Heimili og skóli - 01.08.1960, Page 14

Heimili og skóli - 01.08.1960, Page 14
58 HEIMILI OG SKÓLI skólahús. í Hrísey og Flatey eru göm- ul skólahús, en vel við haldið. I Gríms- ey er áætluð bygging félagsheimilis og skóla, ásamt stofu fyrir hið fræga bóka- safn eyjarinnar. Gamla skólahúsið þar, sem byggt var skömmu eftir aldamót- in, er nú orðið mjög hrörlegt. Tel ég því, að í Norðurlandi sé að- staðan til skólahalds í kaupstöðum og kauptúnum mjög góð og á sumum stöðum ágæt. En hvað er þá að frétta úr sveitun- um? Eins og fyrr getur, eru 35 skólahverfi í sveitum, sem ekkert nothæft skóla- hús eiga. Víða er í undirbúningi sam- eining skólahverfa um byggingu skóla. Er lengst á veg komið sameiningu urn byggingu heimavistarskóla að Lauga- landi á Þelamörk, en þar hafa skóla- hverfi Skriðu-, Öxnadals- og Glæsi- bæjar-hreppa sameinazt um byggingu heimavistar-barnaskóla, og er áætlað að framkvæmdir hefjist í sumar. — I Mývatnssveit er hafin bygging heima- vistarskóla við Álftagerði í Mývatns- sveit. I Bárðardal er í byggingu fé- lagsheimili og skóli að Stóru-Völlum og ráðin er bygging skólahúss að Litlu- Laugum í Reykjadal fyrir Reykjadals- skólahverfi. Má þá draga 6 skólahverfi frá þeirri tölu er fyrr var greind, og verða þá eftir 29 skólahverfi á mínu eftirlits- svæði, sem ekkert skólahús eiga. Það yrði oflangt mál hér að rök- ræða áætlanir um sameiningu skóla- hverfa og byggingu skóla fyrir þessi 29 skólahverfi, sem ekkert skólahús eiga, en það er spá mín og von að þessi byggingarmál leysist bráðlega á hagkvæman hátt, svo að jöfnuður ríki í skólahaldi strjálbýlisins. Er það laus- leg áætlun að 5—6 skólabyggingar dygðu fyrir þessi skólahverfi, ef sam- eining tækist um þau mál. Er þá mið- að við, að einn skóli væri byggður í hvorri sýslu í Vestur- og Austur-Húna- vatnssýslu. Eru jarðhitasvæði á mjög heppilegum stað í hvorri sýslu, að Reykjum í Miðfirði í Vestur-Húna- vatnssýslu og að Reykjum á Reykja- braut í Austur-Húnavatnssýslu. Er Mýrasýsla gott fordæmi um sameining heillar sýslu um skólabyggingu. Allir viðurkenna nauðsyn þess að skapa skólum góð starfsskilyrði með vönduðum skólabyggingum og góðum kennslutækjum, en þó er ekki hægt að neita þeirri staðreynd, að starfsemi skólans veltur meira á góðri skóla- stjórn og góðum kennurum en góðu húsnæði. Eitt mesta vandamál skól- anna næstu áratugi verður skortur á vel hæfum, sérmenntuðum kennurum, þar sem hin öra fólksfjölgun veldur stöðugri þenslu í skólahaldi þjóðarinn- ar. — í Norðurlandi ýmínu eftirlits- svæði) hefur fjölgað um 80 börn á síð- asta skólaári. Það svarar til þess að bætzt hefði við kauptún með 500—600 íbúum og vafalaust hefur þó fjölgun- in orðið tiltölulega meiri á Suðurlandi. — Þegar í haust mun verða mikill skortur á kennurum, bæði við bama- skólastigið og unglingastigið. Margir leggja þá spurningu fyrir sig, hvernig á þessum kennaraskorti standi. Ég tel vafalaust að lakleg launakjör sé höfuðástæðan, en jafn- framt líka það, að dugmiklu, ungu fólki standa svo margar leiðir opnar,

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.