaskipun þessi er ákveðin með reglugerð, er stjórnarráðið setur
og skal endurskoða hana 5. hvert ár a. m. k.
Atvinnurekendur, svo og ríki og' sveitarstjórn, bera ábyrgð á þvi,
að þeir séu tryggðir, sem í þjónustu þeirra eru og tryggingarskyldan
nær til. Taki maður að sér tryggingarskylt verk í ákvæðisvinnu, ber
hann ábyrgð á, að verkamennirnir séu tryggðir. Ef um hóp manna er
að ræða, sem tekur að sér ákvæðisvinnu, bera þeir sameiginlega ábyrgð
á iðgjaldagreiðslunni. Skipverjar teljast í þjónustu útgerðarmanns, þó
þeir taki aflahlut í stað kaups. Þessi síðastnefndu ákvæði komu inn í
lögin 1937.
Innheimta iðgjaldanna er í höndum lögreg'lustjóra (sýslumanna,
bæjarfógeta), sem eru umboðsmenn tryggingarinnar og skrásetja allar
tryggingar. Hafa þeir og eftirlit með því að allir tryg’gi, sem ber að gera
það, og að rétt sé talið frain til trygginganna. Innheimtulaun eru 3% af
skipum, sem skráð er á, en annars 6% af iðgjöldunum. Lögreglustjórar
geta látið hreppstjóra annast innheimtu iðgjalda og skrásetningu, og
bera þeirn þá hálf innheimtulaunin.
Ríkissjóður og ríkisfyrirtæki g'reiða iðgjöld sín beint til slysa-
tryggingarinnar. Innheimtu iðgjalda iðntryg'gingarinnar í Reykjavík
annast aðalskrifstofa slysatryggingarinnar sjálf, samkvæint heimild,
sem sett var í lögin 1937.
Þeir, sem reka tryggingarskylda vinnu, skulu halda sérstaka og
nákvæma nafnaskrá yfir þá, sem tryggðir eru og þann tíma, sem hver
er tryggður. Eftir niðurstöðum þessarar skrár eru iðgjöldin endanlega
ákveðin í lok hvers árs, en annars eru iðgjöldin greidd og innheimt
fyrirfram eftir áætlun, sem fyrirtækjunuin ber að senda í ársbyrjun eða
þegar þau taka til starfa, eða ef þau taka verulegum breytingum.
Þótt vanrækt sé að tilkynna trygg'ingarslcyldan atvinnurekstur eða
greiða iðgjöld fyrirfram fyrir tryggingarskylda menn, eru þeir samt
taldir slysatryggðir, en hlutaðeigandi atvinnurekandi er þá skyldur að
greiða, auk sekta, fimmföld iðgjöld, auk þess sem heimilt er að láta hann
endurgreiða bætur, sem slysatryggingin kann að hafa greitt. Var hert
allmikið á viðurlögum við trygging'arvanrækslu með lögunum lrá 1940,
og jafnframt ákveðið að áætluð skuli iðgjöld þeirra atvinnurekenda, sem
vanrækja að gera skýrslur og skilagrein á tilsettum tíma, svo hátt, að
ekki sé hætt við, að þau séu sett Iægri, en þau eiga að vera, og sé van-
rækslan ítrekuð, skulu þau áætluð a. m. k. 50% hærri.
f. Frjáls slijscitrygging.
Slysatryggingin tekur að sér tvennskonar frjálsa tryggingu, skv. 20.
gr. og síðustu inálsgr. 8. gr. laganna sbr. reglugerð um hina síðarnefndu
frjálsu slysatryggingu, sem er sérstök deild innan slysatryggingarinnar,