Heimili og skóli - 01.08.1961, Qupperneq 9

Heimili og skóli - 01.08.1961, Qupperneq 9
HEIMILI OG SKÓLI 53 anna og í öðrum námsgreinum gagns- laust. Skal ég £ara um þetta nokkrum orðum. Prófkerfi og einkunnagjöf er óað- skiljanlegur þáttur 'viðkomandi skóla- kerfis og kennsluhátta. Breyting á öðr- um þættinum hlýtur að leiða til breyt- inga á hinum. Núverandi prófkerfi er t. d. nátengt þeirri aðalreglu í íslenzk- um barnaskólum að raða í bekki eftir getu, þ. e. eftir lestrarkunnáttu fyrstu skólaárin. Að minni hyggju er svo prófkerfið og röðunin í bekki tengd aðalkennsluaðferðinni, þ. e. kennslu bekkjarins sem heildar, en ekki beitt að ráði öðrum kennsuaðferðum, svo sem starfrænni kennslu í smáhópum og einstaklingskennslu. Hér bindur lrvað annað. Því er það, að þótt ég sé fylgjandi því, að dregið sé úr notkun prófa í barnaskólum hér, þá tel ég hyggilegt að fara hægt í sakirnar og þreifa sig áfram. í kennslu og uppeldi er það sjaldnast aðferðin eða formið sjálft, sem mestu skiptir, heldur grundvöllurinn, skilningurinn á verk- efninu og markmiði þess. Óundirbún- ar stökkbreytingar, sem í sjálfu sér kunna að horfa til bóta, geta því orðið til il-ls eins, að jninnsta kosti um stund- arsakir. En hversvegna tel ég þá prófin ofnotuð og hvaða ókostir fylgja þeirri ofnotkun? Hér skal ekki farið út í vangaveltur um réttmæti prófa yfirleitt, áhrif þeirra á þróun persónuleikans né hlut- verk þeirra í uppeldi. Aðeins bent á fáein hagnýt atriði. Ég held, að próf í skólum séu nauð- synleg, að minnsta kosti nema mikil breyting verði á viðhorfi foreldra og kennara til málsins frá því sem nú er. Ákveðnar lágmarkskröfur verður að gera til hæfni og þekkingar nemenda, sem stefna að ákveðnu starfi. Sama gildir um almenna menntun í fram- haldsskólum. En máið horfir öðru vísi við í barna- skóla, þar sem allir eiga að nema, hver eftir sinni getu. Þar er markmiðið ekki nein ákveðin hæfni að loknu námi, er veiti réttindi til starfs. (Að vísu stendur í fræðslulögum, að börn nái ekki barnaprófi nema fá ákveðna einkunn í ísl. og reikningi, en slíkt er í rauninni mjög hæpið, þar eð barnið er fræðsluskylt). Gagnrýni mín á hin síendurteknu próf og óeðlilega ná- kvæmu einkunnagjöf í barnaskóla er í aðalatriðum á þessa leið: Það skiptir nemandann tiltölulega litlu máli, hversu hratt honum sækist námið í barnaskóla fyrsta og annað árið, aðalatriðið er frammistaða hans, kunnátta og hæfni við lok barnaskóla- stigsins, hvort heldur er miðað við lífið sjálft eða áframhaldandi nám. Ég get ekki séð, að það myndi skipta mig neinu máli, þótt ég fengi einn í lestri við lok 7 ára bekkjar, ef ég væri flug- læs við lok 9 ára bekkjar. Ég get ekki heldur séð, að það skipti máli, hvort ég fæ 4.0 í reikningi við lok 9 ára bekkjar, ef ég hef náð góðri leikni í faginu við lok 12 ára bekkjar. Nú er vitað mál, að mikið kapp er lagt á það af foreldrum og mörgum kenn- ttrum, að barnið fái sem hæstar ein- kunnir í þessum greinum strax á þrem fyrstu skólaárunum. Ástæðan til þessa kapps er auðvitað einkum sú, að for- eldrar og kennarar telja það sönnun fyrir hæfni og getu barnsins við fram- haldsnám síðar. Önnur ástæða er sá

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.