Heimili og skóli - 01.08.1961, Blaðsíða 42

Heimili og skóli - 01.08.1961, Blaðsíða 42
86 HEIMILI OG SKÓLI Frá Bindinclisfélagi íslenzkra k ennara Aðalfundur félagsins var haldinn í Hagaskóla í Reykjavík, mánudaginn 5. júní sl. Félagið nýtur nokkurs styrks frá Áfengisvarnaráði til starfsemi sinnar. Blað félagsins „Magni“, kom út reglu- lega og var sent öllum kennurum á barna- og unglingastigi. — Önnur út- gáfa af kennslubók félagsins, „Ungur nemur, gamall temur“ sem notuð er við bindindisfræðslu í barnaskólum, konr út á sl. ári á kostnað Áfengis- varnaráðs. — Gefin var út nokkurra blaða vinnubók, varðandi bindindis- fræðslu, tekin saman og teiknuð af Marinó Stefánssyni. — Loks gaf félagið út fræðslubæklinginn „Unglingsárin“, og var honum útbýtt til allra 12 ára telpna í skólum landsins. Einn félagi, Eiríkur Sigurðsson, skólastjóri, var styrktur til utanferðar, og flutti hann ýmsar fréttir og nýjung- ar lreim. Snorri Sigfússon, fyrrv. námsstjóri, flutti erindi í Kennaraskóla Islands á vegum félagsins. Á fundinum voru rædd ýmis fram- tíðarmál, sem bíða úrlausnar. Hannes J. Magnússon, Jóhannes ÓIi Sæmundsson og Eiríkur Sigurðsson, allir búsettir á Akureyri, báðust und- an endurkosningu. Voru þeim fluttar beztu þakkir fyrir ágæt störf í þágu félagsins frá upphafi. Núverandi stjórn skipa: Sigurður Gunnarsson, form., Helgi Tryggvason, ritari, Kristinn Gíslason, gjaldkeri, Ólafur Þ. Kristjánsson og Marinó Stefánsson. I stjórn Bindindisfélags kennara. Sigurður Gunnarsson, form. Helgi Tryggvason, ritari. Til gamans Góð póstpjónusta. Amerískur kaupsýslumaður í Khartoum óskaði eftir því við súdönsku póstþjónustuna að fá pósthólf til afnota. Hann fékk tilkynn- ingu um, að hann myndi geta fengið það innan eins mánaðar. Fjórum mánuðum síðar gekk hann á fund póststjórnarinnar og spurð- ist fyrir um það, hvers vegna hann hefði ekki enn fengið pósthólfið. Póstmeistarinn rann- sakaði málið og sagði síðan kaupsýslumann- inum, að honum hefði verið úthlutað póst- hólfi fyrir þremur mánuðum og að honum hefði verið send tilkynning um það fyrir jafnlöngum tíma. „Hér er lykill að hólfinu yðar,“ sagði póst- meistarinn. „Bréfið með tilkynningu vorri liggur þar.“ Mikið annriki. Sonur minn hafði auðsjáanlega hringt til skólafélaga síns á óhentugum tíma. „Þú getur ekki fengið að tala við Jón nú,“ sagði litla systir hans í símanum. „Hann er að keppast við að borða hafragrautinn sinn áður en hann fer í skólann. Amma er að greiða honum. Stóra systir er undir borðinu og er að láta á hann skóna. Mamma er að láta dótið ofan í töskuna hans. Vertu sæll. Ég þarf að halda opnum dyrunum, því að nú kemur strætisvagninn.”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.