Heimili og skóli - 01.08.1961, Blaðsíða 46

Heimili og skóli - 01.08.1961, Blaðsíða 46
90 HEIMILI OG SKÓLI kenndum honum meðal annars að raða niður í ferðatösikur, kaupa farmiða, kynna sér áætlanir járnbrautarlesta, geyma hó- tellykilinn o. fl. Þegar Jón fór að heiman til að lesa verkfræði, gerði ég dálítið áhættusama til- raun. Ég afhenti honum allt það fé, sem hann þurfti að nota þetta skólaárið. „Þú færð ekki undir neinum kringumstæðum meira fé á þessu ári,“ sagði ég við hann að skilnaði. En ef þú kemst af með minna fé, er afgangurinn þín eign. Sendu mér mánaðarlega yfirlit um útgjöld þín.“ Það kom aldrei til þess, að ég þyrfti að senda Jóni svo mikið sem grænan eyri til viðbótar, þótt hann nálega allt fyrsta árið þyrfti að standast afborganir af útvarps- tæki, sem hann hafði keypt. Þegar hann lauk námi, hafði hann sparað saman um það bil 1000 krónur af fé því, sem hann fékk að heiman. Jón hafði lært að fara með sína eigin peninga, og það er ekki ómerki- legur þáttur í menntun hans. Ég þekki ekki marga, sem lært hafa betur að fara með fé sitt á námsárunum en hann. Flestar þær tilraunir, sem við gerðum í uppeldi Jóns, eru liður í kennslu, sem börnin annað hvort fá hjá foreldrum sín- um — eða þá alls ekki. Það er vel líklegt að aðrar aðferðir henti öðrum börnum betur. Ég held að aðalatriðið sé það að gera sér ljóst, að böm þrá þekkingu, og drekka í sig þekkingu og fræðslu allt frá því að þau byrja að tala — og svo hitt, að notfæra sér leikinn út í yztu æsar, hneigð- ir þeirra og þekkingarþorsta. Ef foreldr- amir eru ekki hræddir við að sýna barn- inu, að þeir virða það og skoðanir þess, að þeir líti á það sem lítinn, en að vissu leyti sem fullgildan mann, munu þeir hljóta sín ríkulegu sigurlaun. H. J. M. þýddi. Til gamans Bróðir minn og kona hans, sem áttu tvær dætur, níu og fimm ára, lögðu leið sína á foreldrafund, sem haldinn var þá í telpna- skóla einum. í kennslustofunum lágu frammi skrifbækur og reikningsbækur telpnanna, en foreldrarnir gengu um og athuguðu fram- farir barna sinna. Á meðan foreldrar áður- nefndra systra athuguðu verk eldri telpunn- ar, stóð sú fimm ára hjá og leit einnig á verk „stóru systur". En allt í einu kallaði hún hátt, svo að heyrðist um alla stofuna: „Pabbi, pabbi, hérna er það, sem þú varst að reikna.“ Skiptar skoðanir. Kvennablað eitt í Sviss hefur birt árangur af eftirfarandi fyrirspurn: „Eruð þér ánægðar nú, fimm árum eftir skilnað yðar við eiginmanninn?" Af konum þeim, sem svöruðu spurning- unni, sögðu 41 að þær iðruðust þeirrar á- kvörðunar, og að þær myndu verða kyrrar hjá mönnum sínum, ef þær stæðu í sömu sporum nú. En 25 sögðust vera glaðar yfir að vera laus- ar við eiginmanninn og sjö óbetranlegar sálir höfðu snúið aftur til eiginmanna sinna. Ertu að verða gamall? Allir menn taka að hrörna líkamlega á milli fertugs og fimmtugs, þótt hægt fari. En andlega séð er til fjöldi karla og kvenna, sem aldrei eldist, hversu mörg ár, sem þeir eiga að baki. Ef þeir varðveita áhuga fyrir lífinu og heiminum umhverfis sig, munu þeir lifa miklu lengur en hinir, sem hættir eru að búa yfir forvitni æskuáranna, sem annað hvort hafa svæft hana eða glatað henni með öllu. Eg held að ég geti sagt nákvæmlega, hve- nær maður fer að verða gamall. En það ger- ist á því andartaki, sem hann kemst að því, að hugurinn er farinn að leita meira til gam- alla minninga, leita aftur á bak, en er að missa áhugann á framtíðinni. Ef hugur ein- hvers manns er barmafullur af minningum, en ekki framtíðarvonum, er hann að verða gamall.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.