Heimili og skóli - 01.08.1961, Blaðsíða 42
86
HEIMILI OG SKÓLI
Frá Bindinclisfélagi íslenzkra k
ennara
Aðalfundur félagsins var haldinn í
Hagaskóla í Reykjavík, mánudaginn
5. júní sl.
Félagið nýtur nokkurs styrks frá
Áfengisvarnaráði til starfsemi sinnar.
Blað félagsins „Magni“, kom út reglu-
lega og var sent öllum kennurum á
barna- og unglingastigi. — Önnur út-
gáfa af kennslubók félagsins, „Ungur
nemur, gamall temur“ sem notuð er
við bindindisfræðslu í barnaskólum,
konr út á sl. ári á kostnað Áfengis-
varnaráðs. — Gefin var út nokkurra
blaða vinnubók, varðandi bindindis-
fræðslu, tekin saman og teiknuð af
Marinó Stefánssyni. — Loks gaf félagið
út fræðslubæklinginn „Unglingsárin“,
og var honum útbýtt til allra 12 ára
telpna í skólum landsins.
Einn félagi, Eiríkur Sigurðsson,
skólastjóri, var styrktur til utanferðar,
og flutti hann ýmsar fréttir og nýjung-
ar lreim.
Snorri Sigfússon, fyrrv. námsstjóri,
flutti erindi í Kennaraskóla Islands á
vegum félagsins.
Á fundinum voru rædd ýmis fram-
tíðarmál, sem bíða úrlausnar.
Hannes J. Magnússon, Jóhannes ÓIi
Sæmundsson og Eiríkur Sigurðsson,
allir búsettir á Akureyri, báðust und-
an endurkosningu. Voru þeim fluttar
beztu þakkir fyrir ágæt störf í þágu
félagsins frá upphafi.
Núverandi stjórn skipa: Sigurður
Gunnarsson, form., Helgi Tryggvason,
ritari, Kristinn Gíslason, gjaldkeri,
Ólafur Þ. Kristjánsson og Marinó
Stefánsson.
I stjórn Bindindisfélags kennara.
Sigurður Gunnarsson, form.
Helgi Tryggvason, ritari.
Til gamans
Góð póstpjónusta.
Amerískur kaupsýslumaður í Khartoum
óskaði eftir því við súdönsku póstþjónustuna
að fá pósthólf til afnota. Hann fékk tilkynn-
ingu um, að hann myndi geta fengið það
innan eins mánaðar. Fjórum mánuðum síðar
gekk hann á fund póststjórnarinnar og spurð-
ist fyrir um það, hvers vegna hann hefði ekki
enn fengið pósthólfið. Póstmeistarinn rann-
sakaði málið og sagði síðan kaupsýslumann-
inum, að honum hefði verið úthlutað póst-
hólfi fyrir þremur mánuðum og að honum
hefði verið send tilkynning um það fyrir
jafnlöngum tíma.
„Hér er lykill að hólfinu yðar,“ sagði póst-
meistarinn. „Bréfið með tilkynningu vorri
liggur þar.“
Mikið annriki.
Sonur minn hafði auðsjáanlega hringt til
skólafélaga síns á óhentugum tíma.
„Þú getur ekki fengið að tala við Jón nú,“
sagði litla systir hans í símanum. „Hann er
að keppast við að borða hafragrautinn sinn
áður en hann fer í skólann. Amma er að
greiða honum. Stóra systir er undir borðinu
og er að láta á hann skóna. Mamma er að
láta dótið ofan í töskuna hans. Vertu sæll. Ég
þarf að halda opnum dyrunum, því að nú
kemur strætisvagninn.”