Heimili og skóli - 01.08.1961, Side 12
56
HEIMILI OG SKÓLI
um við okkur nægilega annt um þau
á meðan þau eru að vaxa frá leik til
starfa? Og vanrækjum við ekki leik-
inn í okkar eigin lífi? Gerum við
nokkuð til þess að hjálpa börnunum
til að komast yfir þröskuldinn, sem
liggur á milli leikja og starfa? Hjálp-
um við þeim nokkuð til að bjarga
vinnugleðinni yfir þennan þröskuld?
Drepum við kannski í barninu það
frumkvæði og þann áhuga, sem það
átti í leikjum bernskunnar? Mistekst
okkur ekki að bjarga honum lifandi
út í atvinnulífið?
Hver er eiadnlega munurinn á
starfi og leik? Þegar einhver málar
húsið sitt, segjum við að það sé
vinna. En er það vinna eða leikur
þegar hann Jón litli Jónsson málar
grindurnar Iijá henni frænku sinni?
Það er leikur þegar hann rennir sér á
skíðum úti í brekkunni, en er það
leikur eða vinna þegar Pétur og Páll
leggja skíðabrautina? Það er alls ekki
auðvelt að draga þarna réttar línur á
milli athafnanna. Kannski einhver
myndi vilja segja, að vinnan hefði tak-
mark, henni er sjaldan hætt fyrirvara-
laust, en hið sama má segja um knatt-
spyrnu, ,,bridge“ og ýmsa aðra leiki.
Vissulega er gangur og hraði leiksins
mikilvægari en takmarkið, en skyldu-
tilfinningin er aftur sterkari í starf-
inu. Að fá laun fyrir erfiðið er miklu
sterkari þáttur í starfi en leik.
Smábörn leika sér. Þau eru af lífi og
sál í leiknum, og starfið sjálft er þar
miðdepillinn, en ekki árangurinn af
starfinu. Turninn, sem þau byggja úr
kubbum, er ekki hið mikilvægasta,
heldur starfið við að byggja hann.
Á sjö til tíu ára aldursskeiðinu
verður sú breyting, að leikurinn fær.
smátt og smátt ákveðnara takmark,
fastari reglur. Þeim þykir gaman að
fást við verkefni, sem þeim eru gefin
bæði heima og í skólanum, en þau
mega ekki vera of erfið — ekki um
megn að leysa þau. Þeim þykir gaman
að reyna sig. Þau vaxa við að teygja
sig að einhverju takmarki, aðeins ef
það liggur ekki of langt í burtu. Það
eykur ábyrgðartilfinningu þeirra. —
Það er sú þróun, sem ætti að geta leitt
til þess, að athafnagleði barnsins verði
síðar að vinnugleði og samfélags-
ábyrgð. Bæði smábörnum og skóla-
börnum er það sameiginlegt, að þau
þrá það að vera virk. Það getur þó
komið fyrir, að þau geti haldið líkama
sínum óvirkum og verið kyrr stund og
stund, jafnvel þótt hinum fullorðnu
finnist slíkt vera sjaldgæft.
En þótt þau séu stundum óvirk
líkamlega, heldur hugurinn þó áfram
að starfa. Þau hugsa um sín eigin og
annarra vandamál. Þau lifa í dag-
draumum og láta ímyndunaraflið fá
lausan taum.
En ímyndunaraflið og reynslan
verða oft samferða, þess vegna verður
vinna og leikur oft eitt og hið sama.
„Truflaðu mig ekki — ég er að
vinna,“ sagði þriggja ára drengur,
sem sat við borð og páraði á pappír.
Leikur getur verið í ætt við það, að
barn hiusti á ævintýri, eða fullorðnir
horfi á sjónleik, hlusti á útvarp eða
horfi á kvikmynd. Barnið tekur við
áhrifum af sínum eigin leik. Og það,
sem barnið upplifir í leik sínum, get-
ur vakið hjá því sterkar tilfinningar,
t. d. samúð, gieði eða hryggð.
Það tengir hina eldri og yngri saman