Heimili og skóli - 01.08.1960, Side 31

Heimili og skóli - 01.08.1960, Side 31
HEIMILI OG SKÓLI 75 með vaxandi aldri og þroska barnsins, koma fram nýjar hættur. Það sem hættulaust var fyrir nokkrum vikurn eða mánuðum, verður allt í einu hættulegt barninu áður en okkur varir. Ekkert herbergi í öllu húsinu er eins eftirsóknarvert fyrir barnið og eldhúsið, en það er jafnframt það hættulegasta. Það koma um það bil þrisvar sinnum fleiri slys fyrir í eld- húsinu en nokkru öðru herbergi heim- ilisins. Barnið lærir snemma að vara sig á logandi ljósi eða eldi, en það kann ekki að forðast brennandi plötur á eldavélinni eða suðuplötunni. Þá ætti það að vera föst regla, að ganga þannig frá heitum pönnum og pottum, að börn geti ekki náð til þeirra. Og allra helzt ber þó að sjá svo um að börn nái ekki í pottsköft eða handföng og geti þannig steypt innihaldi þeirra yfir sig. Hrærivélar, hakkavélar, þvottavélar og fleiri slíkar heimilisvélar eru stór- hættulegar þar sem óvita börn komast að þeim. Það verður að koma í veg fyr- ir að þau geti t. d. sjálf sett þær af stað. Hafa mörg slys hlotizt af því. Á eldhúshillum og í baðherbergi eru margir hlutir, sem valdið geta slysum. Þá verður meðalaskápurinn, þar sem liann er á heimilum, mörgum börnum að bana. En á vorum dögum stafa hvorki meira né rninna en 40% af öll- um eitrunarslysum af efnum, sem í hugsunarleysi eru skilin eftir í eldhús- um, svo sem ýmis þvottaefni, gólf- áburður, skordýraeitur, húsgagna- áburður o. fl. o. fl. Einnig úti í garð- inum bíða hættur, sem við höfum ekki alltaf nægilega í huga. Garðsláttuvélin getur kastað smásteinum langar leiðir, og sært lítil börn alvarlega. Rafmagns- garðskæri, borvélar o. m. fl. geta á einu andartaki veitt börnum svöðusár, ef þau freistast til að snerta þau með litlum og forvitnum fingrum. Allt slíkt á að geymast undir loku og lás. Hið sama gildir um skordýra- og ill- gresiseitur, sem allt of oft er geymt í opnum hillum í kjallara eða göngum. Ef bíll er á heimilinu, er það óum- flýjanlegt, að honum fylgir sérstök liætta fyrir börnin. Öruggasta sætið í bílnum er auðvitað aftursætið. En nú er það mjög algengt, að þegar börn eru á ferð, er oftast setið með þau í framsætinu við hlið bílstjórans, en það er lang-hættulegasta sætið í bílnum, ef bílstjórinn þarf til dæmis að hemla snögglega, eða ef um árekstur er að ræða. Margir foreldrar skilja börn sín eft- ir í bílnum, er þau hafa numið staðar í bænum, og geyma þau þar á meðan þau fara inn í búð að verzla, þótt þau megi vita það, að börnin geta á einu andartaki opnað glugga eða dyr og dottið út, eða jafnvel geta losað hemil, svo að bíllinn getur runnið af stað út í umferðina. Fullorðinn bílstjóri eða farþegar hans verða að gera það upp við sig sjálfa, hvort þeir vilja nota öryggis- belti, en faðir eða móðir, er ekki notar öryggisbelti á barn sitt, eða bindur það fast í sérstök barnasæti, geta orðið völd að dauða þess. Með því að hafa alltaf í huga þessar og aðrar svipaðar varúðarreglur, geta foreldrar stórminnkað slysahættu á heimilum sínum. En jafnvel þótt þessi varkárni sé fyrir hendi, eru þó alltaf einhverjar hættur, sem barnið sjálft

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.