Heimili og skóli - 01.08.1961, Side 27

Heimili og skóli - 01.08.1961, Side 27
HEIMILI OG SKÓLI 71 kyrrstaða. Og þangað barst ekkert a£ nýju lífslofti. Miðaldaskipulag ríkti þá enn í flestum skólum álfunnar, og yfirheýrsluaðferðin var ríkjandi kennslufyrirkomulag. Kennaramennt- un var engin, en oft varð það til láns, að til kennslustarfa völdust góðir menn og göfugir, sem voru auðugri af hugsjónum, fórnarvilja og áhuga en sérmenntun, og það grær alltaf eitt- hvað gott í kringum slíka menn. Undir aldamótin fer að vakna meiri áhugi á skólamálum í landinu og einnig hér í bæ. Hingað til bæjarins koma þá tveir menningarfrömuðir, sem koma með nýtt lífsloft, en það eru þeir Klemens Jónsson sýslumaður og Páll Briem amtmaður. ,Þeir láta margt til sín taka og meðal annars skólamál- in. Um þessar mundir er farið að tala um byggingu nýs skóla, og hafði hon- um verið ákveðinn staður undir brekkunni, þar sem hann var síðar byggður, en þeir Klemens og Páll vildu reisa hann uppi á brekkunni, þar sem víðsýnið var meira. Þessi af- staða þeirra var táknræn fyrir viðhorf þeirra til fleiri mála. Þessi nýi skóli var svo vígður 18. okt. 1899 af Klemens Jónssyni, og var langstærsta bygging, sem bærinn hafði nokkru sinni ráðist í, og svona hefur það alltaf verið, að jafnvel á hinum mestu fátæktarárum, hafa það verið skólarnir og kirkjurnar, sem helzt hafa sett svip sinn á þorp og bæi. En með þessari skólabyggingu tókust um leið sættir á milli Akureyringa og Oddeyringa nm skólastað. Fyrsta skó'laárið í þessum nýja skóla voru um 66 börn. Voru nú kennslu- gjöld ákveðin sem hér segir: í efsta bekk 2,25 kr. á mánuði, í miðbekk 1,75 kr. og í neðsta bekk 1 kr. á mán- uði. Ef börn voru fleiri en eitt á heim- ili varð að greiða 25 aura með hverju barni. Arið 1901 er skólastjórastarfið við Barnaskóla Akureyrar auglýst laust, og hlaut það Kristján Sigfússon frá Varðgjá, og fær nú nafnbótina skóla- stjóri. Hann hafði menntiast á Möðru- völlum og Flensborg. Hans naut ekki lengi því að hann andaðist í byrjun skólaárs 1908. Það ár er stórmerki- legt í skólasögu íslands, en þá fáum við ný fræðslulög. Þá er kosin ný skólanefnd, en í henni voru þeir Geir Sæmundsson prestur, Stefán Stefáns- son skólameistari og séra Jónas frá Hrafnagili. Skólastjórastarfinu var nú slegið upp og bárust tvær umsóknir. í tannlœknastofunni.

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.