Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1939, Qupperneq 54
36
skyldunni, að menn séu heimilisfastir hér á Iandi eða lögskráðir á íslenzk
skip. Allir þeir, sem tryggingarskyldir eru, jafnt karlar og konur,
skulu greiða árleg't iðgjald i Lifeyrissjóð íslands samkvæmt þvi, sem
síðar verður sagt.
Undanþegnir tryggingarskyldunni, og þar með iðgjaldagreiðslunni,
eru þessir:
1. Þeir, sem njóta örorkulífeyris úr Lifeyrissjóði fslands.
2. Þeir, sem njóta opinl)ers styrks samkv. lögum um rikisframfærslu
sjúkra manna og örkumla.
3. Þeir, sem dvelja í fangelsum, vinnuhælum, eða öðrum slíkum stofn-
unum, samkvæmt opinberri ráðstöfun.
4. Þeir, sem tryggðir eru í Lifeyrissjóði embættismanna eða barna-
kennara, eða eru sjóðfélagar í eftirlaunasjóði Landsbankans eða
Útvegsbankans, eða öðrum sjóðum, sem hlotið hafa viðurkenningu
Tryggingarstofnunar ríkisins. Þeir síðastnefndu eru þó ekki undan-
þegnir iðgjaldagreiðslum nema að nokkru leyti, sbr. það, sem
síðar er sagt um sjóði undir stjórn og eftirliti Trygging'arstofnunar
ríkisins.
5. íslenzkir ríkisborgarar, sem lögskráðir eru á íslenzk skip, en heimilis-
fastir erlendis, ef þeir sanna, að þeir greiði þar iðgjöld til almenns
elli- og örorkulífeyrissjóðs.
6. Þeir, sem voru orðnir fullra 60 ára 1. apríl 1936.
c. Elli- og örorknlifeijrir.
Ákvæði laganna um elli- og' örorkulífeyrinn sjálfan eru að ýmsu
leyti ófullkomin, enda á sjóðurinn ekki að byrja að veita lifeyri fyrr
en eftir ca. 12 ár frá því lögin gengu í gildi og því ekki nauðsvnlegt
að setja fyllri ákvæði að svo komnu máli.
Það væri einnig erfitt að setja fastar reglur um upphæð lífeyris-
ins, þar sem telcjur sjóðsins, eins og síðar skal sýnt, eru ekki fastar
og fyrirfram útreiknanleg'ar, og eru m. a. undir því komnar, hve vel gjöld-
in heimtast. Þá er og ýinsum erfiðleikum bundið að ákveða löngu
fyrir fram hlutfallið á milli lífeyris í hinum mismunandi landshlut-
um, þar sem vart er að treysta því, að það verðlag, sem var rikjandi
á hverjum stað þegar lögin voru sett, haldizt lil frambúðar.
Lögin ákveða því ekki hver skuli vera upphæð lífeyrisins þegar
til kemur, heldur aðeins, að ákveða skuli með sérstökum lögum áður
en lífeyrisgreiðslur hefjast, upphæð árlegs elli- og örorkulífeyris ein-
staklinga og hjóna í Reykjavík, kaupstöðum, kauptúnum með yfir
300 ibúum og annarsstaðar. Hér er því sýnilega gert ráð fyrir misjáfn-
lega háum lífeyri, eftir því hvar er á landinu.
Umsóknir uin elli- og' örorkulífeyri skulu sendast lil umboðsmanns
Tryggingarstofnunarinnar á þeim stað, sem umsækjandinn er heimils-
fastur. Skulu fylgja umsókninni allar nauðsynlegar upplýsingar og ber
umboðsmanninum að líta eftir þvi, áður en hann sendir þær til Trygg-