Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1939, Qupperneq 48
;so
hjá, að hann haldi ógoldnum iðgjöldum hans og konu hans eftir af
kaupi hans eða hennar og greiði það til sjúkrasainlagsins. Áldrei niá
þó halda eftir i þessu skyni hærri upphæð en nemur 10% af kaupi.
Er jafnvel hægt að taka iðgjöldin lögtaki hjá atvinnurekanda. Enn-
fremur bera foreldrar ábyrgð á iðg'jöldum barna sinna, húsráðendur
á iðgjöldum hjúa sinna o. s. frv.
Iðgjöld samlagsmanna eru yfirleitt um % af tekjum sjúkrasam-
laganna. Um j/3 af tekjunum eru framlög ríkis og' sveitarfélaga, jafnhá
frá hvorum aðila um sig eða 25% af greiddum iðgjöldum, þó ekki yfir
10 kr. á samlagsmann á ári frá hvorum aðila uin sig. Tillög' þessi eru
greidd ársfjórðungslega eftir á. Aðrar tekjur eru enn sem komið er
hverfandi, þar sem fæst samlögin hafa enn verulega varasjóði, eða eiga
aðrar arðberandi eignir. Einstaka sarnlög afla þó nokkurra tekna með
hlutaveltum o. þ. h.
Fari svo, að tekjur samlagsins hrökkvi ekki fyrir útgjölduin og
samlagið komist því í g'reiðsluþrot, skal stjórn þess gera Trygg-
ingarstofnun ríkisins og hlutaðeigandi sveitarstjórn aðvart. Skal þá gera
ráðstafanir til aukinnar tekjuöflunar eða draga úr hlunnindum þeiin,
sem samlagið veitir, en aldrei má þó skerða þau lágmarkshlunnindi,
sem getið var um hér að framan.
Þess má loks geta að iðgjöld til sjúkrasamlaga koma til frádráttar
við ákvörðun skattskyldra tekna. Ennfremur að þau hafa lögtaksrétt
og má taka þau lögtaki hjá gjaldanda eða þeim, sem ábyrgð ber á
greiðslunni.
g. 41. gr.
Þessi grein snertir að vísu tryggingarnar óbeint, en er jafnframt
stórum víðtækari og tekur til annars löggjafarsviðs. Aðalákvæði hennar,
eða það sem máli skiptir, eftir að dagpeningatrygging er afnumin sem
skyldutrygging, er það, að fastir starfsmenn skuli aldrei missa neins
í af Iaunum sínuin, í hverju sem þau eru greidd, fyrstu 14 dagana eftir
að þeir forfallast frá vinnu sökum sjúkdóma eða slysa, en njóta skulu
þeir kaupgreiðslu um lengri tíma, ef svo er mælt fyrir i sérstökum lög-
um, samningum eða venjum í þeirri starfsgrein.
h. Yfirlit gfir sjúkrahjálp og iðgjöld árin 1936—1939.
Að lokuin er hér sett yfirlit, er svnir hve miklu hafa numið iðgjöld
samlagsmanna, síðan sjúkrasamlögin tóku til starfa, og' hve mikil sjúkra-
hjálp hefir alls verið í té látin þessi sömu ár. Að öðru Ieyli vísast til
nánari greinargerðar um starfsemi sjúkrasamlaganna aftar í árbókinni.
Greidd iðg.jöld Veitt sjúkrahjálp
1936 kr. 561 597,80 kr. 115 720,63
1937 — 1 307 825,30 — 1 613 288,74
1938 — 1 318 673,75 — 1 656 811,68
1939 — 1 471 751,85 — 1 793 203,40
Alls kr. 4 659 848,70 kr. 5 179 024,45