Heimili og skóli - 01.08.1961, Síða 35
HEIMILI OG SKÓLI
79
stendur 36 stundir á viku, en verið er
að semja um að lækka kennsluskyldu
hans í 30 stundir á viku. Byrjunarlaun
hans eru 79.500.00, en hámarkslaun
108.120.00 kr. ef hann kennir í barna-
skóla. Kenni sami maður í uruflinoa-
skóla er kennslustundafjöldinn að-
eins 24 stundir á viku og launin
78.440.00 byrjunarlaun, en 105.702.50
hámarkslaun. í reynd verður útkom-
an önnur vegna þess, að þessir menn
fá alltaf aukatíma við skólann.
Loks eru kennarar, sem hafa auk
venjulegrar kennaramenntunar 2 ára
framhaldsmenntun. Byrjunarlaun
þeirra eru hin sömu og hinna, sem
enga aukamenntun hafa, eða 78.440.00
kr., en hámarkslaun eru 122.695.00
kr..“
„Og hvernig verður svo fyrirkomu-
lag hins nýja unglingaskóla?"
„í 7. bekk verður lögð mikil áherzla
á náms- og starfsfræðslu, þannig að
unglingarnir verða ekki aðeins frædd-
ir um helztu atvinnuvegi okkar Norð-
manna, en einnig um hinar ýmsu
deildir, sem um er hægt að velja í 8.
bekk.“
„Og þær deildir ieru?“
„Tæknideild, sjómannadeild, heim-
ilisfræðsludeild (aðallega ætluð stúlk-
um), verzlunardeild, félagsmáladeild,
deild listrænna starfsgreina, og loks
tvær almennar deildir, sem búa nem-
endur undir framhaldsnám í mennta-
skóla eða gagnfræðabekk. Lögð verð-
ur rík áherzla á að beina unglingum
inn í þær deildir, þar sem hæfileikar
þeirra geta notið sín bezt.
Mikilvægur liður í starfs- og náms-
fræðslu skólanna eru kvikmyndasýn-
ingar, en við eigum nú orðið allfjöl-
breytt kvikmyndasafn, sem sýnir ung-
lingunum flestar starfsgreinar, er við
Norðmenn leggjum stund á. Kennara-
stéttin liefur lengi gert sér grein fyrir
því að gera þyrfti meira að því að búa
unglingana undir atvinnulífið þann-
ig, að fjöldi kennara er nú þegar all-
vel fær um að veita þá náms- og starfs-
fræðslu, sem þeim ber skylda til að
veita, og sem aðallega er veitt í norsku,
landafræði og félagsfræðitímum. iÞað
fer svo nokkuð eftir landshlutum og
atvinnulífi hvers héraðs á hvaða starfs-
greinar er lögð mest áherzla.
Starfsfræðslan verður nefnilega að
miklu leyti byggð upp í sambandi við
atvinnulífið. í 8. bekk er starfsfræðsla
skyldunám í 30 kennslustundir og í 9.
bekk 20, en þar er aðeins um fræðilega
starfsfræðslu að ræða. í 8. bekk er gert
ráð fyrir, að nemendurnir verði a. m.
k. tvær vikur í vinnustöðum, annað
hvort tvær vikur að hausti eða vori
eftir því um hvaða starfsgrein er að
ræða, eða eina viku að haustinu og
aðra að vorinu. Takmarkið er þó að
dreifa þessari fræðslu atvinnulífsins
sjálfs yfir miklu lengri tíma t. d. 1—2
tíma á dag yfir mestallt skólaárið.
Hlutverk uppeldismálaráðgjafanna
verður m. a. að hafa forgöngu um að
útvega nemendum pláss á vinnustöð-
um og jafnvel koma þeim í atvinnu að
sumarlagi.
í níunda bekk beinist fræðslan í
hagnýtu bekkjunum mest að sérstök-
um starfsgreinum, þar getur t. d. verið
um að ræða átta mánaða sjómennsku-
fræðslu bæði á sjó og landi. Er þá vor-
ið notað til sjóferða, en veturinn til
fræðslu á landi.