Heimili og skóli - 01.08.1961, Side 22

Heimili og skóli - 01.08.1961, Side 22
66 HEIMILI OG SKÓLl barnið þroskast, en grundvöllinn á að leggja snerama. Við vitum öll, að ungbarnið öðlast snemma þroska til að tjá þakklæti sitt — það er að segja gleði og ánægju með eitthvað, sem fyrir það er gert. Legar það er svangt og fær mat, getur það látið í ljós ánægju sína, þegar móðirin hefur gert það hreint og þurrt, og þeg- ar móðirin hagræðir því og sýnir því ástúð, þakkar það alltaf á sinn hátt. Mun ekki þreytt og taugaveikluð móð- ir oft syndga gegn barninu á þessu þroskastigi þess? Ef hún f ítur til dæm- is á allar þessar þarfir barnsins sem eins konar byrði eða hálfgerða plágu (og það er ekki svo undarlegt) og ef þessi afstaða hennar til barnsins birt- ist að meira eða minna leyti í allri hennar framkomu við það, t. d. á með- an hún lætur barnið sjúga eða drekka úr pela, eða sýslar við það á einhvern hátt, þá er hún að deyða það fræ f sálu þess, sem þakklætiskenndin átti að vaxa upp af. Litla barnið getur sýnt gleði — það er að segja þakklæti, en það getur einn- ig 'látið í Ijós óánægju — vanþakklæti. Á þessu aldursskeiði geta foreldrar fyrirgefið slíkt. En þegar barnið stækk- ar verður viðhorf okkar til vanþakk- lætis barnsins annað. Við skulum vera hreinskilin við okkur sjálf. Allt of snemma og allt of oft gengur það þannig til, að við krefjumst þakklætis, hvort sem gjöfin er kærkomin, ekki kærkomin, eða jafnvel óvelkomin. Það kemur alltaf illa við okkur, þeg- ar barnið hættir að sýna okkur þakk- læti, eða jafnvel lætur í ljós óánægju með einhverja gjöf. Hér verðum við að fara að með gát, svo að við verðum á engan hátt til þess að setja stein í götu hinnar hreinu þakklætistilfinn- ingar, en kalla kannski fram í stað hennar eins konar gerviþakklæti. Við verðum að hafa í huga, að óskir okk- ar um ósvikið þakklæti fela í sér þá hættu, að barnið taki að sýna van- þakklæti. Við verðum að gera okkur það ljóst, að það krefst mikils þroska að þakka af heilum hug gjöf, sem barnið er ekkert sérlega hrifið af. Það krefst þess, að barnið skilji hugarfar gefandans, sem diggur á bak við gjöf- ina. En við getum einnig gert heilmikið jákvætt í þessum efnum. Hér veltur mjög á andrúmsloftinu, sem ríkir á heimilinu. Hvernig er þessu háttað með pabba og mömmu, þegar þau gefa hvort öðru gjafir, í hvaða formi sem þær eru nú? Kunnum við alltaf að gefa með gleði og þiggja með gleði? Og hvernig tökum við því, þegar barn- ið kemur til okkar með sínar litlu gjaf- ir, hvort sem það eru hlutir eða ein- hver smáþjónusta? Munum við alltaf eftir að þakka þessar smágjafir af heil- um hug? Munum við alltaf eftir því, að gott fordæmi er alltaf ein hin ágæt- asta uppeldisaðferð, sem til er? Og með tilliti til hefðbundinna kurteisisvenja svo sem að segja þökk, þakka fyrir matinn, rétta höndina, ihnegja sig o. s. frv. mætti spyrja, hvort við iðkuðum þessar venjur, sem við ætlumst til að bömin okkar kunni. Eg geri ekki lítið úr ytri kurteisis- venjum. Hinar hefðbundnu, ytri kurt- eisisvenjur hafa sínu hutverki að gegna í menningarsamfélagi voru. Eg vil aðeins halda því fram, að venjurn- ar megi aldrei vera hið raunverulega.

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.