Heimili og skóli - 01.08.1961, Side 15
HEIMILI OG SKÓLI
59
verkefni, sem krefðust ábyrgð-
ar og þau réðu við? Gætum við til
dæmis brynjað okkur nægilegri þol-
inmæði, þótt miðdegisverðurinn
komi í seinna 'lagi, og er þá kannski
ekki alveg óaðfinnanlegur? Gætum
við t. d. sætt okkur við það, að sjá ný-
þvegið gólfið dálítið óhreint? Og get-
um við sætt okkur við það, að gera
bæði eldhúsið og stofuna að sameigin-
legum vinnustað, þar sem vinnugleðin
ríkir, þar sem það er ekki gert að aðal-
atriði, að allt sé í röð og reglu, heldur
hið mannlega og starfsama líf? Myndi
það þá ekki koma í ljós, að börnunum
þætti engu minna gaman að fást við
þessi störf heima hjá sér en hitt, sem
götuhornin hafa að bjóða þeim?
Skyldi þeim ekki þykja jafngaman að
sjá fiskbúðinginn koma fallegan og
brúnan út úr ofninum og að sjá hina
„hugrökku“ drengi á götunni kasta
snjókúlum í gamlar konur, sem um
götuna fara?
Mikil heimavinna vegna skólans,
skátastarfsemi, tónlistartímar og önn-
ur slík aukavinna getur orðið til þess
að slíta barnið frá þátttöku í heimilis-
störfunum. Og það er ekkert góðverk
við barnið, ef faðir og móðir, af ein-
skærum kærleika, leysa þau frá að
vinna þau störf, sem þau sjá’lf höfðu
orðið að vinna í sinni bernsku og
æsku. Samvinnan í fjölskyldunni er
alveg sérstaklega verðmæt. Þar gefst
börnunum gullið tækifæri að finna til
þess, að þau eru að verða „stór“ meðal
hinna stóru.
Eigum við svo ekki að skyggnast lít-
ið eitt inn í skólann?
Þróun samfélagsins hina síðustu
áratugi hefur leitt það af sér, að störf
barnanna hafa að verulegu leyti færst
yfir á skólana. Með hinum nýju skóla-
lögum hefur þeim árum fjölgað, sem
börnin eru skyldug að leysa störf sín
af hendi í skólastofunni. Skólarnir eru
eins konar framhald af heimilunum.
Þar eiga börnin að læra þær grein-
ar, sem heimilið getur ekki kennt, og
þá einkum hin bóklegu fræði. Það,
sem áður var kennt heima, er nú einn-
ig tekið upp í alla nýtízkuskóla, svo
sem handavinna, húsverk, smíðar, og
aðrar hagnýtar greinar, og þá sérstak-
lega í framhaldsskólana. Þar kynn-
ast börnin þessum námsgreinum á
einkennilegan hátt, sem er eins konar
meðalvegur á milli leiks og starfs.
Þetta verður því jákvætt starf. Vinnan
verður að leik. Skólaeldhúsið verður
bæði skólanám og vinna. Það felur þó
ekki í sér alla alvöru vinnunnar, því
að ef maturinn er ekki etandi, geta
telpurnar fengið að borða heima á
eftir. . . . Margt í hinum nýju skóla-
hugsjónum, sem tala um að tengja
skólanámið meir og meir við atvinnu-
lífið, bendir til þess, að skólinn geti
orðið meira „verklegur", og það er
sjálfsagt rétt, að gamla slagorðið um
„vinnuskóla“ geti á ný öðlast líf, ef
skólinn ber gæfu til að tengjast meir
atvinnulífinu en verið hefur, — verða
annað og meira en verklegur leikur í
samfélaginu. En jafnframt verðum
við að gæta þess að missa ekki sjónar á
að vinnugleðin er eitt af því mikil-
vægasta, sem nokkurt bam getur lært.
Kannski einhverjir vildu líka segja, að
fátt væri mikilvægara en það, að skól-
inn og námsgreinar hans dræpu ekki
starfsgleði barnanna? Hér virðist því
auðsætt, að skólarnir verða að varast