Heimili og skóli - 01.08.1961, Side 39
HEIMILT OG SKÖLI
83
ur Indíánaflokkum í Idaho. Hann
komst að því, að stam þekktist ekki
meðal þeirra og hafði aldrei þekkzt.
Þeir áttu ekki einu sinni neitt orð yfir
fyrirbrigðið. Einnig þetta bendir á, að
þetta sé gjald, sem við verðum að
greiða vegna menningar okkar.
Þetta bendir þá jafnframt á þá
bjcirtu hlið málsins, að það megi bæði
koma í veg fyrir þennan menningar-
sjúkdóm, og einnig lækna hann.
í seinni samtölum við foreldra, sem
notið höfðu leiðsagnar okkar og
fræðslu í háskólanum, kom það í ljós,
að 85% þeirra höfðu annað hvort
fenoið fullan bata eða meiri o« minni
o o
bata. Vegna alls þessa viljum við al-
varlega vara alla foreldra við því, að
gera smámistök hjá börnum, sem eru
að læra að tala, að nokkru vandamáli,
svo sem smávegis hik og endurtekn-
ingar barnanna, en líta á allt slíkt sem
byrjunarörðugleika og eðlilegt fyrir-
bæri í málþróun barnsins. Yfirleitt
tala börnin ekki með eins miklu sam-
hengi, þegar þeim er mikið niðri fyrir
og þurfa að flýta sér að segja eitthvað.
Það er ekki eins hætt við þessu óða-
goti, þegar þau tala við einhvern, sem
hlustar vel á þau, eða við mikil-
væga einstaklinga, svo sem afa og
ömmu, og kennara. Ef enginn læzt
taka eftir málgöllum barnsins við slík
tækifæri, taka þau heldur ekki eftir
þeim sjálf og leiðrétta sig þegar þau
mega vera að því.
Foreldrar geta margt gert til þess
að börnin komist ekki í þá hættulegu
aðstöðu að hnjóta um orðin.. Móðir
nokkur sagði mér, að litla drengnum
sínum hafi mjög hætt við að endur-
taka orð og setningar, þegar hún kom
til að sækja hann á barnaheimilið. Ég
komst fljótt að því, að þetta stafaði
einkum af því að drengnum lá svo
mikið á að segja henni, hvað liann
hafði búið til um daginn. Hann hafði
teiknað myndir — hann hafði búið til
hús. Hann hafði litað myndirnar og
húsin — en hún hugsaði aftur um það
eitt að komast sem fyrst heim. Ég ráð-
lagði henni að fórna drengnum svo
sem 10 mínútum, svo að hann gæti
sýnt henni, hvað hann hafði unnið.
Hún fylgdi ráðum mínum með þeim
árangri, að málfar hans varð eðlilegt
og hann fór að taka miklum framför-
um í allri taltækni.
Einnig fullorðnir menn, sem liðið
hafa vegna málgalla frá blautu barns-
beini, hafa náð undraverðum árangri
hjá okkur. Og allir, sem stama, ættu
að leita til sérfræðinga í þessari grein,
og aðferðirnar til að ráða bót á stami
hafa tekið stórkostlegum framförum á
síðustu árum. En hvort sem stamandi
fólk leitar nú slíkra sérfræðinga eða
ekki, getur það huggað sig við það, að
þetta er hvorki arfgengt, né stafar af
nokkrum líkamlegum ágalla. Það á
rætur sínar í sjúklegum ótta við að
tala sjálfur. En á honum er hægt að
sigrast. Það kostar að vísu nokkra bar-
áttu og þolinmæði að læra að tala eðli-
lega. En ég lief sjálfur gengið þessa
örðugu leið og ég get fullyrt, að slík
barátta færir okkur sífellt meiri gleði
og ánægju.
Ég vona, að við með áframhaldandi
rannsóknum og upplýsingastarfsemi
— sérstaklega meðal ungra foreldra —
getum að fullu útrýmt þessum mál-
galla í nánustu framtíð.
Þýtt. H. J. M.